Fréttablaðið - 01.12.2012, Síða 58

Fréttablaðið - 01.12.2012, Síða 58
pípulagnir ehf. Framkvæmdastjóri: Jónas Þ. Þórisson Margt smátt, 4. tbl. 24. árg. 2O12 Ábyrgðarmaður: Bjarni Gíslason Prentvinnsla: Umbrot: PIPAR\TBWA Prentun: Ísafoldarprentsmiðja Fermingarbörnin og vatnið Undanfarin ár hafa fermingarbörn hér á landi safnað fyrir Hjálparstarf kirkjunnar. Þau hafa fengið fræðslu um verkefni Hjálparstarfsins og sérstaklega um það verkefni er söfnunin beinist að, en það er að safna fyrir brunnum í nokkrum löndum í Afríku. Hjálpar- starfið hefur bætt líf fjölda fólks með hreina vatninu sem kemur úr brunnunum sem byggðir hafa verið fyrir framlög frá Íslandi. Gestirnir og vatnið Fólk frá Malaví og fleiri löndum Afríku hefur komið og sagt fermingarbörnunum frá lífi sínu heima fyrir og þeirri breytingu til batnaðar sem orðið hefur vegna stuðnings frá Hjálparstarfinu. Þau hafa ferðast víða um landið til að hitta fermingarbörn og eitt sinn er þau keyrðu um Suðurland höfðu þau orð á því hve mikið vatn væri á Íslandi. Allsstaðar væru ár, lækir og vötn, fossar og hafið sjálft. Við tökum ekki mikið eftir þessu sem hér búum nema þegar vatnið flæðir yfir bakka og vegi. En hreint vatn er stór hluti af lífsgæðum okkar hér. Það sama á ekki við í þeim löndum sem Hjálparstarfið hefur veitt liðsinni. Það litla vatn sem er á yfirboðinu er mengað og ódrykkjarhæft. Þar sem brunnar eru settir bætir það líf og heilsu allra sem þangað sækja og breytir daglegu lífi fólksins til muna. Ekki bara heilsufari þeirra heldur léttir það þeim lífið. Stúlkur eru gjarnan þær sem ná í vatnið og bera það langa leið. Vatnið óhreina og heilsuspillandi. Þegar hægt er að ná í hreint vatn í brunn gefst meiri tími til annarra verka. Margar stúlkur fá þannig tíma til að mennta sig og stórbæta þar með möguleika sína til betra lífs. Valgreiðslurnar og vatnið Nú hafa landsmenn fegnið valgreiðslur sendar í heima- bankann sinn og 65–80 ára einnig greiðsluseðil á pappír. Upphæðin er 2.500 krónur, en sú upphæð dugar til að gefa allt að 7 manns hreint vatn til frambúðar. Hjálparstarf kirkjunnar kemur fénu örugglega til þeirra sem það eiga að fá og nýta. Gjöf til Hjálpar- starfsins er því besta jólagjöf sem hægt er að gefa. Það er hollt að muna eftir náunga sínum, hvort sem hann býr í næsta húsi eða í öðru landi. Það er eitt af því sem við viljum að börnin okkar meðtaki í uppeldinu. Gjöf til Hjálparstarfsins á aðventunni hjálpar okkur að muna eftir því og kenna börnunum að sælla er að gefa en þiggja. Framlag okkar Íslendinga til Hjálparstarfs kirkjunnar skiptir bræður okkar og systur í vatnslitlum löndum miklu máli sem og þau öll er njóta gjafanna hér á landi. Sameinumst, hjálpum þeim. Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands Fermingarbörn víða um land bönkuðu upp á hjá landsmönnum í byrjun nóvember og söfnuðu fyrir vatnsverkefni Hjálparstarfsins í Afríku. Þau höfðu fengið fræðslu um vatnsskort í Afríku og hvernig verkefni Hjálparstarfsins bæta aðstæður með brunnum, vatnstönkum og vatnsþróm. Mörg þeirra höfðu líka hitt Innocent og Doniu, ungt fólk frá Malaví sem sagði frá lífi sínu og aðstæðum. Þetta var í 14. sinn sem söfnunin fór fram og gekk mjög vel, 7,3 milljónir króna söfnuðust. Hjálparstarf kirkjunnar þakkar fermingarbörnum fyrir dugnað og elju og öllum sem þátt tóku í söfnuninni. Framlagið mun nýtast til að bæta lífsafkomu þeirra sem taka þátt í verkefnum Hjálparstarfsins í Malaví, Eþíópíu og Úganda. Undirstaða lífs Fermingarbörn söfnuðu 7,3 milljónum króna 2 – Margt smátt ... Fermingarbörn í Neskirkju. Frá biskupsvígslu í Hallgrímskirkju. Mynd: Gunnar Vigfússon.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.