Heimilisritið - 01.02.1944, Síða 7

Heimilisritið - 01.02.1944, Síða 7
DAGINN EFTIR átti Maggie frí. Vera þurfti að fara til nem- enda klukkan þrjú. ,,Ég get ekki skilið j)ig eftir eina í húsinju“, sagði hún áhyggjufull. „Ó, jú, jú. Gerðu það .... mig langar svo til þess .... það er svo spennandi. Ég skal lofa að vera góð, ég skal ekkert gera sem ég má ekki“. Vera var á báðum áttum. „Ég er ekki viss um, hvort það er þorandi .... en ég skal gera það með því skiiyrði. að þú opnir ekki fyrir nokkrum, ef ske kynni að einhver hringdi. Ég kem aftur eftir þrjú korlér, því Blakes á heima hérna á-næstu grösum“. Felicia stóð við gluggann og veifaði til Veru. Hvað átti hún nú að taka fyrir á meðan Vera var í burtu? Jú, hún gæti lagt á teborð- ið. Hún vissi -bæði um dúkinn og bollana. Og krukka með blómum átti að standa á miðju borðinu. Ilún hafði ekki fyrr lagt á borð- ið en dyrabjallan hringdi. En hún mátti ekki opna. Verst var. ef þetta skyldi nú vera einmanalegi verzlunarmaðurinn. Og ef hann færi svo án þess að tala við Veru ....! < Felieia hljóp fram í forstofuna og gægðist út í gegnum smáglugga, sem var á hurðinni. Úti var ó- kunnugur maður. Þá hlaut hann að hafa fengið bréfið. Honum var óhætt að hleypa inn. HEIMILISRITIÐ „Gerðu svo vel“, sagði hún kurt- eislega. „Viltu ekki koma inn fyrir. Vera frænka mín kemur undir eins“. Hann stóð kyrr fyrir utan og virti hana fyrir sér. ..Það er líklega be^t að ég komi aftur seinna“. j „Nei, nei, farðu ekki. Það verð- ur í mesta lagi hálftími þangað til hún kemur. Hún verður áreiðan- lega voða leið, ef þú ferð án þess að tala við hana“. Hann var myndarlegur .... dá- lítið alvarlegur á svipinn .... en það var skiljanlegt, fyrst hann var einmana. „Viltu ekki fá þér sæti“, spurði Felicia og leiddi manninh inn í stofuna. „Þakka þér fyrir“. Hann settist og leit forvitnis- lega í krin’g um sig. „Ég er viss um að þér lízt vel á Veru“, sagði Felicia vongóð. „Það lízt öllum vel á hana. Og ég hugsa að hún sé líka einmana“. Hann leit forviða á Feliciu. „Jæja, ég get trúað, að þáð sé ekkert gaman fyrir hana“, svaraði hann samúðarfullur. „Býrð þú hjá frænku j)inni?“ „Já, en bara á meðan pabbi og mamma eru á ferðalagi .... og þegar þau koma verður hún ennþá einmanalegri". ,,/Etli, hún flvtji þá ekki eitt- í

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.