Fréttablaðið - 01.12.2012, Page 56

Fréttablaðið - 01.12.2012, Page 56
1. desember 2012 LAUGARDAGUR| HELGIN | 56 Grettissöguflandrið hefst í Við-vík þar sem Þorbjörn öngull, banamaður Grettis, bjó. Ekki má þó gera minna úr hlut Þur-íðar, fóstru öngulsins, en það voru vélráð hennar sem réðu úrslitum í viðureign Skagfirðinga við Gretti. Í Viðvík býr nú Kári Ottósson og Guð- ríður Magnúsdóttir kona hans. Kári var óvopnaður þegar blaðamann bar að garði en þá hafði bóndinn nýlokið heyönnum. Hann var ekki lengi að taka við sér þegar blaðamaður spurði hvort Grettis saga væri ábúendum í Viðvík hugleikin. Seiðkonan hefur áhrif enn „Það er varla annað hægt,“ segir Kári og snýr sér til norðurs. „Sérðu þúfuna þarna?“ Blaðamaður játar því. „Það sést nú kannski ekki vel héðan en þarna undir er Kirkju- steinn. Þar undir liggur fóstran Þuríður.“ Þeir ganga í átt að steininum. Þuríður þessi var seiðkona og er skemmst frá því að segja að fjölkynngi hennar beit betur en vopn allra Skagfirðinga þegar kom að atlögunni að Gretti. Hún lagði álög vond á rekavið nokkurn og lét hann svo reka að Drangey þar sem þræll Grettis tók við honum. Þegar Grettir ætlaði að höggva viðinn rann saxið af skaftinu svo garpur- inn hjó óvart í læri sér. Komst sullur mikill í sárið svo hann var orðinn helsár þegar Þorbjörn öngull loks leitaði lags og sótti að honum liggjandi á fleti sínu. „Ég veit ekki hvort hægt sé að segja að hún sé enn að,“ segir Kári þegar komið er að Kerlingarsteini. „En hitt veit ég að það fer alltaf að rigna þegar það er slegið hér á blettinum, það bregst ekki. En að öðru leyti hefur hún hægt um sig,“ segir bóndinn og brosir við. Á ofanverðri 19. öld dvaldi í Viðvík ungur maður, Rögnvaldur Jónsson, síðar ábúandi á Þröm. Sagt er að hann hafi séð til konu nokkurrar sem vísast var ekki af þessum heimi og var það mál manna að þar hafi Þuríður verið á ferli. Þar sem öngullinn geymdi Grettishaus En hún er ekki sú eina sem á jarðneskar leifar sínar í túninu við Viðvík því hausinn á Gretti hafði þar viðkomu. Þannig er mál með vexti að Þorbjörn öngull hugðist fá fé fyrir vígið og í þeim tilgangi ætlaði hann að mæta með hausinn á þing. Grettisbúr var sá staður nefndur er höfuðið var geymt svo blaðamaður spyr, meðan rölt er að tóftum gamla fjárhússins, hvort vitað sé hvar þetta var. „Mér skilst að Grettisbúr hafi verið við fjárhúsin gömlu hér í Viðvík og þau voru í þessum tóftum hérna,“ segir hann og stígur fæti á tóftir fyrir norðan kirkjuna. „Ætli Grettisbúr hafi bara ekki verið hér,“ segir Kári þegar hann hefur fundið álit- legan stað í tóftunum. Konur eru sterkari en karlar Viðvík hefur yfir fleiri sögufrægum ábú- endum að státa en þar bjó Þorgils skarði Böðvarsson eins og sagt er frá í Sturl- ungu. Var hann gleðimaður mikill svo sam- kvæmis lífið var með miklum ágætum í þá tíð. En fleiri gleðimenn koma við sögu á flandrinu því blaðamaður lagði lykkju á leið sína út á Reykjaströnd og kom við á Glaumbæ. Þar bjó Glaumur á sínum tíma og hafði Grettir Ásmundarson svo gaman af þeim fýr að hann tók karlinn með sér til Drangeyjar. Eftir víg Grettis gerðist hins vegar gamanið grátt hjá Glaumi og þótti Þorbirni öngli hann svo leiðinlegur að hann drap hann til að losna við vælið í honum. Loks er komið að Reykjum en þar er gott að bregða sér í sjósund vilji maður upp- lifa Grettlu en Grettir kom þar að landi þegar hann synti frá Drangey. Er hann lá nakinn í lautu eftir sundið kom þar að grið- kona nokkur og gerði að gamni sínu þegar hún sá hvað hann var lítt vaxinn niður. Nú er hins vegar vel látið að sundgestum á Reykjum. Þegar blaðamaður fékk sér kaffi hjá Erlu Guðmundsdóttur sem stóð vaktina við Grettislaug horfði hún út í Drangey og segir stolt: „Þarna höfum við sönnun þess að karlar eru veikbyggðari en konur.“ „Nú?“ spyr blaðamaður og svelgist á kaffinu. „Jú, þarna stendur kerlingin enn,“ segir hún og bendir á drangann sem stendur skammt frá Drangey. „Þarna var karlinn líka en hann hrundi í hafið í jarðskjálfta miklum árið 1755. En konan stendur þarna enn eins og sjá má.“ Það var ekki annað að gera fyrir blaðamann en kyngja því. Breiðu spjótin tíðkast ekki á Bjargi Ekki dugir á Grettissöguflandri að vafra aðeins um vígaslóðir. Rétt er að koma við á Bjargi í Miðfirði þar sem Grettir bjó. Þegar blaðamaður kemur að Bjargi ber hann að dyrum en enginn opnar. Fer hann þá að litast um og sér til Karls Sigurgeirssonar sem er að færa heyrúllurnar að fjárhús- unum. Fljótlega er farið að ræða um Gretti svo blaðamaður spyr hvort bændur á Bjargi séu betri vinnumenn en Grettir forðum. Karl kemur strax sínum manni til varnar. „Grettir var nú ekkert slæmur vinnumaður,“ svo kemur á hann hik. „Ja, reyndar fór hann illa með gásirnar, hann sneri þær úr háls- liðnum enda þótti honum það löðurmannlegt verk að gæta gása. Jú, og reyndar teljast það ekki góð bústörf að flá hesta en það má ekki gleyma því að þegar Grettir tók við sér var hann manna duglegastur. Eins og í sjóferð- inni til Noregs þegar hann loksins fékkst til að hætta að skjalla skipstjórafrúna í sökkv- andi skipi og tók til við að ausa bátinn, þá jós hann á við átta manns og þurrkaði bátinn upp. Þetta leika nú ekki allir vinnumenn eftir.“ Hausinn í eldhúsglugganum Blaðamaður spyr um Axel, bróður Karls, sem býr að Bjargi en Karl býr á Hvamms- tanga þó þeir bræður reki búið saman. „Hann er heima,“ segir hann. „Kom hann ekki til dyra? Þá hefur hann ekki heyrt í þér. Opnaðu þá bara og farðu inn.“ Ekki leist blaðamanni á þetta en lætur sig hafa það og gengur inn í bæinn. Hann er kominn inn á gang þegar hann minnist þess að líklegast sé ráðlegast fyrir bóndann að koma ekki til dyra á Bjargi því þess er skemmst að minnast að Atli, bróðir Grettis, fór eitt sinn til dyra til þess eins að fá spjót í gegnum sig miðjan. Bar hann sig vel þrátt fyrir áfallið og sagði: „Tíðkast nú hin breiðu spjótin,“ en féll niður dauður að svo sögðu. Axel var hins vegar óvopnaður þegar hann kom fram á gang. Blaðamaður gerir grein fyrir erindi sínu og segir að Karl hafi sagt sér eitt og annað um staðhætti. „Komdu og fáðu þér kaffi,“ segir Axel og blaðamaður eltir hann inn í eldhús. „Sagði Kalli þér frá þessu?“ spyr hann og lítur út um eldhús- gluggann en þaðan blasir við steinn nokkur á túninu. „Þarna er Grettisþúfa,“ segir Axel og réttir blaðamanni kaffibollann. „Er hausinn þarna undir?“ spyr blaðamaður eins og barn- ið. „Yes,“ svarar Axel með dularfullum svip. „Þetta var níðingsverk“ Grettir er greinilega ljóslifandi í huga bónd- ans á Bjargi því ekki er hann fyrr sestur en hann fer að ræða málefni Grettis af miklum þunga. „Þeir ráðlögðu Þorbirni að fara ekki með höfuðið á þing því hann myndi ekkert fá fyrir það.“ Svo horfir hann í augu blaða- manns og líklega hafa svo leiftrandi augu ekki litið nokkurn mann frá því Glámur horfði í augun á Gretti forðum daga. „Enda var þetta níðingsverk,“ segir hann af miklum þunga. Svo fær Axel sér kaffisopa og lítur svo aftur á blaðamann en þá með stráka- legu brosi og bætir við: „Það verður að hafa gaman af þessu.“ Þegar blaðamaður hefur útskýrt flandur sitt segir bóndi: „Það er verst að ekki er búið á Þórhallsstöðum þar sem Grettir og Glámur áttust við.“ Þá er aftur hið ábúðarfulla augna ráð komið upp. „Það var hrikalegt,“ segir Axel og svo rekur hann orðaskipti og viðureign Grettis og Gláms af svo mikilli innlifun að það er engu líkara en glíman hafi farið fram deginum áður. Svo verður bóndinn meyr þegar talið berst að Ásdísi móður Grettis en hún hefur verið skáldum táknmynd um móðurást. Heimalningur gætir Grettis Þótt ábúandinn á Bjargi sé vinveittur komu- manni var blaðamanni veitt aðför við bæinn. Þegar hann ætlaði að fara að Grettisþúfu kom þar að heimalningur svartur mjög og hleypur að honum með litlu hornin sín og ægilegt jarm. Var honum heitt í hamsi og er ekki annað hægt en virða hann fyrir hug- rekkið en aflsmunir eru allnokkrir þegar lamb og fullvaxta Arnfirðingur eigast við. Þó nokkurt skáldaleyfi sé til siðs í Íslendinga- sögum væri fulllangt gengið að segja að Grettir hafi tekið sér bólfestu í heimalning þessum. Með hausinn af Gretti úti í garði Fæstir Íslendingar finna fyrir sérstöku návígi við fornsögurnar. Hjá mörgum ábúendum sögufrægra bóla hefur punkturinn hins vegar ekki enn verið settur aftan við sögurnar. Jón Sigurður Eyjólfsson flandraði um sögustaði Grettlu og kom meðal annars við á Bjargi þar sem Grettir Ásmundsson bjó. Ábúandinn þar gnístir tönnum þegar talið berst að vígi Grettis, því níðingsverki. GRETTISLAUG OG DRANGEY Gott er að ylja sér í Grettislaug. Í baksýn sést Drangey og staðfesting á því að konur eru sterkbyggðari en menn. KÁRI OTTÓSSON Kári í Viðvík þarf enn að búa við dynti Þuríðar seiðkonu. Hún er þó alls ekki jafn ódæl og hún var við Gretti forðum daga. AXEL SIGURGEIRSSON Á BJARGI Axel er hærður vel og heldur rauða litnum á sextugasta og fjórða aldursári. Það segir hann Grettisgenunum að þakka. ➜ Norðurland vestra 1 2 3 4 5 1 Viðvík 2 Glaumbær 3 Reykir 4 Drangey 5 Bjarg Jón Sigurður Eyjólfsson jse@frettabladid.is
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.