Fréttablaðið - 01.12.2012, Blaðsíða 8
1. desember 2012 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 8
Borgar milljónir
1NEW YORK Dominique Strauss-Kahn, fyrrverandi yfirmaður
Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, greiðir
hótelþernunni Nafissatou Diallo sex
milljónir dala, ríflega 750 milljónir
króna, fallist hún á sættir í dómsmáli
þeirra. Hún kærði hann fyrir til-
raun til að nauðga sér á hótel-
herbergi í New York á síðasta
ári. Þetta fullyrðir fréttastofan
AP, og segir að hann ætli
að fjármagna greiðsl-
una til helminga með
bankaláni og með
láni frá fyrrverandi
eiginkonu sinni.
Egyptar mótmæla
2EGYPTALAND Meira en hundrað þúsund manns tóku þátt í
mótmælum í Kaíró, höfuðborg
Egyptalands, í gær gegn Mohammed
Morsi forseta og stjórnarskrárfrum-
varpinu, sem stjórnlagaþing landsins
samþykkti í skyndingu á fimmtudag.
Frumvarpið verður væntanlega
borið undir þjóðaratkvæðagreiðslu,
líklega á næstu vikum. „Byltingin
er komin aftur,“ sagði Hamdeen
Sabbahi, einn af helstu
leiðtogum mótmælendahreyf-
ingarinnar. „Við stöndum
sameinuð gegn kúgunar-
stjórninni.“
Foreldralaust þorp
3KENÍA Í þorpinu Nyumbani í Kenía er ekkert fólk á miðjum
aldri, aðeins börn og öldungar. For-
eldrar allra barnanna í þorpinu létu
lífið fyrir nokkrum árum af völdum
alnæmis, en í dag er alþjóðlegi
alnæmisdagurinn. Í þorpinu búa nú
938 börn og 97 öldungar, sem eru
afar og ömmur barnanna, og hafa
tekið að sér að sjá um þau. Að sögn
UNAIDS, alnæmisáætlunar Sam-
einuðu þjóðanna, er talið að um 23,5
milljónir manna séu HIV-smitaðar í
löndum Afríku sunnan Sahara-eyði-
merkurinnar.
IÐNAÐUR Hlutfallslega fleiri bækur eru prent-
aðar utan landsteinanna þetta árið en í fyrra.
Af 675 titlum sem getið er í Bókatíðindum voru
426 prentaðir á Íslandi, eða ríflega 63%. Kína
ber höfuð og herðar yfir önnur lönd hvað varð-
ar prentstað íslenskra bóka erlendis en 104 titlar
voru prentaðir þar í landi eða 15,4%.
Það er Bókasamband Íslands sem gerði könnun á
prentstað íslenskra bóka sem getið er í Bókatíðind-
um Félags íslenskra bókaútgefenda 2012. Kemur
fram að fjöldi titla sem prentaðir eru innanlands
dregst saman um rúmlega fimm prósentustig
milli ára, en árið 2011 voru 68% bókatitla prentuð
innan lands. Heildarfjöldi prentaðra bókatitla er
675 í Bókatíðindum í ár en var 690 árið 2011.
Skoðað er hvert hlutfall prentunar innanlands
og erlendis sé eftir bókaflokkum. Þar kemur fram
að stór hluti barnabóka er prentaður erlendis en
það er ekki síst vegna þess að samprent er algengt
í útgáfu barnabóka þar sem prentað er sameigin-
lega fyrir mörg lönd. Af 210 barnabókum, íslensk-
um og þýddum, voru 78 prentaðar hérlendis og
132 erlendis.
Þegar kemur að skáldverkum, íslenskum og
þýddum, snúast hlutföllin við. Af 193 titlum er 171
prentaður á Íslandi, eða 89%. Aðeins 22 titlar eru
prentaðir erlendis, eða 11%.
Bækur prentaðar í Evrópu eru 134 en þær voru
115 í Asíulöndum, og að langstærstum hluta í
Kína. svavar@frettabladid.is
63%
íslenskra bóka eru
prentuð
á Íslandi
Ísland
426 titlar
63,1%
Finnland
22 titlar
3,2%
Slóvenía
49 titlar
7,3%
Pólland
36 titlar
5,3%
Kína
104 titlar
15,4%
Fjöldi titla %
Ísland 470 68,1
Kína 115 16,7
Finnland 37 5,4
PóllanD 15 2,2
Danmörk 12 1,7
Árið 2011 Skipting milli álfa 2012
H Ísland43,1%Evrópa19,9%
Asía
17,0%
PRENTSTAÐUR ÍSLENSKRA BÓKA ÁRIN 2011 OG 2012
Kínverjar prentuðu
104 íslenskar bækur
Nokkru fleiri bækur voru prentaðar erlendis þetta árið en í fyrra. Munar þar um
fimm prósentustigum. Kínverjar prentuðu 104 bækur en Íslendingar 426 titla.
HEIMURINN
1
2
3