Fréttablaðið - 01.12.2012, Síða 137
LAUGARDAGUR 1. desember 2012 | MENNING | 109
Enska hljómsveitin Coldplay er
byrjuð að undirbúa sína næstu
plötu. Hún mun fylgja eftir Mylo
Xyloto sem kom út í fyrra.
„Ég hef verið að semja ný lög
og ég er rosalega spenntur fyrir
framtíð hljómsveitarinnar,“ sagði
söngvarinn Chris Martin.
Orðrómur var uppi um að
Coldplay ætlaði í þriggja ára frí
en Martin vísaði honum til föður-
húsanna. „Ég er mjög heppinn að
geta gert það sem ég geri og ég
hef engan áhuga á að hætta því.
Þessi þriggja ára hugmynd kom
upp eftir að ég sagði á tónleikum
í Ástralíu að við kæmum ekki
þangað að spila næstu þrjú árin.
Það er satt því þannig eru tón-
leikaferðir um heiminn.“
Semur lög á
nýja plötu
COLDPLAY Hljómsveitin Coldplay gaf
út Mylo Xyloto í fyrra.
Ásgeir Trausti, Moses Hightower og Retro
Stefson fengu flestar tilnefningar til Íslensku
tónlistarverðlaunanna, eða sex hver. Til-
kynnt var um tilnefningarnar í Hörpu í gær.
Allir flytjendurnir eru tilnefndir fyrir
plötu ársins, sem lagahöfundur ársins,
söngvari ársins, fyrir lag ársins og upptöku-
stjórn ársins. Næstur á eftir þeim kemur
Jónas Sigurðsson með fjórar tilnefningar og
þar á eftir Sigur Rós og Valdimar með þrjár
hvor.
Í djass- og blúsflokki er Skúli Sverrison
með flestar tilnefningar, eða fjórar. Í flokki
sígildrar- og samtímatónlistar eru þau
Anna Þorvaldsdóttir, Áskell Másson, Daníel
Bjarnason, Hugi Guðmundsson og Þórður
Magnússon öll tilnefnd sem tónhöfundar árs-
ins og fyrir tónverk ársins.
Í ár er tekin upp sú nýbreytni að tilnefna og
verðlauna upptökustjóra ársins. Þar eru til-
nefndir Alex Somers & Sigur Rós, Christopher
Tarnow, Georg Magnússon, Guðmundur Krist-
inn Jónsson, Magnús Árni Öder Kristinsson
og Styrmir Hauksson & Hermigervill.
Tilnefningar í flokkunum Bjartasta vonin,
Plötuumslag ársins og Tónlistarmyndband
ársins verða birtar eftir áramótin.
Íslensku tónlistarverðlaunin verða afhent
í 19. sinn í Silfurbergi í Hörpu í febrúar á
næsta ári.
Ásgeir, Moses og Retro með sex tilnefningar
Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna voru kynntar í Hörpunni í gær. Þrír fengu fl est atkvæði.
SEX TILNEFNINGAR Unnsteinn Manuel Stefánsson og
félagar í Retro Stefson fengu sex tilnefningar til Íslensku
tónlistarverðlaunanna. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Nýtt leikrit Katie Holmes, Dead
Account, var frumsýnt fyrir
skömmu á Broadway við góðar
undirtektir. Foreldrar hennar,
Martin og Kathleen, fylgdust með
henni úr áhorfendasalnum. Það
er af sem áður var þegar hún lék
síðast á Broadway árið 2008. Þá
sat Tom Cruise, fyrrverandi eig-
inmaður hennar, á fremsta bekk
og hvatti sína konu áfram.
Holmes sagðist nýlega vera
mjög ánægð með hlutverkið í
Dead Account. Hún leikur Lornu,
systur svikahrapps sem snýr
óvænt heim til sín með fullar
hendur fjár. „Loksins get ég
öskrað,“ sagði hún hress. „Það
sem ég hrífst sérstaklega af í fari
persónunnar minnar er hversu
sterk hún er undir niðri. Ég er
ánægð með hennar gildismat.“
Meðal gesta á frumsýningunni
var leikkonan Brooke Shields.
Gekk vel á
Broadway
MEÐ BLÓMVÖND Katie Holmes í lok
sýningarinnar Dead Account á Broad-
way. NORDICPHOTOS/GETTY
Fylgstu með Sprota og vinum hans á hverjum degi til jóla
í spennandi ævintýri um Leyndarmál Destu prinsessu.
Sagan er samin og lesin af Felix Bergssyni og Kári Gunnarsson
myndskreytir. Ævintýrið er einnig flutt á táknmáli.
Sprotarnir eru talsmenn barnaþjónustu Landsbankans
og eru skemmtilegir og skynsamir í fjármálum.
Leyndarmál Destu prinsessu
Fylgstu með á Sproti. is