Fréttablaðið - 01.12.2012, Page 37

Fréttablaðið - 01.12.2012, Page 37
1. desember 2012 LAUGARDAGUR| HELGIN | 36 Hlakka til að deila út fatapökkum Steinunn Björgvinsdóttir, oftast kölluð Steina, starfar sem barnaverndar- fulltrúi hjá UNICEF í Zaatari-flóttamannabúðunum nyrst í Jórdaníu. Þar hefur veturinn nú gengið í garð með tilheyrandi næturfrosti. AÐEINS AÐ SKOLA SANDINN AF Í Zaatari-flóttamannabúðunum búa nú í kringum tuttugu og fimm þúsund manns, yfir helmingurinn börn yngri en átján ára. Flestir íbúarnir búa í tjöld-um og það segir sig sjálft að þegar hitinn er kom-inn niður fyrir frost-mark á nóttunni er kalt að sofa bara með teppi,“ segir Steinunn Björgvinsdóttir, barnaverndarfulltrúi hjá UNICEF, um vetrarkuldann sem farinn er að segja til sín í Zaatari-flótta- mannabúðunum við landamæri Sýrlands og Jórdaníu og búast má við að vari fram í mars. Hún segir UNICEF þess vegna hafa útvegað yfir þrjú þúsund fatapakka fyrir ungbörn. Pakkarnir innihalda allt sem þarf til að halda á þeim hita yfir veturinn, föt til skipt- anna, hlýja sokka og húfur, teppi og burðarrúm fyrir þau yngstu. „Við munum byrja að deila þess- um pökkum út í næstu viku og ég hlakka mikið til. Það er erfitt að horfa upp á lítil börn sem eiga bágt, og foreldrarnir geta lítið gert til að útvega það sem þarf.“ Skólinn kominn í hús Fyrir nokkrum dögum komu gámahús á flóttamannasvæðið við landamærin, sem hluti af íbúunum getur flutt inn í á næstunni, að sögn Stein- unnar. Önnur góð frétt er að fyrir viku gat skólinn, sem starfræktur hefur verið á svæðinu í einn mánuð, flutt úr tjöldum inn í hús sem Barein, lítið ríki við Persaflóann, gaf jórdönskum yfirvöld- um. „Að komast í hús er bylting fyrir þau tæp- lega fjögur þúsund börn á aldrinum sex til sex- tán ára sem ganga þarna í skóla á hverjum einasta degi,“ segir hún. Steinunn stýrir sjö manna teymi og fer reglulega í flótta- mannabúðirnar til að fylgjast með ástandinu. „Það sem ég og mitt fólk gerum er að þjálfa þá sem vinna með börnunum,“ lýsir hún. „UNICEF á Íslandi hefur safnað framlögum til aðgerða UNICEF í Sýrlandi og nágrannaríkjunum með sérstakri neyðarsöfnun sem enn er í gangi. Framlög heimsfor- eldra á Íslandi hafa líka runnið til verkefnisins. Okkar hlutverk hér úti er að sjá til þess að þeir sem vinna með börnunum hafi feng- ið þá þjálfun sem þeir þurfa á að halda og að veita þeim hjálp. Það getur verið í gegnum félags- aðstoð, sálfræðiaðstoð eða í skól- unum sem við rekum. En ég sit ekki sjálf á hverjum degi inni í tjaldi með börnunum. Þó get ég aðeins talað arabísku og hef því möguleika á að hafa einföld sam- skipti við þau.“ Með eigin smárekstur Steinunn segir að frá því að flótta- mannabúðirnar voru opnaðar í lok júlí síðastliðnum hafi yfir 60 þúsund flóttamenn farið þar í gegn. Sumir hafi farið áfram inn í Jórdaníu og sest að í borgum og bæjum í norðanverðu landinu, aðrir hafi snúið til baka til Sýr- lands. „En fjöldinn í flóttamanna- búðunum hefur haldist í kringum 25 þúsund í nokkuð langan tíma og yfir helmingur þess hóps eru börn yngri en 18 ára,“ upplýsir hún. Hvernig skyldi svo lífið vera í flóttamannabúðunum og hvað er fólk að sýsla? „UNICEF hefur reynt að virkja fólk og skapa störf í búðunum. Samtökin hafa ráðið fólk til að sjá um alla sorphirðu og þrif og viðhald á hreinlætis- aðstöðu. Þau hafa líka ráðið kring- um sextíu sýrlenska kennara við skólana ásamt því að hafa sjálf- boðaliða á öllum barnvænu svæð- unum sem komið hefur verið upp. Sameinuðu þjóðirnar sjá um allan mat og ráða fólk til vinnu við að elda og deila út matarpökkum. Það er líka yndislegt að sjá að fólk er sjálft að opna eigin smá- rekstur. Það er að búa til mat úr kjúklingabaunum, selja notuð föt, ávexti og grænmeti og sumir eru komnir með saumavélar og taka að sér fatasaum og viðgerðir.“ En hafa þá aðrir íbúar peninga til að borga fyrir eitthvað? „Já, fólk- ið hefur reynt að grípa með sér það sem það gat þegar það lagði á flótta, þó það fé dugi auðvitað ekki um eilífð.“ Alvöru jól Steinunn er fædd og uppalin í hinum friðsæla bæ Stykkis- hólmi en hleypti heimdraganum snemma. „Ég fór ung að heiman til að mennta mig og hef ekki átt heima fyrir vestan síðan ég var 18 ára,“ segir Steinunn, sem nam alþjóðlega félagsráðgjöf í Dan- mörku og tók meistaragráðu í þróunarfræði frá háskólanum í Manchester. Síðan hefur hún sér- hæft sig í sálfélagslegum verkefn- um og búið í Amman í Jórdaníu frá árinu 2009, ásamt frönskum eiginmanni sínum. Hann starfar líka fyrir UNICEF, fyrir Svæðis- skrifstofu UNICEF fyrir Norður- Afríku og Mið-Austurlönd. Fyrir tæpum tveimur árum eignuðust þau son sem byrjaður er í leik- skóla og unir hag sínum vel. Hvar ætlar svo þessi litla fjölskylda að halda heilög jól? „Við ætlum að koma heim til Íslands og það verður voða gaman. Alvöru jól með hangikjöti og öllu.“ ÞAÐ ER LEIKUR AÐ LÆRA Mikil gleði fylgdi því að fá nýtt skólahús í flóttamannabúðirnar, það var gjöf frá smáríkinu Barein. AÐ STÖRFUM Steinunn Björgvinsdóttir hefur starfað fyrir UNICEF frá því í apríl í vor, áður var hún hjá frjálsum félagasamtökum sem heita Terre des hommes. Dagur rauða nefsins verður haldinn hátíðlegur næsta föstu- dag, 7. desember. Meginmarkmiðið er að gleðja landsmenn og bjóða fólki á Íslandi að gerast heimsforeldrar UNICEF. Mánaðarleg framlög heimsforeldra renna til lífsnauðsynlegra verkefna UNICEF í þágu barna um allan heim. Framlögunum er ráðstafað eftir því hvar þörfin er mest hverju sinni og hafa meðal annars runnið til neyðaraðgerða UNICEF í Sýrlandi, Jórdaníu og nágrannaríkjunum. Dagur rauða nefsins Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.