Fréttablaðið - 01.12.2012, Page 21

Fréttablaðið - 01.12.2012, Page 21
1. desember 2012 LAUGARDAGUR| SKOÐUN | 20 Ég vil þakka Teiti Guð- mundssyni lækni kær- lega fyrir mjög svo tíma- bæra grein í Fréttablaðinu 6. nóvember sl. Hún lýsir bæði framsýni og hug- rekki. Ég tek heils hugar undir það sem þar er sett fram. Hversu mikilvægt er ekki að nýta þekkingu, mannafla og annan auð í heilbrigðisþjónustu í nútíð og framtíð og gæta í því sambandi vel að vinnu- umhverfinu. Heilbrigt vinnuumhverfi er forsenda þess að heilbrigðisstarfsmenn geti sinnt störfum sínum af fagmennsku og lágmarkað um leið alla sóun. Gæði heilbrigðisþjónustu og vilji heil- brigðisstarfsmanna til góðra verka þar sem heill og öryggi sjúklinga er í fyrirrúmi ættu ekki að vera bund- in árferði. Í því er fagmennskan fólgin. Fagleg og sönn vinnubrögð eru nefnilega yfir pólitík og árferði hafin. Betri nýting Ég gæti ekki verið meira sammála varðandi aukna nýtingu tækninn- ar í heilbrigðisþjónustu. Frá því á 10. áratug síðustu aldar, þegar ég stundaði framhaldsnám í hjúkrun- arfræði við University of Iowa, hef ég leynt og ljóst leitað leiða til að efla áhuga kollega og ráðamanna á nýtingu tækninnar í heilbrigðis- þjónustu. Iowa-fylkið í Bandaríkj- unum og þar með talið University of Iowa, voru leiðandi í fjarheil- brigðisþjónustu og upplýsinga- tækni á þeim tíma og voru meðal frumkvöðla á því sviði í heiminum og kynnti ég mér það sérstaklega í mínu námi. Ég sá strax að þetta væri eitthvað sem við Íslendingar gætum svo vel nýtt okkur. Með hjálp tækninnar sjúk- dómsgreindu læknar sjúk- linga í öðrum landshlutum, sérfræðingar í hjúkrun á háskólasjúkrahúsinu veittu kollegum á hjúkrunar- heimilum ráðgjöf, heima- hjúkrun hringdi í lang- veika sjúklinga þar sem einnig var notuð gagnvirk myndavél og veitti þeim stuðning til að koma í veg fyrir innlagnir á sjúkra- hús, sálfræðingar veittu meðferðir með fjarfundabúnaði og þverfagleg teymi á háskólasjúkra- húsinu funduðu með meðferðarað- ilum á strjálbýlli stöðum s.s. lækn- um, skólahjúkrunarfræðingum og sérkennurum um fjarfundabúnað. Í Iowa var talað um bætta þjón- ustu og betri nýtingu þekkingar, mannafla og fjármagns, svo ekki sé talað um aukin þægindi fyrir sjúklinga. Lítið breyst Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá tíma mínum í Iowa, en sorg- lega lítið hefur breyst í heilbrigð- isþjónustu á Íslandi hvað nýjungar og nýtingu tækninnar varðar. En vel má vera að nú séu runnir upp nýir tímar – allt hefur jú sinn rétta tíma. Ég vil að minnsta kosti trúa á bjartari framtíð fyrir heilbrigðis- þjónustu á Íslandi. Árið 2004 gerði ég mér ferð til þáverandi heilbrigðisráðherra og til þáverandi landlæknis til að kynna fyrir þeim niðurstöður rann- sókna af aukinni nýtingu tækninn- ar í heilbrigðisþjónustu og reynslu annarra s.s. Breta og Bandaríkja- manna. Afhenti ég þeim m.a. gögn sem ég hafði tekið saman um nýt- ingu tækninnar í heilbrigðisþjón- ustu og lagði til að hafist yrði handa um að koma á miðlægri símaþjónustu sem ég kýs að kalla fjarhjúkrun um síma. Þar væri eitt símanúmer fyrir alla þar sem veitt væri gagnreynd leiðsögn til lands- manna. Slík þjónusta hefur reynst vel hjá öðrum þjóðum þar sem hún kemur í veg fyrir dýrari þjónustu s.s. heimsóknir á bráðamóttökur, þar er leiðbeint um rétt viðbrögð og fólki beint á rétta staði, sem kemur sér vel fyrir heilbrigðiskerfið ekki síður en sjúklingana (sjá t.d. http:// www.nhsdirect.nhs.uk/). Tími tækifæranna Það er skemmst frá því að segja að mér var vel tekið og máli mínu sýndur áhugi en að öðru leyti held ég að ekkert hafi verið aðhafst. En árið 2004 var góðæri en nú árið 2012 er hart í ári, en slíku árferði fylgja alltaf tækifæri. Nú er að okkur þrengt og við þvinguð til að endurskoða og endurskilgreina margt í okkar lífi, þar með talið ferla og verklag í heilbrigðisþjón- ustu. Ég er sannfærð um að tími tækifæranna í heilbrigðisþjónustu er kominn, ekki síst í heilsugæslu. Tökum höndum saman; heilbrigðis- starfsmenn, ráðamenn og almenn- ingur, og stöndum vörð um það sem vel er gert og bætum það sem styrkja þarf. Fjölgum sérfræðing- um í hjúkrun, aukum þverfræðilega samvinnu og nýtum tæknina betur. Framtíð heilbrigðisþjónustu Hvernig ætli standi á því að sumir beita ofbeldi en aðrir ekki? Við þess- ari spurningu eru líklega mörg svör og sitt sýnist hverjum. Þegar Gummi litli fæddist þá átti hann margt ólært. Hann fædd- ist með margvíslega eig- inleika sem gerðu hann hæfan til að lifa, en umhverfið mótar einn- ig getu hans og viðhorf og hefur þannig áhrif á hvernig Gummi hegðar sér í framtíðinni. Hvernig lærir Gummi að hegða sér? Hvern- ig lærir hann hvað má og hvað má ekki gera? Hvernig lærir Gummi að bar- smíðar og svívirðingar eru hegð- un sem er eðlileg eða hegðun sem er óeðlileg? Kenningin um félagslegt nám leggur áherslu á að atferli og hegðun fólks mótist af áreitum í umhverfinu og því hvernig við- brögð hegðunin fær. Hér eru það fyrirmyndir á heimilum, í vina- hópnum, úr sjónvarpinu, bíómynd- um, fjölmiðlum og á internet- inu sem skipa stóran sess. Þetta þýðir að ef Gummi litli horfir á og upplifir að foreldri hans lemur t.d. hitt foreldrið eða hann sjálfan vegna einhverra orða eða hegðun- ar þá eru líkur til þess að Gummi læri hegðunina og beiti henni sjálfur síðar. Hann getur sem sé lært að leysa vandamál í sam- skiptum með ofbeldi, líkamlegu eða andlegu. Hann getur lært að ná sínu fram með ofbeldi. Áhyggjuefni Það er áhyggjuefni ef fyrirmynd- ir barna og unglinga eru ofbeld- ishetjur úr fjölmiðlum, bíómynd- um og af internetinu. Enn verra er þó ef fyrirmyndir ofbeldisins eru í nærumhverfi barnanna, á heimilinu eða í vinahópnum. Ef framtíðin leiðir í ljós að Gummi, sem ólst upp við ofbeldi, er sjálfur ofbeld- ishneigður eru honum þó sem betur fer nokkrir vegir færir. Hann getur lært að stjórna hegðun sinni, beina neikvæðum tilfinn- ingum og mótlæti í jákvæðan far- veg. Tileinka sér jákvæðari skýr- ingarstíl og nota orð – tala – í stað þess að lemja. Það getur verið erfitt að venja sig á nýja hegðun ef það að nota hnefann er vana- bundin hegðun við geðshrær- ingu. En það er hægt að venja sig á nýja hugsun og nýja hegðun. Það er hægt að telja upp að hundrað og ákveða svo hvernig bregðast skuli við. Ekki gefa röng skilaboð Við uppeldi á börnum skipt- ir miklu máli að ofbeldishegð- un njóti ekki jákvæðrar athygli, þannig að barn upplifi að hegð- unin sé rétt. T.d. þegar krakkar lenda í slagsmálum þá má uppal- andinn ekki segja: Þú ert sko karl í krapinu að ná þér niður á þessu fífli! Það er mikilvægt að gefa ekki röng skilaboð, styrkja ekki ofbeldishegðun eða ofbeldistal og byrja snemma að beita leiðandi uppeldisháttum þar sem hvatning og jákvæð styrking skipta miklu máli. Gott uppeldi getur stuðlað að bættum samskiptum og fækkun ofbeldisverka. Ofbeldi er lærð hegðun. Er ofbeldi lærð hegðun? HEILBRIGÐISMÁL Helga Bragadóttir dósent og varadeild- arforseti Hjúkrunar- fræðideildar HÍ ➜ Ég vil að minnsta kosti trúa á bjartari framtíð fyrir heilbrigðisþjónustu á Íslandi. KYNBUNDIÐ OFBELDI Una María Óskarsdóttir forseti Kvenfélaga- sambands Íslands, BA-próf í uppeldis- og menntunar- fræðum og MA-próf í lýðheilsuvísindum ➜ Það er áhyggjuefni ef fyrirmyndir barna og unglinga eru ofbeldishetjur úr fjöl- miðlum, bíómyndum og af internetinu. Íslendingar eru nýjungagjarnir og forvitnir. Sú tilhneiging að vilja prófa eitthvað nýtt er algeng hér á landi.“ Auknar kannabisreykingar fullorðinna út- skýrðar af Helga Gunnlaugssyni, prófessor í afb rotafræði. „Sumir viðskiptavinir kaup- hallarinnar virðast alltaf jafn hissa þegar bent er á augljósa hluti.“ Þrátt fyrir að allt hafi farið á hliðina vegna viðtals hennar við Bloomberg sagðist Sigríður Ingibjörg Ingadóttir ekki hafa sagt neitt um stöðu Íbúðalánasjóðs sem ekki allir vissu. UMMÆLI VIKUNNAR ÞÚ GETUR GERT KRAFTAVERK Í DAG Með hreinu vatni g efur þú betri heilsu, menntun og bjarta framtíð. Þú getur hjálpað núna með því að greiða valgreiðslu í heimabanka Einnig: frjálst framlag á framlag.is gjafabréf á gjofsemgefur.is 907 2003 styrktarnúmer (2.500 kr.) söfnunarreikningur: 0334-26-50886, kt. 450670-0499 GEFÐU GJÖF SEM SKIPTIR MÁLI PI PA R\ TB W A - SÍ A - 12 32 39 ORÐ VIKUNNAR 24.11.2012 ➜ 30.11.2012 „Allsherjarþingið er í dag beðið um að gefa út fæðing- arvottorð Palestínu.“ Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, áður en allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna sam- þykkti áheyrnaraðild Palestínu.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.