Fréttablaðið - 01.12.2012, Page 92
8 – Margt smátt ...
Þróunarsamvinna
Eþíópía
Malaví
Úganda
Indland
Neyðaraðstoð
Sómalía
Eþíópía
Malaví
Verkefni Hjálparstarfs kirkjunnar heima og erlendis
Lúterska
heimssambandið
Öll aðstoð, heima og erlendis, er veitt án tillits til
trúar, þjóðernis, stjórnmálaskoðana eða annars sem
ólíkt er með fólki. Hjálp til sjálfshjálpar, virkni,
valdefling, sjálfbærni, jafnrétti, mannréttindi – um
þetta snýst starfið á öllum vígstöðvum.
Í gegnum vatnsverkefni Hjálparstarfs kirkjunnar
í Afríku fær fólk sem áður hafði vatn af skornum
skammti og þar að auki oft óhreint vatn, aðgang að
hreinu vatni. Hreint vatn gerir kraftaverk, heilsan
verður miklu betri, möguleikar á að hafa búfé og
grænmetisgarða aukast og þannig verður fæða
fjölbreyttari og lífsafkoma öruggari. Stúlkur komast
í skóla og efla þannig stöðu sína. Taktu þátt í
kraftaverkinu, greiddu valgreiðslu í heimabanka,
hringdu í söfnunarsíma 907 2003 (kr. 2.500), gefðu
frjálst framlag á framlag.is eða leggðu inn á söfnunar-
reikning: 0334-26-50886, kt. 450670-0499.
Þú getur gert kraftaverk í dag.
145 aðilar í 79 löndum, fulltrúi 70 milljóna kristinna
manna. Unnið með heimamönnum á hverjum stað sem
þekkja vandann af eigin raun, þekkja menningu, venjur
og tungumál. Reynsla og hæfni á öllum sviðum þróunar-
samvinnu. Aðstoð án tillits til orsakar neyðar, trúar
eða trúleysis. www.lutheranworld.org
131 kirkja og kirkjutengdar hjálparstofnanir í 140
löndum með 30.000 starfsmönnum og sjálfboðaliðum
sem veita neyðar- og þróunaraðstoð við hamfarir,
stríðsástand og þar sem örbirgð ríkir. Stuðlar að
réttlæti með því að þrýsta á stjórnvöld og alþjóða-
stofnanir um umbætur á sviði laga og efnahagsmála.
www.actalliance.org
Hjálparstarf kirkjunnar
veitir aðstoð um allt land
í gegnum presta, félags-
ráðgjafa og námsráðgjafa.
Í þessum heimi er það
ekki það sem við tökum
okkur, heldur það sem
við gefum frá okkur,
sem gerir okkur rík.
Henry Ward Beecher