Fréttablaðið - 01.12.2012, Side 19

Fréttablaðið - 01.12.2012, Side 19
1. desember 2012 LAUGARDAGURSKOÐUN GUNNAR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is og Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is DÆGURMÁL: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR Stjórnmálamenn og stjórn-málaskýrendur virðast á einu máli um að túlka yfir-burða sigur Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, fyrrum borgar- stjóra, í prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík sem ákall um breytingar. Það er án efa rétt ályktun. Hitt getur verið þyngri þraut að greina til hlítar hvers kyns breytinga megi vænta. Víst er að sjálfstæðismenn í Reykjavík vildu nýjan fulltrúa í leiðtogahóp flokksins. Stund- um er nóg að tefla fram nýjum nöfnum til að endurvekja traust. Ástæðulaust er að gera lítið úr slíkum breyt- i n g u m . E n úrslitin segja ekkert um hvort þátttakendur í prófkjörinu hafi ætlað sér eitt- hvað annað eða talið þörf á því. Málefnaleg áhrif eru því á huldu. Spurningunni hvort Sjálfstæð- isflokkurinn þrengist til hægri eða opnast nær miðjunni er ósvar- að. Þó að Hanna Birna Kristjáns- dóttir hafi ekki talað mikið um pólitísk stefnumál hefur hún sent skilaboð um pólitíska starfshætti. Boðskapur hennar í þeim efnum er: Samstarf og samvinna á breið- um grundvelli. Þetta fyrirheit er algjör and- stæða við vinnulag formanna rík- isstjórnarflokkanna sem frá upp- hafi hefur byggst á átökum. Þeir hafa hafnað öllum málamiðlunum í átt að miðjunni og því síður yfir hana til borgaralegra viðhorfa. Í reynd yfirgáfu þeir strax nor- ræna málamiðlunarlíkanið sem þeir kenndu sig við. Breytingar Ástæðan fyrir átakapólitík síðustu ára er ekki endilega sú að formenn ríkisstjórn- arflokkanna elski fremur stríð en frið. Skýringin er miklu frem- ur hin að þeir eru ekki fúsir til að miðla málum og taka tillit til ann- arra pólitískra viðhorfa en þeirra sem liggja lengst til vinstri, að Evrópumálinu fráskildu. Þeir líta svo á að þjóðin hafi falið þeim að knýja þau fram með góðu eða illu. Þegar nýr frambjóðandi í leið- togahópi Sjálfstæðisflokksins stendur andspænis því mikla verk- efni að gera samvinnustjórnmál að veruleika á vettvangi þjóðmál- anna snýst það um málamiðlanir sem lúta að grundvallar stefnu- málum ólíkra flokka. Ella eru orðin tóm. Þess vegna má vænta þess að á næstunni muni flokk- urinn gera grein fyrir því hvern- ig hann hyggst teikna upp sættir milli stríðandi afla. Viss hætta er á að samstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- flokks framlengi óbreyttar átaka- línur með öfugum formerkjum. Samvinnustjórnmál þýða breiðara samstarf sem næði að minnsta kosti annað hvort til VG eða Sam- fylkingarinnar. Fyrsta verkefnið gæti verið að sýna samvinnustjórnmál í verki innan Sjálfstæðisflokksins. Eins og sakir standa eru Evrópumálin eina ágreiningsefnið. Að vísu kalla fáir á að ákvörðun þar um verði tekin nú. En margir vilja halda þeim möguleika opnum þegar að því kemur að ákveða framtíðar gjaldmiðil; hugsanlega á miðju næsta kjörtímabili. Að því leyti er þetta prófraun fyrir nýjan frambjóðanda í leið- togahópnum að boðskapurinn um samvinnustjórnmál er líklegri til að hafa áhrif út á við hafi hann verið reyndur innanhúss fyrst. Eftir prófkjörið ættu sáttastjórn- mál að vera áhrifaríkari en áður. Þverstæðan er sú að fyrstu yfirlýs- ingar Hönnu Birnu Kristjánsdótt- ur benda ekki til að sáttapólitíkin eigi að ná til þessa máls. Nái hún ekki einu sinni til þess að halda Evrópumálunum opnum er rökrétt að ætla að fyrir liggi útfærð hugmynd um annan kost en evruna sem tryggi stöðugleika, samkeppnishæfni og sátt. Ella væri óráð að loka dyrum. Hvar byrjar samstarfspólitíkin? Stuðningsmenn Samfylkingar-innar hafa ekki talið rétt að tefla mörgu nýju fólki fram við næstu kosningar. Á hinn bóg- inn fer þar fram uppgjör milli þeirra sem vilja viðhalda þröngri stöðu lengst til vinstri og hinna sem telja rétt að opna flokkinn í átt að miðjunni. Þar gætu því orðið pólitískar breytingar án nýrra liðs- manna. Árni Páll Árnason, reyndur þingmaður og útskúfaður ráðherra vegna frjálslyndra viðhorfa, fer fyrir þeim sem telja rétt að flokk- urinn hverfi á ný að hefðbundinni jafnaðarstefnu. Greining hans í Silfri Egils um síðustu helgi á þeim efnahagslegu viðfangsefn- um sem glíma þarf við var ábyrgt framlag til stjórnmálaumræðunn- ar. Óhætt er að draga þá ályktun að hann hafi þar opnað fyrir sátta- pólitík. Það er eftirtektarvert nýmæli. Slái Sjálfstæðisflokkurinn hend- inni á móti þeirri opnun gæti Sam- fylkingin hins vegar einangrast vegna Evrópumálanna; nema hún fórni þeim. Neyðist hún til þess er sennilegra að það gerist gagnvart VG og Framsóknarflokknum en Sjálfstæðisflokknum. Líkurnar á slíkri stjórn eru tals- verðar. Þannig er enn hætta á að kosningarnar breyti málefnalega ekki öðru en að möguleikanum á nýrri mynt verði hafnað áður en hann kemur raunverulega upp. Hverju breyta kosningarnar? L ítið virðist enn fara fyrir þeim vönduðu vinnubrögðum sem þingheimur var sammála um að yrði að hafa við meðferð stjórnarskrárfrumvarpsins eftir þjóðaratkvæðið á dögunum. Öll skoðun málsins af hálfu þingsins er enn í skötulíki. Lögfræðingahópur, sem fenginn var til að fara yfir stjórnarskrárdrögin, gerði við þau margvíslegar athugasemdir. Hann ályktaði sömuleiðis að enn hefði ekkert heildstætt og skipulagt mat farið fram á áhrifum stjórnarskrártillagnanna í heild. Slíkt útheimti þverfaglega vinnu, sem hópnum hefði ekki verið falin. Beiðni meirihluta Alþingis um að Feneyjanefnd Evrópuráðsins skoði málið má telja skref í áttina að frumvarpið fái þá efnislegu rýni sem það á skilið. En það dugir ekki til. Með fullri virðingu fyrir þeim sem í nefndinni sitja, hafa þeir í fyrsta lagi fengið alltof skamman tíma til að bregðast við beiðninni og álit þeirra kemur í öðru lagi ekki í staðinn fyrir rýni fræði- manna sem hafa sérþekkingu á íslenzkri stjórnskipan. Nú hafa fagnefndir Alþingis óskað eftir umsögnum um einstaka hluta frumvarpsins. Tíminn sem sérfræðingum og hags- munaaðilum er gefinn til að skila þeim inn er fáránlega stuttur, miklu styttri en oft þegar um mun léttvægari mál er að ræða. Þannig má ekki umgangast veigamiklar breytingar á stjórnarskrá Íslands. Fréttablaðið ræddi á fimmtudag við þrjá fræðimenn, sem ekki er hægt að saka um að vera hluti hinna myrku afturhaldsafla eða sérlega andsnúnir núverandi stjórnvöldum. Þetta voru Gunnar Helgi Kristinsson, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands, Bryndís Hlöðversdóttir, lögfræðingur og rektor Háskólans á Bifröst, og Ágúst Þór Árnason, heimspekingur og formaður lagadeildar Háskólans á Akureyri. Þau eru öll afar gagnrýnin bæði á innihald stjórnarskrár- frumvarpsins og það ferli, sem Alþingi hefur sett það í. Gunnar Helgi átelur þannig að í frumvarpinu sé lagt upp með ein- hverja útgáfu af beinu lýðræði, sem hvergi sé til í heiminum. Róttækt fyrirkomulag þjóðaratkvæðagreiðslna eigi sér ekki hliðstæðu í neinu þingræðisríki. „En vilji fólk fara út í þá vegferð að finna og prófa sérviskulegasta stjórnkerfi sem hægt er að finna í heiminum þá væri kannski æskilegt að rannsaka það betur fyrst,“ segir Gunnar Helgi. Öll þrjú leggja áherzlu á að vegna þess að úttekt og rannsóknir skorti, sé í raun afar óljóst hvaða afleiðingar stjórnarskrárbreyting- arnar muni hafa. Ágúst Þór segir að að svo miklu leyti sem hægt sé að greina hina nýju stjórnskipan sé vandséð að hún verði til góðs. „Hugmyndir stjórnlagaráðs virðast ýta undir lýðhyggju, óskilvirkni og átakastjórnmál,“ segir hann. Bryndís bendir á að útilokað sé að frumvarpið fari óbreytt í gegnum þingið. Ótækt sé að afgreiða nýja stjórnarskrá í ágreiningi í stóru sem smáu. Þar stendur hins vegar hnífurinn í kúnni; meirihluti Alþingis virðist hafa tekið mark á órökstuddum yfirlýsingum sumra stjórnlagaráðsmanna um að varla megi hnika til orði í textanum. Alþingi verður að hlusta á rökstudda gagnrýni á frumvarp stjórn- lagaráðs, leita til þeirra sem mesta þekkingu hafa á íslenzkri stjórn- skipan og gefa sér til þess góðan tíma. Þegar um grundvallarlög landsins er að tefla leggja menn ekki upp í illa undirbúna óvissuferð. Verður hlustað á gagnrýni á stjórnarskrárdrögin? Illa undirbúin óvissuferð
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.