Harpan - 01.12.1937, Page 49

Harpan - 01.12.1937, Page 49
H A R Við erum hvítar. Við erum harðar. Við hjálpum þér að tyggja fæð- una. Hvað erum við? Mál og myndir I. Barn teiknar t. d. stórt hús. Annað barn teiknar borð. Hið þriðja skál. Fjórða kött. Fimmta dreng eða stúlku o. s. frv. Börnin koma svo framl í röð, hvert með sína mynd, sýnir hana og segir, hvað hún á að tákna. Fyrsta barn: Hér er húsið, sem Hans byggði. Annað barn: Og hér er borðið, sem var í húsinu, sem Hans byggði. Þriðja barn: Og hér er skálin, sem stóð á borðinu, sem var í húsinu, sem Hans byggði. Fjórða barn: Og hér er köttur- inn, er lapti mjólkina, sem var í skálinni, er stóð á borðinu í húsinu, sem Hans byggði. Fimmta barn: Og hér er drengur- inn (stúlkan), sem rak burtu köttinn, er lapti mjólkina, sem var í skálinni, er var á borðinu í húsinu, sem Hans byggði. II. Verkefni. 1. Lesið t. d. söguna um Hans og Grétu. 2. Teiknið hvert sína mynd af ein- P A N hverju, sem er í sögunni, eða gerist í sögunni, t. d. a. Teiknið Hans og Grétu, er þau ganga út í skóginn. b. Körfuna, sem Hans og Gréta höfðu með sér. c. Hús galdranornarinnar. d. Galdranornina sjálfa o. s. frv. 3. Safnið síðan myn dunum sam- an og tölusetjið þær í réttri röð eftir sögunni. 4. Gangið síðan fram{ í réttri röð; hvert með sína mynd, og seg- ið um hana allt, sem þið getið. 6. Lesið sögur og farið með þær á sama hátt. Mikill í orði — lítill á borði. Palli: Aldrei fyr hefi ég farið svona langt inn í skóginn. Getur það ekki verið hættulegt? Pétur: Ha — hættulegt? Pú ert þá hreinasti vesalingur. Palli: Ég hefi heyrt, að birnir væru inni í skóginum. Pétur: Birnir? Sagðirðu það? Uss, það er bara vitleysa. Hér eru engir birnir. — Nú, og svo myndi ég ráða við þá. Heldurðu kennske að ég sé hræddur við þá? Palli: Nei,; þú ert svo stór og sterkur — en ég . . . Pétur: Já, þú ert soddan vesa- lingur. En þú þarft ekkert að ótt- ast meðan ég er með þér. Eg skal hjálpa þér. — Ekki svo að 175

x

Harpan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Harpan
https://timarit.is/publication/916

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.