Heimilisritið - 01.02.1944, Síða 18

Heimilisritið - 01.02.1944, Síða 18
„Hvað var í þessuni pakka?" spurði Andy. Þjónninn leit á borðið. „Það -feeit ég ekki. Eg lield að gestirnir hafi hlotið að koma með hann með sér. Ég sá hann á matborðinu, ]>cgar ég kom með yfirhafnirnar handa gestunum. Enston tók hann þaðan. þegar hann var búinn að fylgja mönnunum til dvra, og fór með hann inn í svefnherbergi”. „Hann minntist ekkert á hann?“ „Nei". Þeir voru ónáðaðir við það að barið var að dyrum. Voru þar komnir rannsóknarlögregluþjónar úr ýmsuiri deildum lögreglunnar, myndasmiður, læknir o. s. frv. Á meðan þeir voru önnum kafnir í svefnlierberginu gekk Andy inn í stofuna. Þar sáust glögg merki um veizlufagnað — ' vindlastúfar í öskubökkum, vínblettir á dúkum. aska út um allt. En hann hafði engan áhuga á nokkru þessu. Á EINIJ borðinu fann hann sér- kennilegt leikfang. Var það lítil skál með sex smáfuglum, smíðuð- um. er stóðu í hring á yztu brún hennar, og gátu þeir hreyí'L höf- uðið. Undir skálinni voru ' sex stuttar taugar, bundnar í annan andann við kúlu, en í hinn endann við háls fuglanna. Andy komst að raun um, að þegar hann hreyfði skálina þannig, að kúlan snerist í hring undir henni, ýmist hertist cða slaknaði á hverri einstakri taug í röð, þannig að fuglarnir virtust vera að tína upp korn. Hann stóð lengi og lék sér að leikfangi þessu. en tók svo allt í einu eftir því. að Ijósmyndararnir og flestir lögreglumennirnir vpru farnir. „Jæja. ,svo hinn mikli leynilög- reglumaður starfar", sagði Kestry ertandi. „Þetta er liaglega gert", sagði Aridy. „Eiga bornin það?“ spurði hann þjóninn. „Enston kom með það heim í kvöld. Hann ætlaði að gefa Anna- bel litlu það“, svaraði þjóninn. „Hann hafði unun af þvi að vera alltaf að gefa börnunum leikföng“. Andy spurði Kestry. þegar þeir fóru: „Eru nánari málsatvik kunn?“ „Það var sjálfsmorð, alveg aug- ljóst“. „En hvers vegna framdi hann sjálfsmorð?" spurði Andy. „Hvernig ætti ég að vita það? Komdu upp á skrifstofu á morg- un, þá býst ég við að vera ein- hverju nær“. DAGINN EFTIR, þegar kluick- an var hálf eitt, gekk Andy inn í skrifstofu Kestrys. „Hafið þið upplýst hvers vegnu Ens’ton framdi sjálfsmorð?“ var fyrsta spurning hans. „Nei. ekki enn. En þfess verður 16 HBtMILXSRITJÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.