Fréttablaðið - 01.12.2012, Síða 17

Fréttablaðið - 01.12.2012, Síða 17
1. desember 2012 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 16 PALESTÍNA „Við metum það mikils að Ísland hafi ekki aðeins viðurkennt Palestínuríki, og verið fyrsta Vest- ur-Evrópuríkið sem hafði hugrekki til þess, heldur hafi Ísland einnig verið meðflutningsríki að ályktun- inni hjá Sameinuðu þjóðunum. Þetta hefur verið dásamlegt að upplifa,“ segir palestínski stjórnmálamaður- inn Mustafa Barghouti, sem varði nokkrum dögum hér á landi meðan allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti með yfirgnæfandi meiri- hluta að veita Palestínuríki áheyrn- araðild. Á fimmtudaginn greiddi Ísland ályktuninni atkvæði sitt ásamt flestum ríkjum Vestur-Evrópu, þar á meðal Norðurlöndunum öllum. Alls greiddu 138 ríki ályktuninni atkvæði sitt, en aðeins níu voru á móti, þar á meðal Kanada og Tékk- land auk Ísraels og Bandaríkjanna. 41 ríki sat hjá. Barghouti segir það sérlega ánægjulegt að sum ríki, sem voru á móti ályktuninni, ákváðu samt að sitja hjá við atkvæðagreiðsluna. „Þetta gerðu til dæmis mikilvæg ríki eins og Þýskaland og Bret- land. En þetta sannar að andstaða þeirra gegn tillögu okkar átti ekki við rök að styðjast. Sérstaklega ekki hjá ríkjum sem segjast styðja tveggja ríkja lausnina, en greiða svo atkvæði gegn því að við fáum aðild að Sameinuðu þjóðunum. Eitt ríki vekur sérstaka athygli í þessu samhengi, en það er Tékkland, sem var eina Evrópuríkið sem greiddi atkvæði á móti. Ég reikna með að við þurfum nú að endurskoða ræki- lega tengsl okkar við þetta land, því þetta sannar að stefna þess er stefna Ísraels, en ekki evrópsk.“ Hefur mikla þýðingu Palestínumenn hafa haft áheyrnar- aðild að SÞ síðan 1974, en ekki sem sjálfstætt ríki fyrr en nú. Barghouti, sem bauð sig fram til forseta Palest- ínustjórnar árið 2005, segir þessa breytingu hafa mikla þýðingu fyrir Palestínumenn. „Þetta er miklu meira en bara formsatriði. Þetta þýðir að hið raun- verulega ástand í Palestínu, eins og Ísrael hefur mótað það, er ekki við- urkennt eða samþykkt af alþjóða- samfélaginu, og það á ekki síst við um athafnir landtökumanna. Þetta þýðir einnig að loksins, eftir 65 ára tafir, hefur alþjóðasam- félagið útvegað okkur fæðingarvott- orð Palestínuríkis. Með þessu er loks verið að efna landskiptingar- áætlunina frá 1947, þar sem Ísraelar fengu sitt ríki án þess þó að Palest- ínuríki fylgdi með. 65 ár er langur tími, en betra er seint en aldrei. Enn fremur þýðir þetta að við erum núna með staðfestingu þess að herteknu svæðin eru hertek- in – þetta er hernumið ríki – og að innlimunaraðgerðir Ísraels í Aust- ur-Jerúsalem og öðrum hlutum landsvæðis okkar eru ólöglegar með öllu.“ Stríðsglæpadómstóll „Við munum nú fara fram á aðild að fjórða Genfarsáttmálanum, sem Ísrael hefur neitað og huns- að síðan 1967. Við gætum kraf- ist þess að kallað yrði saman ráð fjórða Genfar sáttmálans, sem sér um framkvæmd hans, til að þvinga Ísraelsmenn til að taka hann upp. Við munum einnig vonandi kalla saman nefnd SÞ um afnám kyn- þáttamisréttis til að ræða aðskiln- aðarkerfið sem Ísrael hefur búið til. Við munum örugglega sækja um aðild að öllum stofnunum SÞ, átján talsins, þar á meðal Alþjóðlega sakadómstólnum, því við teljum að Ísrael hafi framið marga stríðs- glæpi og að við eigum rétt á því að leita til Alþjóðlega sakadómstólsins til að draga Ísrael til ábyrgðar.“ Einkennileg afstaða „Það einkennilegasta sem við höfum nokkru sinni heyrt er að sum lönd, eins og Bretland, kröfðust þess að við gæfum tryggingu fyrir því að við myndum ekki leita til Alþjóða- sakadómstólsins. Þetta þýðir tvennt. Fyrst og fremst staðfestir þetta að Ísrael hefur í reynd framið glæpi sem teljast til stríðsglæpa og glæpa gegn mannkyni. Sú staðreynd að þeir leggja svona mikla áherslu á að koma í veg fyrir að við leitum til dómstólsins er í sjálfu sér sönn- un þess að þessir glæpir hafa verið framdir. Hitt atriðið, sem er einkenni- legt, er að lönd eins og Bretland og sum önnur lönd, sem telja sig vera með besta réttarfar í heimi, og hlaupa á milli heimshorna til að elta uppi hvern glæpamanninn á fætur öðrum til að draga þá fyrir Alþjóðasakadómstólinn, þessi sömu ríki vilja ógilda virkni Alþjóðasaka- dómstólsins þegar um Ísrael er að ræða og vilja láta Ísrael standa fyrir ofan lög og rétt.“ Lokatilraun Er þá hægt að líta svo á að tveggja ríkja lausnin sé orðin að veruleika, þrátt fyrir að ástandið á herteknu svæðunum sé eins og það er? „Ef Ísrael heldur ótrautt áfram að stunda sín ólöglegu verk, eins og til dæmis athafnir landtökumanna, og heimsbyggðin grípur ekki tafarlaust til refsiaðgerða gegn þeim, þá geta þeir gert tveggja ríkja lausnina að engu, jafnvel þótt þessi ályktun hafi verið samþykkt. En það myndi ekki þýða að baráttu okkar væri lokið. Við viljum frelsi og við munum aldrei sætta okkur við að vera þræl- ar hernáms eða aðskilnaðarstefnu, og við munum öðlast frelsi, annað- hvort með tveggja ríkja lausninni eða í einu ríki með Ísraelsmönnum.“ Ríkishugmynd Netanjahús Barghouti segir að með atkvæða- greiðslunni á fimmtudag hafi Pal- estínumenn fengið nýja vonar- glætu, sem í raun er þó síðasta tækifærið til að verja tveggja ríkja lausnina og gera hana að veru- leika. Hann segir þó ekki lofa góðu að Benjamín Netanjahú, forsætis- ráðherra Ísraels, hafi í gær lýst því yfir að Ísraelar muni hafa þessa ályktun að engu. „Það þýðir að hann er að lýsa því yfir að ríkisstjórn hans eru á móti því að stofnað verði Palestínuríki. Sem er það sem við höfum allt- af sagt, að menn eigi ekki að láta Netanjahú blekkja sig. Hugmynd hans um Palestínuríki er ekkert annað en hugmynd um stórt fang- elsi, eða klasa af fangelsum, gettó- hverfum eða bantustan-svæðum. Sjálfstjórnar yfirvöld, sem eru undir hælnum á Ísraelsher, eiga svo að hafa umsjón með þessum svæðum, en allt á það að snúast um að öryggi Ísraels sé tryggt. Engin raunveru- leg sjálfsstjórn væri fyrir hendi og enginn möguleiki til að tryggja eigið öryggi eða verjast árásum her- námsliðsins. Þetta væri ekki hægt að kalla ríki.“ Ætla að draga Ísraela til ábyrgðar „Þetta er miklu meira en formsatriði,“ segir Mustafa Barghouti um áheyrnaraðild Palestínuríkis að allsherjarþingi SÞ. Nú munu Palestínu- menn sækja um aðild að stofnunum SÞ, þar á meðal stríðsglæpadómstólnum í Hollandi til að draga Ísrael til ábyrgðar fyrir glæpi. MUSTAFA BARGHOUTI „Betra seint en aldrei,“ segir hann um það að Pal- estínumenn hafi loks fengið alþjóðlega viðurkenningu á ríki sínu, 65 árum eftir að Sameinuðu þjóðirnar samþykktu að skipta landinu milli Ísraela og Palestínu- manna. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ➜ Atkvæðagreiðslan Palestínuríki Gasa Jerúsalem Vesturbakkinn Ísraelsríki stofnað Hernám Vestur- bakkans og Gasa Óslóarsamn- ingarnir Palestínuríki viðurkennt af SÞ Áætlun SÞ um skiptingu Palest- ínu í tvö ríki 1947 1948 1988 4 1 ríki sat hjá 138 ríki með 9 ríki á móti 1993 2012 Sjálfstæðisyfi r- lýsing Palestínu 1967 Styrkir til náms og rannsókna Orkurannsóknasjóður Landsvirkjunar styrkir náms- menn og rannsóknarverkefni á sviði umhverfis- og orkumála. Til úthlutunar 2013 eru 60 milljónir króna. Styrkir til efnilegra nemenda í meistara- eða doktorsnámi á sviði umhverfis- eða orkumála. Styrkir til rannsókna á sviði umhverfis- og orkumála, veittir til að mæta kostnaði vegna vinnu sérfræðinga, þátttöku meistara- og doktorsnema og öðrum útgjöldum. Umsækjendur þurfa að leggja fram lýsingu á rannsóknarverkefni sínu, og rökstuðning fyrir því að verkefnið tengist markmiðum sjóðsins. Umsóknareyðublöð og frekari upplýsingar eru á www.landsvirkjun.is. Umsóknum ásamt fylgi- gögnum má skila rafrænt á orkurannsoknasjodur@lv.is. Öllum umsóknum verður svarað og farið með þær sem trúnaðarmál. Umsóknarfrestur er til 7. janúar 2013. Guðsteinn Bjarnason gudsteinn@frettabladid.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.