Fréttablaðið - 01.12.2012, Side 144

Fréttablaðið - 01.12.2012, Side 144
1. desember 2012 LAUGARDAGUR| SPORT | 116 FÓTBOLTI Manchester United er á toppnum í ensku úrvalsdeildinni og það getað þeir þakkað gjafmildi erkifjenda þeirra í Arsenal sem voru tilbúnir að selja þeim Robin van Persie í haust. Mikilvægi Robin van Persie fyrir United og mikilvægi Luis Suarez fyrir Liverpool kemur vel fram í samantekt Opta-tölfræðiþjónustu ensku úrvalsdeildarinnar. Luis Suarez er marka- hæsti leikmaður deildarinnar með 10 mörk en Van Persie hefur skorað einu marki minna. Robin van Persie skoraði sigurmark Manchester United á móti West Ham í fyrrakvöld en það var þriðja sigurmark hans í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Hollend- ingurinn hefur einnig lagt upp eitt sigurmark fyrir Chicharito. Van Persie hefur alls skorað í sjö af 9 sigurleikjum United-liðsins. Luis Suarez hefur ekki skorað í síðustu tveimur leikjum Liverpool-liðsins og liðið fékk aðeins eitt stig út úr þeim. Suarez hefur skorað fimm mörk í þremur sigurleikjum liðsins og Liverpool-liðið hefur náð í stig í öllum sjö leikjunum þar sem hann hefur verið meðal markaskorara. Liver- pool hefur jafnframt aðeins náð að skora 5 mörk í fyrstu 14 umferðunum þar sem Sua- rez hefur ekki átt beinan þátt í markinu. - óój Væru í slæmum málum án Van Persie og Suarez Opta-tölfræðiþjónustan hefur tekið saman merkilega tölfræði um gengi Manchester United og Liverpool ... Robin van Persie Manchester United væri í 13. sæti deildar- innar með 16 stig eða 16 stigum á eftir nágrönnum sínum í Manchester City. United er eins og er í efsta sæti deildarinnar með 33 stig eftir 14 leiki. Robin van Persie hefur skorað 9 mörk og gefið 4 stoð- sendingar í þessum 14 leikjum. EF MÖRK OG STOÐSENDINGAR VÆRU STROKUÐ ÚT HJÁ ... ➜ Leikir helgarinnar LAUGARDAGUR 12.45 West Ham - Chelsea S2 Sport & HD 15.00 Man. City - Everton S2 Sport & HD Liverpool - South. S2 Sport3 Fulham - Tottenham S2 Sport4 Arsenal - Swansea S2 Sport5 West Brom - Stoke S2 Sport6 17.30 Reading - Man. Utd. S2 Sport & HD SUNNUDAGUR 16.00 Norwich - Sunderl. S2 Sport & HD FÓTBOLTI Atlético situr í öðru sæti deildarinnar en þremur stigum munar á liðinu og Barcelona sem vermir toppsætið. Real Madrid situr átta stigum á eftir grannliðinu og ell- efu á eftir Börsungum. Möguleikinn á að liðið verji Spánarmeistaratitil sinn er lítill sem enginn. Atlético hefur ekki unnið deild- ina síðan tímabilið 1995-1996. Þá voru nítján ár frá síðasta meistara- titli félagsins. Sama tímabil vann liðið spænska konungsbikarinn sem síðan hefur dvalið í verðlaunaskápum annarra félaga. Tímabilið sigursæla stjórnaði argentínskur miðjumaður ferðinni hjá Atlético. Leikmaðurinn, Diego Simeone, er í dag knattspyrnu- stjóri félagsins og nýtur hann skiljan- lega mikilla vinsælda hjá stuðnings- mönnum félagsins. Síðan þá hefur Atlético ekki hafnað fyrir ofan Real í deildinni. Falcao gegn Ronaldo Allra athygli verður á markavélum liðanna, Cristiano Ronaldo hjá Real, sem þarfnast ekki frekari kynningar, og Radamel Falcao hjá Atlético. Óhætt er að fullyrða að Falcao sé stærsti bitinn á leikmannamarkaðn- um í dag sem spilar ekki með einu „stóru félaganna“ í Evrópu. Síðan Kólumbíumaðurinn gekk í raðir portúgalska félagsins Porto frá River Plate í Argentínu árið 2009 hafa net- möskvar um alla Evrópu fengið að finna fyrir spyrnum og sköllum framherjans. „Tígurinn“ skoraði tæpt mark að meðaltali í leik með sigursælu liði Porto tímabilin tvö í Portúgal. Síð- asti leikurinn var úrslitaleikur Evr- ópudeildarinnar vorið 2011 þar sem Falcao skoraði eina mark leiks- ins. Markið var hans átjánda í sext- án leikjum keppninnar. Með réttu mætti krýna Kólumbíumanninn „kon- ung Evrópudeildarinnar“ því hann skoraði tvö marka Atlético Madrid í úrslitaleiknum í vor þegar félagið tók bikarinn í sína vörslu. 24 mörk á fyrsta tímabili í spænsku deild- inni féllu í skuggann af Lionel Messi og Ronaldo sem einokuðu forsíður spænsku blaðanna. Chelsea-leikurinn Þegar liðsmenn Chelsea gengu til búningsherbergja með skottið á milli lappanna í Ofurbikarnum í haust var aðeins eitt nafn á vörum sparkspek- inga. Falcao hafði skorað þrennu í fyrri hálfleik gegn sjálfum Evrópu- meisturunum og úrslitin ráðin. „Draumur sonar míns er að spila með Real Madrid,“ sagði faðir Falcao í viðtali við kólumbíska útvarpsstöð sem vakti mikla athygli. Ólíklegt má telja að af vistaskiptunum verði enda heiðursmannasamkomulag milli félaganna. Þó má fastlega reikna með því að Falcao söðli um fyrr en síðar. Í samningi Falcao kemur fram að Kólumb- íumaðurinn megi yfirgefa félagið berist tilboð upp á 60 milljónir evra eða tæpa tíu milljarða króna. Það er helm- ingi hærri upphæð en Atlético keypti kappann á sumarið 2011. Chelsea er talinn líklegur áfanga- staður Falcao en liðið gæti boðið fyrr- um leikmann Atlético, Fernando Tor- res, í skiptum. Ólíklegt er að áhugi liðanna minnki eftir leikinn í kvöld enda líkurnar meiri en minni að Falcao verði á skotskónum. kolbeinntumi@365.is Litli bróðir í Madríd minnir á sig Atlético heimsækir Real í slagnum um Madrídarborg í kvöld. Diego Simeone hefur náð frábærum árangri á innan við ári sem stjóri Atlético en þrettán ár eru síðan Atlético lagði Real að velli. Nú er lag en Atlético er aldrei þessu vant aðalkeppinautur Barcelona í toppbaráttunni. ➜ Staðan eftir 13 leiki 1 Barcelona 37 stig 2 Atlético 34 stig 3 Real Madrid 26 stig ➜ Markahæstu menn 1 Lionel Messi 19 mörk 2 Cristiano Ronaldo 12 mörk 3 Radamel Falcao 11 mörk Fylkir (2004-05, 2012) 45 leikir 16 mörk Valur (2013-?) ? KR (2006-2010) 90 leikir 50 mörk Víkingur (2011) 14 leikir 7 mörk Þróttur (1998, 2003) 19 leikir 10 mörk FÓTBOLTI Björgólfur Takefusa gekk í gær frá tveggja ára samningi við Valsmenn og mun spila með liðinu í Pepsi-deildinni næsta sumar. Valur er fimmta Reykjavík- urfélag Björgólfs á ferlinum og enn frem- ur fjórða félagið sem hann spilar með í Pepsi-deildinni á síðustu fjórum sumrum. Björgólfur er á 32. aldursári og hefur skorað 83 mörk í 168 leikjum í efstu deild. Hann er aðeins einn af ellefu mönnum sem hafa brotið 80 marka múrinn og vantar fjögur mörk til þess að komast upp fyrir Hörð Magnússon og þar með upp í sjötta sætið. „Ég er ótrúlega ánægður að þetta skyldi ganga eftir. Að sama skapi er erfitt að fara úr Víkinni. Eftir að ég hitti mennina í kringum klúbbinn og Magga Gylfa þá varð ég alltaf spenntari fyrir verkefninu. Ég held að það séu mjög skemmtilegir tímar fram undan hjá Val,“ sagði Björgólfur við Hjört Hjartarson í útvarpsþættinum Boltanum á X-inu 977 í gær þar sem kom fyrst fram að hann væri á leiðinni á Hlíðarenda. Björgólfur hefur verið samningsbundinn Víkingum undanfarin tvö ár en liðið féll úr deildinni 2011 og Björgólfur var í láni hjá Fylki í sumar. - óój Björgólfur Takefusa Valur fi mmta Reykjavíkurfélagið hans á ferlinum Sé Diego Simeone ekki þegar kominn í guðatölu hjá stuðningsmönnum liðs- ins verður hann það takist liðinu að leggja stóra bróður á Santiago Bernabéu- leikvanginum í Madríd í kvöld. Atlético hefur ekki lagt Real að velli í þrettán ár. Þá unnu hinir rauðu og hvítu 3-1 sigur á Bernabéu. Síðan þá hefur Real unnið átján leiki en fimm sinnum hafa liðin skilið jöfn. Bið undirokaðra stuðningsmanna Atlético eftir sigri er því orðin löng og erfið. Til marks um hve langt er síðan skoraði Jimmy Floyd Hasselbaink tvö af mörkum gestanna en Hollendingurinn átti síðar eftir að mynda banvænt framlínupar með Eiði Smára Guðjohnsen hjá Chelsea. Iker Casillas, sem hafði ekki spilað með aðalliði Real á þessum tíma, sat á bekknum. Síðan hefur spænski markvörðurinn staðið vaktina 645 sinnum með Real og 143 sinnum fyrir land og þjóð. Þrettán ár frá síðasta sigri Atlético ... Luis Suarez Liverpool væri í 19. og næstsíð- asta sæti deildarinnar með 6 stig eða sex stigum frá öruggu sæti. Liverpool er eins og er í 12. sæti deildarinnar með 16 stig eftir 14 leiki. Luis Suarez hefur skorað 10 mörk og gefið 2 stoðsendingar í þessum 14 leikjum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.