Harpan

Date
  • previous monthDecember 1937next month
    MoTuWeThFrSaSu
    293012345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272829303112
    3456789
Issue

Harpan - 01.12.1937, Page 31

Harpan - 01.12.1937, Page 31
H A R verður eplaveizla. — Og enginn kemst að því!“ Friðrik gerði það, sem hann hafði hugsað sér. Daginn eftir var hann á verði og gætti að, er Hild- ur og foreldrar hennar fóru inn til að drekka teið sitt. Undir eins og þau voru horfin, klifraði hann í flýti yfir girðinguna og hljóp að eplageymslunni. Dyrnar voru lok- aðar, eins og hann hafði búist við. En hann var ekki nema augnablik að opna lítinn glugga, sem var á geymslunni, og skríða þar inn. Hann hafði ágætt næði og át fjögur stærstu og rauðustu eplin. Síðan skreið hann aftur út um ■> gluggann með tvö epli í vasanum. Áhöldin hennar Hildar, sem voru á hillu bak við eplin, litu hvert á annað reiðileg á svip. Hvernig dirfðtet þessi bannsettur strákur að koma inn í skýlið þeirra og stela eplum? „Hildi verður kennt um að hafa tekið þau,“ sagði kvíslin æst. „Hér kernur enginn nema hún og foreldrar hennar.“ Kvíslin hafði rétt fyrir sér. Hildi var kennt um ep'ahvarfið og ávítuð fyrir það. „En mamma, ég snerti ekki á eplunum,“ sagði hún. „Ég segi þér satt, mamma. Ég myndi aldrei taka neitt, sem þú bannaðir mér að taka.“ „Jæja, en hver tók þau þá?“ spurði móðir hennar. „Dyrnar eru alltaf lokaðar.“ P A N I næstu viku tók Friðrik nokkur epli í viðbót, og aftur var Hildur litla ávítuð fyrir það. Hún grét beisklega og var mjög hrygg. Á- höldin hennar langaði mikið til að segja henni hver þjófurinn væri, er þau gátu ekki talað henn- ar mál. Pað var hræðilegt! Þá datt sóflinum ágætt ráð í hug. „Við skulum hegna Friðrik og hræða hann svo eftirminnilega, að hann komi hingað aldrei framar!“ sagði sópurinn. „Ég skal sópa um fætúrna á honum, og vökvunar- kanna, þú getur gert hann blaut- an frá hvirfli til ilja.“ „Og ég skal raka hann upp og niður,“ sagði garðhrífan. „Og við skulum grafa undir tærnar á honum og búa til hol- ur, sem hann dettur í,“ sögðu skóflan og kvíslin. „Hann verð- skuldar refsingu. Vatnskarna, það er hellirigning núna, svo að þú þarft ekki annað en að stinga þér út um gluggann, þá verður þú full af vatnsdropunum — og þá ert þú tilbúin að taka móti Friðrik!“ „Tilbúin að taka móti Friðrik!“ sungu öll áhöldin í kór. Petta sama kvöld var Friðrik svo óþægur og heimtufrekur, að hann fékk engan kvöldverð. Hann heimtaði það, sem ekki var til, sagði að hitt væri óæti og hafði alt á hornum sér. Friðrik var því sannarlega svangur. Skömmu eftir að hann var háttaður, ákvað hann svo að læðast út, klifra yfir garð- 157

x

Harpan

undertitel:
barna- og unglingablað
Værktype:
Samling:
Gegnir:
ISSN:
2298-2868
Sprog:
Årgange:
1
Eksemplarer:
5
Udgivet:
1937-1937
Tilgængelig indtil :
1937
Udgivelsessted:
Redaktør:
Marteinn Magnússon (1937-1937)
Nøgleord:
Beskrivelse:
barna- og unglingablað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Harpan
https://timarit.is/publication/916

Link to this issue: 9-12. tölublað (01.12.1937)
https://timarit.is/issue/357682

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

9-12. tölublað (01.12.1937)

Actions: