Heimilisritið - 01.02.1944, Síða 16

Heimilisritið - 01.02.1944, Síða 16
kaupsýslúmenn. seni höfðu gert sér glaðan dag. „Þessi frakkalausi er Lewis Enston". sagði Kestry. sem alla þekkti. „Hann er einn af stórkörl- unum í Wall Street“. „En hinir tveir?“ spurði Andy, ekki sérlega forvitinn. „Þeir eru líka kauphallarbrask- arar, en ekki í cins miklum met- orðum. Edward Costello — sá hái og hinn heitir Jules Hammel. Ef við ættum að hafa allan glæpalýð- inn í þeirri starfsgrein í mynda- safninu okkar, þyrftum við að stækka lögregluskrifstofurnar“. — Kestry flutti vindilinn yfir í hitt munnvikið. „Eg myndi heldur vilja láta sjá mig á götu með heið- virðum stórglæpamanni en með nokkrum þessara guðníðinga“, sagði hann að lokum. Andy Herrick virti þremenning- ana fyrir sér með vaxandi athygli. „Þig skiljið mig þá, strákar", sagði Enston þvöglumæltur og studdi sig við gesti sína, til þess að halda jafnvæginu. „Þetta er bissness. Ég er alls ekki harð- brjósta. Ég er góður konunni minni, börnunum mínum og öllum mönnum. Og ef ég get hjálpað eitt- hvað upp á sakirnar hjá ykkur, þá skuluð þið í öllum bænum ekki liggja á því“. „Þetta er þér líkt, Lewis“, muldraði Hammel glaseygður. „Er ekki bezt að við borðum saman hádegismat á þriðjudag- inn“, sagði Costello. „Hver veit nema við konnim þá með eitthvað, sem þú færö álniga á". „Allt í lagi", sagði Enston. „Á þriðjudaginn". „Gleymdu ekki gjöfunum til krakkanna“, sagði Hammel. „Nei, það skaltu ekki vera hræddur um“. Enston kreppti hnefann þannig, að vísifingurinn vísaði beint fram og þumalfingur- inn upp í loftið. Svo miðaði hann á Hammel. „Upp með hendurnar!" sagði hann. Svo skellihlógu þeir allir. Þeir kvöddust við dvrnar með innilegu handabandi og slóu á öxl- ina hver á öðrum í bróðerni. Ens- ton gekk riðandi að lyftunni. Kestry beit vonskulega í vindil- inn. „Býr hann hérna?“ spurði Andy. „Hann leigir hérna íbúð“, sagði Kestry. „Hann hefur alla þakliæð- ina og aðgang að þaksvölunum. Það kostar hann hvorki meira né minna en fjörutíu þúsund dollara á ári. Hann hefur heilan flokk af féglæframönnum í þjónustu sinni, sem útvega honum peninga. Ef ég segði yður nokkur dæmi af þeim brögðum, sem þessar blóðsugur beita, mynduð þér segja mig ljúga“. Þeir stóðu þarna litla stund á meðan Kestry sagði nokkur sögu- ágrip, sem ekki voru fésýslumönn- 14 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.