Fréttablaðið - 01.12.2012, Side 100

Fréttablaðið - 01.12.2012, Side 100
1. desember 2012 LAUGARDAGUR| HELGIN | 72 PIPA R \ TBW A SÍA 123 4 0 8 „Thriller inniheldur svo gott sem full- komna blöndu af diskói, poppi, fönki og rokki sem er formúla sem Jackson hristi saman á hinni stórkostlegu Off the wall, sem út kom þremur árum áður,“ segir Arnar Eggert Thoroddsen poppfræðingur. „Jackson sannaði að það er hægt að búa til skothelda poppplötu, með lögum sem öll heimsbyggðin tengdi við, án þess að glopra niður heilindum. Lögin eru ekki ódýr, þetta eru haganlega samsett, úthugsuð og frábærlega útsett og upp tekin lög (og þar kemur Quincy Jones upptökustjóri til skjalanna). Með plötunni bjó Jackson til ný viðmið hvað heimsfrægð og merkingu hennar áhrærir og aðrir tónlistar- menn – sérstaklega þeir sem gera út á sömu mið – litu til Jackson sem fyrirmyndar, þó að sú mynd hafi reyndar látið á sjá hin síðustu ár.“ Réttur maður á réttum stað Risasmellir plötunnar nægðu svo til að fleyta henni í þessa rosasölu, segir Arnar Eggert. „Bensínið klárast svolítið fljótt þegar kemur á seinni hlið hennar. En það er ómögulegt að segja; þættir eins og metn- aður, uppbygging, hugmyndafræði, „plögg“-úrvinnsla og það að Jackson hafi verið réttur maður á réttum stað á réttum tíma unnu allir saman að þessum ótrúlegu sölutölum.“ Hvert er uppáhaldslagið þitt af plötunni? „Human Nature“ (Ég er poppfræðingur og ber því skylda til að koma með „óvænt“ útspil). Bjó til ný viðmið „Thriller var fyrir margar sakir tímamótaverk: Platan er til dæmis sú fyrsta plata með banda- rískum listamanni af afrískum uppruna sem nær langt út fyrir þá kima sem tónlist þeirra hafði heyrt til (soul, R&B, funk…). Thriller inniheldur „mainstream“ popp sem skírskotaði til fjöldans svo um munaði, fólk á öllum aldri í öllum heimsálfum hlustaði og heillaðist.“ segir Berglind María Tómasdóttir, tónlistar- maður og doktorsnemi í San Diego. Berglind, sem hefur lagst í rannsóknir á ferli Jacksons vegna þess að hún kennir námskeið um hann í San Diego-háskóla, bendir á að Jackson hafi verið fyrsti listamaðurinn af afrískum uppruna sem fór í almenna spilun á MTV sem fram að Billie Jean sérhæfði sig í (hvítu) rokki. „Hljómar ansi rasískt í dag, en svona var veru- leikinn snemma á 9. áratugnum. MTV gat sem sagt ekki horft fram hjá Jackson, hann var einfaldlega orðinn of vinsæll. Á sama tíma má ekki gleyma að hann blandaði saman tónlistarstílum á mjög nýstárlegan hátt, tónlistin varð á einhvern hátt hvorki svört né hvít, heldur hvort tveggja, á sama tíma. Dæmi er lag eins og Beat It rokksmellur með dansívafi og gítarsólói að hætti Eddie Van Halen.“ Umbylti framsetningu tónlistar Berglind bendir á að Michael Jackson hafi verið brautryðjandi í gerð tónlistarmyndbanda. „Með MJ varð myndbandið að ámóta mikilvægum miðli og tónlistin sjálf, þannig umbylti hann framsetningu popptón- listarinnar. Áhrifa hans sem flytjanda gætir líka enn í dag, maður þarf ekki annað en að kíkja á kóreógrafíu hjá poppstjörnum nútímans. Áður en hann kom til sögunnar nægði á vissan hátt að vera góður söngvari, í dag þykir það sjálfsögð krafa að popp- arar séu jafnvígir á söng og dans.“ Fullkomin tímasetning Tímasetning útgáfu Thriller skýrir söluna að nokkru leyti segir Berglind. „Það er nánast hægt að útiloka að popptónlistarmaður gæti slegið í gegn í dag með sama hætti, til þess er landslagið í tónlistarbransanum og neysla tónlistar of breytt. Á þessum tíma, fyrri hluta 9. áratugarins var hægt að búa til heilan heim í kringum einn tónlistarmann. Svo dæmi sé tekið rauk salan á Thriller upp eftir að Michael Jackson kom fram í frægum afmælissjónvarpsþætti Motown-útgáfunnar um vorið 1983, þar sem hann frumsýndi tunglganginn „The Moonwalk“. En framganga MJ í þættinum er gott dæmi um hvar styrkleiki hans lá alla tíð, frá upphafi til enda: Á sviði fyrir framan nógu marga áhorfendur.“ Hvert er uppáhaldslagið þitt á plötunni? „Wanna Be Startin‘ Somethin‘ sem er eitt af fjórum lögum á Thriller eftir Michael sjálfan. Lagið varð til nokkrum árum fyrr, í aðdraganda Off the Wall, enda mikill dans- og diskósmellur líkt og sú plata er stútfull af. Hvílík byrjun á plötu! Lagið var gjarnan fyrsta lag á tónleikum Jacksons enda vel til þess fallið. Textinn er mátulega aggressífur og paranojaður, en þannig þykir mér Michael Jackson einna bestur – lagið má sumsé flokka með fjölda laga hans sem fela í sér ádeilu á fjölmiðla og aðgangsharða aðdáendur (einkum kvenkyns). Dæmi um slík lög eru til dæmis Beat it, Billie Jean, They don´t care about us og þar fram eftir götunum.“ Tónlist sem var hvorki of svört né hvít Fullkomin blanda Thriller, meistaraverk Michaels Jackson og mest selda plata allra tíma, er þrjátíu ára. Frábær lög, nýstárleg blanda tónlistarstíla og vel heppnuð tímasetning útgáfu plötunnar skýra ævintýralega velgengni verksins. Brynjar Guðnason brynjarg@frettabladid.is ENGIN TÓNLEIKAFERÐ Þrátt fyrir velgengni Thriller fór MJ aldrei í tónleikaferðalag til að fylgja plötunni eftir. Hins vegar fór hann ásamt bræðrum sínum á Victory túrinn árið 1984, en samnefnd plata bræðranna kom út sama ár. Þrátt fyrir nafngiftina léku þeir ekki eitt einasta lag af plötunni á tónleikunum, og auðvitað kom fólk fyrst og fremst til að sjá MJ og Moonwalkið. 1. Wanna be startin' somethin' 2. Baby be mine 3. The girl is mine 4. Thriller 5. Beat it 6. Billie Jean 7. Human nature 8. P.Y.T. (Pretty young thing) 9. The lady in my life Lögin á plötunni VÖLDU 9 LÖG Fjögur af níu lögum plötunnar eru eftir Michael Jackson: The Girl is mine, Billie Jean, Beat it og Wanna be startin‘ somethin‘. Þrjú voru samin af Rod Temperton en hann lagði til rúmlega þrjátíu lög til að velja úr. Sam- tals völdu Jackson og Quincy Jones, upptökustjóri plötunnar, úr hundr- uðum laga eftir fjölda lagahöfunda. 14 MÍNÚTNA MYNDBAND Tónlistarmyndbandið við Billie Jean varð fyrsta lagið eftir svartan tónlistarmann til þess að fá mikla spilun á sjónvarpsstöðinni MTV. Stöðin spilaði í þá daga ekki mikið af tónlist eftir svarta tónlistarmenn. Myndbandið skapaði ekki eingöngu tækifæri fyrir aðra svarta listamenn heldur gerði það Jackson mögulegt að sýna fjórtán mínútna myndband við Thriller á MTV, sem varð svo vinsælt að stöðin þurfti að sýna það tvisvar á klukkustund þegar mest lét. ÓNÁKVÆMAR SÖLUTÖLUR Thriller hefur selst í 65-110 milljónum eintaka á heimsvísu (það er erfitt að festa fingur á nákvæma sölutölu). Næstu hljóðversplötur á eftir Thriller á listanum eru: MCCARTNEY OG JACKSON Jackson er hér í hljóðveri með bítlinum Paul McCartney sem söng með honum lagið The girl is mine á plötunni. 2. Back in black (AC/DC) 50 millj. 3. The dark side of the moon (Pink Floyd) 50 millj. 4. Bad (Michael Jackson) 45 millj. 5. Bat out of hell (Meat Loaf) 43 millj. 6. Rumours (Fleetwood Mac) 40 millj.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.