Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.12.2012, Qupperneq 124

Fréttablaðið - 01.12.2012, Qupperneq 124
1. desember 2012 LAUGARDAGUR| MENNING | 96 Kristján Hjálmarsson blaðamaður og Salbjörg Rita Jónsdóttir hönn- uður sendu nýverið frá sér bók- ina Flóðhesturinn sem vildi sjá rassinn á sér. Kristján er höfund- ur sögunnar, sem ætluð er yngri börnum, en Salbjörg gerði mynd- irnar. „Kristján skrifaði söguna fyrir börnin sín og hafði svo samband við mig og bað mig um að teikna myndirnar. Þetta var árið 2007 þannig að það er óhætt að segja að við höfum tekið góðan tíma í verk- ið,“ segir Salbjörg og hlær. „Við unnum að bókinni í róleg- heitum meðfram annarri vinnu og stefnan var sett á útgáfu. En það var ekki fyrr en frænka okkar, Ólöf María Jóhannsdóttir, gekk til liðs við okkur að bókin varð að veruleika. Hún hjálpaði okkur við framkvæmdina.“ Kristján, Salbjörg og Ólöf eru systkinabörn, amma þeirra og afi, Salbjörg Magnúsdóttir og Kristján Andrésson, bjuggu á Vörðustíg 7 í Hafnarfirði í húsi sem enn er í eigu fjölskyldunnar og nokkurs konar ættaróðal. Þannig kviknaði hugmyndin að nafninu á útgáfufé- laginu sem frændsystkinin settu á laggirnar til þess að gefa bókina út, Vörðustígsútgáfan. Salbjörg segir skemmtilegt að standa í útgáfu bókarinnar en tölu- vert mikla vinnu. „Við stöndum í öllum útréttingum sjálf, dreifum í búðir og þar fram eftir götunum.“ Frændsystkin gefa út fl óðhestasögu Kristján Hjálmarsson og Salbjörg Rita Jónsdóttir eru höfundar bókarinnar. GÁFU ÚT BÓK UM FLÓÐHEST Salbjörg Rita Jónsdóttir og Kristján Hjálmarsson ásamt syni Salbjargar, Jóhanni Glóa Péturssyni, sem hefur gaman af flóðhestabókin- ni og les hana gjarnan fyrir yngri bróður sinn. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR BÆKUR ★★★★★ Stuð vors lands Dr. Gunni SÖGUR ÚTGÁFA Stuð vors lands ber undirtitilinn Saga dægurtónlistar á Íslandi. Hvorki meira né minna. Það er því ljóst að hátt var reitt til höggs hjá höfundi bókarinnar og útgáfu. Skemmst er að segja frá því að ekkert klámhögg er hér á ferð, heldur hið glæsilegasta yfirlitsrit. Dr. Gunni hefur á síðustu árum (áratugum?) viðað að sér miklum fróðleik um tónlistarlíf á Íslandi. Um það bera spurningaþættirnir og spilið Popppunktur gott vitni og bókin Eru ekki allir í stuði? Sú bók hafði undirtitilinn Rokk á Íslandi á síðustu öld en í bók þeirri sem hér er til umfjöllunar hefur sjón- deildarhringurinn heldur betur verið útvíkkaður, bæði í tíma og umfjöllunarefni. Það segir sig sjálft að ein bók, þó mikil sé að vöxtum, rúmar ekki alla sögu dægurtónlistar á Íslandi. Hér gildir því hið sama og í öllum öðrum yfirlitsritum; það þarf að velja og hafna þegar kemur að umfjöllunarefni. Efalaust finnst einhverjum of mikið gert úr sumu og öðrum að umfjöllum skorti um eitthvað annað (skortur á umfjöll- un um Syni Raspútíns er til að mynda æpandi að mati gagnrýn- anda). Þannig er það einfaldlega alltaf þegar kemur að yfirlitsrit- um, hvort sem þau fjalla um sagn- fræði, myndlist, atburði líðandi stundar eða tónlist. Dr. Gunni hefur unnið þrekvirki með þessari bók. Hann hefur skrif- að læsilegt, skemmtilegt og fræð- andi rit um íslenska tónlist, frá 19. öld til okkar daga. Hann reyn- ir ekkert að setja sig í hátíðlegar stellingar, skrifar áfram sinn stíl sem er vel. Bókin er hin glæsilegasta og fjölmargar ljósmyndir prýða hana. Það er nauðsynlegt í svona bók, færir lesandanum sýn inn í tíðar- andann og svo má ekki gleyma því að tónlistarmenn hafa alla tíð lagt nokkuð upp úr útliti. Skiptir þá engu hvort um er að ræða sparifataklædda nikkuleikara eða ofurpródúseraða Sigur Rós. Á stöku stað er aðeins of vel lagt í myndir sem standa ekki alveg undir því að vera blásnar jafn mikið upp og hér er gert. Það er hins vegar smáatriði. Sérstaklega verður að minnast á útlit bókarinnar, en öll umgjörð hennar er hin glæsilegasta. Stíl- hreinni bók í líki 33 snúninga hljómplötu er brugðið inn í kassa og kjölurinn er hreint listaverk sem sýnir kili á hljómplötum og vekur skemmtilegar nostalgíutil- finningar. Gott ef maður sér ekki eftir að hafa gefið plötusafnið sitt. Hér er því vandað sérstaklega vel til allra verka og í raun vekur furðu að kápa bókarinnar skuli ekki vera ofarlega á listum yfir bestu kápur þessara jóla. Stuð vors lands er fyrst og fremst skemmtileg. Fyrir tón- listarnörda geymir hún gríðar- legan fróðleik dreginn saman á einn stað. Það er hægt að setjast með hana niður og lesa spjaldanna á milli og fá tilfinningu fyrir því hvernig tónlistin varð almanna- eign. Um leið er hún sérstaklega hent- ug til að grípa niður í hvenær sem færi gefst. Lesa um Roof Tops eða MA-kvartettinn á meðan beðið er eftir því að eggin sjóði, konan máli sig, kallinn klippi nefhárin, eða hvað það nú er sem fólk hinkr- ar eftir hverju sinni. Stuð vors lands er hvalreki á fjörur allra unnenda tónlist- ar og hinna sem finnst gaman að glugga í fallegar bækur. Þá ættu þeir sem hafa haldið upp á einhverja þeirra fjölmörgu tón- listarmanna sem um er fjallað að fjárfesta í bókinni. Sem sagt, allir. Kolbeinn Óttarsson Proppé NIÐURSTAÐA: Vandað og vel unnið yfirlitsrit yfir íslenska tónlist. Sérstak- lega skemmtileg bók. Vér lofum þitt heilaga, heilaga stuð! MÍNUS Fjöldi mynda prýðir bókina sem gefur lesendum innsýn í tíðarandann.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.