Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.12.2012, Qupperneq 102

Fréttablaðið - 01.12.2012, Qupperneq 102
1. desember 2012 LAUGARDAGUR| HELGIN | 74 Talið niður með jóladagatali Undanfarin ár hafa jóladagatöl Sjónvarpsins og Stöðvar 2 stytt yngstu kynslóðinni biðina fram að jólum. Frá 1. desember ár hvert er talið niður til jóla í stuttum þáttum sem sýndir eru daglega. Sagan er mismunandi hverju sinni þó sum dagatölin hafi verið endursýnd nokkrum sinnum. Tinna Rós Steinsdóttir tók saman dagatölin sem hafa verið sýnd hér á landi allt frá því þau fyrstu komu á skjáinn árið 1988. 2005 Galdrabókin Íslenskt jóladagatal þar sem notast er við leikbrúður. Alexander finnur galdrabók sem flytur hann inn í annan heim. Þar lendir hann alls konar spennandi ævintýrum í félagsskap gamallar uglu og talandi kattar. Endursýnt 2010. „Við opnum dagatalið í upphafi hvers þáttar og út kemur skrítið og skemmtilegt orð sem börnin hafa líklegast heyrt en vita ekki endilega hvað þýðir. Til dæmis kátína, mistil- teinn, fararskjóti, kærleikur og hlýja. Í þættinum förum við í saumana á þessum orðum og merkingu þeirra og þá upp- hefjast alls kyns ævintýri,“ segir Hrefna Hallgrímsdóttir, sem krakkarnir þekkja eflaust betur undir nafninu Skrítla. Skoppa og Skrítla sjá um jóladagatal Stöðvar 2 þetta árið en um er að ræða glænýtt og alíslenskt dagatal. „Tökum lauk í síðustu viku svo þetta er eins ferskt og þetta getur orðið. Hver þáttur er um sjö mínútur, sem er aðeins lengra en upphaflega var lagt upp með. Þetta var bara svo skemmtilegt og ríkt af efni að það var ekki hægt að hafa þá styttri,“ segir Hrefna og hlær. Sjálf skrifaði hún handritið að dagatalinu, eins og annað efni Skoppu og Skrítlu. Um 250 aukaleikarar koma við sögu í dagatalinu og eru þar á meðal Krúttakórinn í Langholtskirkju, börn úr Ísaks- skóla, af Laufásborg, úr Sönglist og víðar. „Við erum búnar að fara út um allt og fá til liðs við okkur alls konar hópa og fólk. Langflestir aukaleikaranna eru börn, en svo koma hundur og köttur við hjá okkur og auðvitað urðum við að fá lánaða jólasveina líka. Svo förum við aldrei langt án Lúsíu, þó hún hafi ekki haft mikinn tíma fyrir okkur. Hún tekur sér alltaf langt og gott jólafrí því hún þarf að lesa svo mikið,“ segir Hrefna. „Snjóleysið gerði okkur aðeins erfitt að finna Snæfinn snjókall en blessunarlega rákumst við svo á hann í Bláfjöllum,“ segir hún. Útgangspunktur dagatalsins er kærleikur og vinátta, eins og í öðru efni Skoppu og Skrítlu. „Það er auðvitað bein tenging frá þeim boðskap í jólin svo það er eiginlega ótrúlegt að okkur hafi ekki dottið í hug að gera eitthvað jólatengt fyrr,“ segir Hrefna að lokum. JÓLADAGATÖL RÚV JÓLADAGATÖL STÖÐVAR 2 1988 The Story of Santa Clause Fyrsta jóladagatalið sem Stöð 2 sýndi var þetta ameríska dagatal fyrir 24 árum síðan. Endursýnt 1990 og 2002. 2004 Jesús og Jósefína Þýddir danskir þættir sem fjalla um hina 12 ára gömlu Jósefínu og vin hennar Óskar. Þau finna tímavél sem fer með þau aftur til ársins 12 þar sem þau hitta Jesú, sem er þá jafn gamall þeim. Saman lenda þremenn- ingarnir í alls kyns ævintýrum. Endursýnt 2005, 2007 og 2008. 2012 Jólapakki RÚV Rúv býður upp á nýjung í ár og verður með jólapakka fyrir börn. Fimm mismunandi þáttaröðum verður pakkað saman undir heitið Jóladagatal RÚV 2012. Endursýnd verða dagatölin Hvar er Völundur frá árinu 1996 (endursýnt aftur 2002) og Jól í Snædal frá árinu 2010, en bæði eru þau 24 þátta dagatöl. Þar fyrir utan verða sýndir tíu þættir af Turnvörðunum og sjö af Vöffluhjarta, þrír jólaþættir af Geymslunni og fjórir af Stundinni okkar. 2011 Pagten 2010 Jól í Snædal Talsett norskt jóladagatal, 24 þættir. Við fylgjumst með jólaævintýrum og jólaundir- búningi Hlyns og vina hans í Snædal. Endursýnt 2012. 2008 Dýrmundur 2005 Töfrakúlan 2001 Leyndardómar jólasveinsins 1997 Klængur sniðugi Endursýnt 2003 og 2009. 1996 Hvar er Völundur? Íslenskt jóladagatal, 24 þættir. Gunni og Felix safna í poka öllu því góða sem á vegi þeirra verður handa Völundi gamla, sem býr til allar góðu gjafirnar. Endursýnt 2002 og 2012. 1994 Jól á leið til jarðar Brúðuleikrit þar sem fylgst er með smáenglunum Pú og Pa. Þeir fá það hlutverk að koma körfu sem inniheldur jólahátíðina til jarðar. Vandamálið er þó það að hinn illi Öngull gerir hvað sem hann getur til að ná körfunni og sökkva henni í svarthol geimsins þangað sem enginn getur fundið hana aftur. Endursýnt 1999 og 2007. 1993 Jul i Mumindalen þýddir, sænskir þættir. 1992 Tveir á báti Íslenskir þættir eftir Kristínu Atladóttur. Séra Jón festist úti á miðjum sjó snemma í desember þegar báturinn hans verður bensínlaus. Þar hittir hann fyrir ísbjörn og verður þeim vel til vina. Endursýnt 2000. 1991 Stjörnustrákur Íslenskir þættir eftir Sigrúnu Eldjárn sem fjalla um stúlkuna Ísafold sem einn daginn rekst á geimverustrákinn Bláma. Hann er strandaglópur á jörðinni því geimskipið hans bilaði og nú þarf hann að finna varahlut sem er falinn í fjársjóðskistu hér á jörðinni. Ísafold ákveður að hjálpa Bláma að finna fjársjóðskistuna, en þau fá samkeppni frá full- orðinni konu sem vill eignast þennan fjársjóð sjálf. Endursýnt 1998 og 2006. 1990 Á baðkari til Betlehem Íslenskir þættir þar sem Hafliði og Stína, bæði átta ára gömul, leggja upp í ævintýraferð til Betlehem til að færa Jesúbarninu gjafir. Þau ferðast um í fljúgandi baðkeri og lenda í ýmsum hindrunum og erfiðleikum á leiðinni. Klemmi, vondur fugl, virðist elta þau á röndum og reyna sitt besta til að gera þeim erfitt fyrir. Kjartan Bjargmundsson og Sigrún Waage leika krakkana en Inga Hildur Haraldsdóttir brá sér í öll aukahlutverkin. Endursýnt 1995 og 2004. 1988 Jólin nálgast í Kærabæ eftir Iðunni Steinsdóttur 2012 Skoppa og Skrítla Skoppa og Skrítla skoða skrítin og skemmtileg orð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.