Heimilisritið - 01.02.1944, Síða 19

Heimilisritið - 01.02.1944, Síða 19
ekki langt að bíða“, svaraði Kestry. „Ég á von á Costello og Hammel þá og þegar“. Lítilli stundu síðar var vinum milljónamæringsins vísað inn. Kestry símaði eftir hraðritara og kveikti sér í vindli á meðan vitnin settust. Kestry lét góða stund Hða þar til hann hóf yfirheyrsluna. „Costello, hvað hafið þér þekkt Enston lengi?“ ,.Atta eða níu ár“. „Voruð þið meðeigendur í nokkrum fyrirtækjum?" „Nei. bára vinir“. „Getið þér gert yður nokkra grein fyrir því. hvers vegna hann framdi sjálfsmorð?“ „Nei, ég skil það ekki, og mér varð mjög mikið um, þegar ég frétti þetta. Við vorum saman í gærkvöldi, og þá var hann í ágætu skapi. Hann hefur grætt vel að undanförnu. Hann átti von á konu sinni og börnum heim, og hann hlakkaði mjög til að sjá þau“. „Hafið þér sjálfur grætt vel upp á síðkastið?“ „Nei. þvert á móti“. „Á hvaða fyrirtæki hafið þér tapað?“ „Alþjóðabaðmullarfélaginu“. Kestrv þagnaði til þess að leita að eldspýtum. Costello tók upp vindlingakveikjara sinn og kveikti fyrir hann. Andy leit ósjálfrátt á kveikjarann. Hann var óvenjuleg- ur í lögun og það mátti sjá að á honum kviknaði með rafneista í stað tinnu. „Er þetta nýjasta gerðin af vindlakveikjurum?“ spurði Andy. Costello sýndi kveikjarann í hendi sér. „Ég hef sjálfur fundið hann upp — hann fæst ekki í búð- um. Ég smíðaði hann sjálfur“. „Það þarf sérkunnáttu til slíks“, sagði Andy. „Þetta er sniðug upp- finning“. „Ég er útlærður rafmagnsfræð- ingur". svanaði Costello þurrlega. Eftir nokkrar spurningar í við- bót, sneri Kestrv sér að hinum manninum. „Hammel, höfðuð þið Enston nokkurra sameiginlegra hagsmuna að gæta?“ „Nei, við vorum þara ágætir kunHÍngjar". „Hvað töluðuð þið um í gær- kvöldi?" „Við röbbuþum um væntanlega samvinnu. Eg hef nefnilega líka tapað á Alþjóðabaðmullarfélag- inu. Eitt af fyrirtækjum Enstons var Alheims-vefnaðarvörufélagið. Hlutabréf hans eru í háu gengi — en hlutabréf okkar standa lágt. Við vonuðumst til að samvinna tækist milli okkar“. „Hvernig tók Enston því?“ „Dauflega. Honum fannst við ekki nógu sterkir". „Urðuð þið nokkuð missáttir þess vegna?“ HEIMILISHITIÐ 17

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.