Fréttablaðið - 01.12.2012, Side 77
| ATVINNA |
Sérfræðingur í verðbréfamiðlun
H.F. Verðbréf er íslenskt verðbréfafyrirtæki sem starfar á grundvelli starfsleyfis frá FME í samræmi við lög um fjármálafyrirtæki. Félagið, sem er að stórum hluta
í eigu starfsmanna, var stofnað árið 2003 og er aðili að NASDAQ OMX kauphöllinni í Reykjavík. Þjónusta félagsins tvíþætt. Í fyrirtækjaráðgjöf veita sérfræðingar
félagsins m.a. ráðgjöf við kaup, sölu og samruna fyrirtækja, fjárhagslega endurskipulagningu og fjármögnun. Hjá markaðsviðskiptum þjónustar félagið fagfjárfesta
á sviði verðbréfamiðlunar, útgáfu skuldabréfa ofl. Þá var H.F. Verðbréf brautryðjandi á svið beins markaðsaðgangs (DMA) á Íslandi árið 2006.
Hjá félaginu starfar þéttur hópur sérfræðinga með ólíkan bakgrunn og reynslu af innlendum fjármálamarkaði. Kjörorð félagsins eru: Heilindi. Fagmennska.
Nánari upplýsingar um félagið, verkefni og viðskiptavini er að finna á heimasíðunni, www.hfv.is
H.F. Verðbréf óska eftir því að ráða metnaðarfullan sérfræðing í verðbréfamiðlun. Um er að ræða krefjandi, ábyrgðarfullt og spennandi starf fyrir réttan aðila sem hefur
framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum og brennandi áhuga fjármálamörkuðum.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Fullum trúnaði heitið.
Nánari upplýsingar veitir Andri Guðmundsson, framkvæmdastjóri.
Umsækjendur sendi starfsumsókn og ferilskrá á netfangið andri@hfv.is. Umsóknarfrestur er til og með 10. desember.
Starfssvið
» Miðlun skuldabréfa og hlutabréfa
» Greining viðskiptatækifæra á markaði
» Kynningar til fjárfesta og öflun viðskiptavina
Hæfniskröfur
» Háskólapróf í viðskiptafræði, hagfræði, verkfræði eða sambærileg menntun
» Próf í verðbréfaviðskiptum æskilegt
» Frumkvæði og sjálfstæði í starfi
» Skipulögð og vönduð vinnubrögð
» Reynsla af fjármálamarkaði æskileg
Ím
yn
d
u
n
ar
af
l /
H
FV
/
V
M
1
21
1
landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn
Sérfræðingur
í Reikningshaldi
Laust er til umsóknar starf sérfræðings í Reikningshaldi Landsbankans. Reikningshald
sér um alla fjárhagslega upplýsingagjöf, svo sem gerð árs- og árshlutareikninga og
framsetningu á öðrum tölulegum gögnum.
Helstu verkefni
» Uppgjör og greiningarvinna
» Gerð ársreikninga samkvæmt kröfum
alþjóðlegra reikningsskilastaðla
» Önnur tilfallandi störf tengd
uppgjörum og greiningarvinnu
Menntunar- og hæfniskröfur
» Háskólamenntun í viðskiptafræði eða
sambærilegu námi
» Þekking og reynsla af vinnu við uppgjör
» Góð kunnátta í Excel
» Þekking á alþjóðlegum reiknings-
skilastöðlum (IFRS) er kostur
» Reynsla af samstæðuuppgjörum æskileg
» Nákvæm, sjálfstæð og öguð vinnubrögð
» Góð samskiptahæfni
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar veita Bergþóra
Sigurðardóttir, Starfsþróunarstjóri
og Berglind Ingvarsdóttir hjá Mannauði
í síma 410 7900.
Umsókn merkt „Sérfræðingur í
Reikningshaldi“ fyllist út á vef bankans.
Umsóknarfrestur er til og með
10. desember nk.
L
A
N
D
S
B
A
N
K
I
N
N
, K
T
.
4
7
1
0
0
8
0
2
8
0
RÁÐGJÖF RÁÐNINGAR RANNSÓKNIR
Að gera betur í dag en í
gær er drifkraftur nýrra
hugsana og betri árangurs
Réttir starfsmenn í réttum
hlutverkum ræður mestu
um árangur fyrirtækja
Rannsóknir auka
þekkingu og gera
ákvarðanir markvissari
ráðgjöf ráðningar rannsóknir
Síðumúla 5
108 Reykjavík
Sími 511 1225
www.intellecta.is
LAUGARDAGUR 1. desember 2012 9