Fréttablaðið - 15.12.2012, Side 10

Fréttablaðið - 15.12.2012, Side 10
15. desember 2012 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 10 Fiskislóð / Grandi Til leigu gott 115fm skrifstofu eða lagerhúsnæði á jarðhæð við Fiskislóð. Góð bílastæði. Upplýsingar veitir Sævar, s: 6943899 Með því að kaupa FRIÐARLJÓSIÐ styrkir þú hjálparstarf og um leið verndaðan vinnustað. P IP A R \T B W A - 1 02 97 5 LÁTUM FRIÐARLJÓSIÐ LÝSA UPP AÐVENTUNA NÁTTÚRA Hafrannsóknastofnun útilokaði í gær að ástæður síldar- dauðans í Kolgrafafirði gætu verið afleiðing síldarsýkingarinnar sem herjað hefur á stofninn um nokk- urt skeið. Sýkingin er sú sama og var í stofninum í vetur. Þorsteinn Sigurðsson, sviðs- stjóri nytjastofnasviðs Hafró, segir að hitastigið hafa verið um frostmark. Það er hitastig sem síldin á að þola, að sögn Þorsteins. Runólfur Guðmundsson, skip- stjóri í Grundarfirði, hefur sett fram þá kenningu að um undir- kælingu í firðinum sé að ræða. Þá kemur kaldur straumur inn í fjörðinn; það mikil að ískristall- ar myndast í fiskinum og drepa hann. Þessa kenningu setti hann fram í viðtali við RÚV í gær. Hann telur ólíklegt að síldin hafi drepist vegna súrefnisskorts og segir að brúin yfir fjörðinn spili sitt hlut- verk; á aðfallinu, eins og á fimmtu- dag, fari síldin ekki yfir straum- bandið undir brúna. Spurður um kenningu Runólfs segir Þorsteinn að Hafrannsókna- stofnun útiloki hana ekki. Bjarni Sigurbjörnsson, ábúandi á bænum Eiði við Kolgrafafjörð, segir að hvalur og fugl kunni að meta veisluborð náttúrunnar, sem sést vel á ljósmyndum hans sem fylgja fréttinni. - shá Fugl og hvalur gæða sér á síld í firðinum Skipstjóri hefur sett fram þá kenningu að köldum straumi megi kenna um síldar- dauðann í Kolgrafafirði. Útilokað þykir að ástæðan sé sýking í síldarstofnum. VEISLA Háhyrningar gröðguðu í sig síldina, fyrir ofan sveimaði mávurinn. HORFT ÚT KOLGRAFAFJÖRÐ Talið er að 200 til 300 þúsund tonn af síld séu í firðinum. MYNDIR/BJARNI SIGURBJÖRNSSON Síldin liggur þéttast á ferkílómetra svæði. Nokkur hundruð tonn hafa drepist, er mat sjónarvotta. 1 km2 RÚSSLAND, AP Fyrrverandi lögreglumaður, Dmitrí Pavljútsjenkov, hlaut ellefu ára fang- elsisdóm fyrir aðild sína að morðinu á blaða- konunni Önnu Politkovsköju. Sannað þykir að hann hafi útvegað morð- ingjanum skotvopn ásamt því að hafa tekið þátt í að fylgjast með ferðum blaðakonunnar. Politkovskaja var myrt í stigagangi heima hjá sér 7. október 2006. Hún hafði skrifað gagnrýnar greinar og bækur um stjórn Vladimírs Pútíns forseta. - gb Fyrrverandi lögreglumaður dæmdur fyrir aðild að morðinu á Politkovsköju: Ellefu ár fyrir aðild að morði DMITRÍ PAVLJÚTSJ- ENKOV Útvegaði skotvopnið. NORDICPHOTOS/AFP EGYPTALAND, AP Andstæðingar Mohammeds Morsi forseta áttu í átökum í gær við íslamista sem styðja forsetann, daginn áður en gengið er til atkvæða um nýja stjórnarskrá. Sumir íslamistanna sveifluðu sverðum en andstæð- ingar forsetans köstuðu grjóti. Kveikt var í að minnsta kosti tveimur bifreiðum. Átökin brutust út að loknum föstudagsbænum í einni af stærri moskum Kaíró. Þaðan breiddust átökin út á breiðgötur í nágrenninu. Morsi segir stjórnarskrána nauðsynlega til að tryggja lýð- ræði í landinu, en andstæðingar hans segja ekki hafa verið vand- að nóg til verka og ýmis mann- réttindi séu ekki nógu vel tryggð í henni. Andstæðingar stjórnarskrár- innar hvöttu Morsi til að hætta við þjóðaratkvæðagreiðsluna, en hann hefur verið staðráðinn í að láta reyna á hvort stjórnar skráin verður ekki samþykkt. Flest bendir til að meirihluti lands- manna sé fylgjandi nýrri stjórn- skipan. - gb Kosið verður um umdeilda stjórnarskrá í Egyptalandi í dag: Átök brutust út milli fylkinga MÓTMÆLI Í KAÍRÓ Einn mótmælenda leikur sér að fótbolta. NORDICPHOTOS/AFP
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.