Heimilisritið - 01.02.1944, Page 31

Heimilisritið - 01.02.1944, Page 31
Berlin, 7. marz. hann sendi þangað ríkisvarnarlið- ið. Það virðist of mikil áhætta, því að .augljóst er. að franski herinri getur rekið það öfugt út aftur. Tal- ið er. að slegið hafi í brýnu í ráðu- neytinu í dag milli Neuraths, Sehachts og h^rshöfðingjanna, sem ráða Hitler sennilega til að fara hægt í sakirnar. Einn fréttamaður sagði mér í kvöld, að Hitler myndi ekki senda hersveitir inn í Rínar- löndin heldur aðeins lýsa því yfir, að hið öfluga lögreglulið, sem hann hefur þar, sé hluti af hgrnum og gera þannig enda á afvopnunina á'einfaldan hátt. Maður nokkur í Wilhelmstrasse sagði mér. að Hitl- er heföi tekið skjóta ákvörðun urn þetta, er honum barst fregn frá sendiráði sínu í París um það, að samningur Frakka og Rússamyndi verða samþykktur í efri deild þingsins innan eins eða tveggja daga. Berlin úir og grúir af naz- istaleiðtogum, sem smalað er í snatri 'vegna Ríkisþingsfundarins. Sá marga þeirra í Kaiserhof, og þeir sýndust vera í æstu skapi. 'Ijilaði nokkrum sinnum í símá við dr. Aschmann, blaðaleiðtoga í ut- anríkisráðuneytinu. og hann neit- aði alltaf harðlega, að þýzkur her vrði sendur inn í Rínarlöndin á morgun. Það kæmi stýrjöld af stað, sagði hann. Skrifaði skýrslu um þetta. sem hefur ef til vill verið helzt til gætileg. Við sjáum nú til á morgun. Helzt til gætileg var hún! Hitler tróð í dag undir fótum Locarno- samninginn og sendi Ríkisvarna- liðið til þess að hernema afvopn- uðu svæðin í Rínarlöndum. Ymsir bölsýnir stjórnmálamenn telja, að þetta komi af stað ófriði. Flestir halda. að Hitler muni fleytast það. Mestu máli skiptir. að franski her- inn hefur ekki látið á sér bæra. í kvöld stóðu gráklæddir þýzkir her- menn andspænis bláklæddum frönskum hersveitum við Rín í fyrsta skipti síðan 1870, sínir á hvorum bakka. Ég átti símtal við Karlsruhe fýrir einni stundu, og engin vopnaskipti höfðu orðið þar. Eg hef haft simasámband við skrifstofu okkar í París i allt kvöld og sent þeim skýrslur. Þeir segja, að engin hervæðing fari fram í Frakklandi, ekki ennþá að minnsta kosti, — en ráðuneytið situr á fundi með herforingjaráðinu. Bret- ar virðast halda aftur af þeim eins og í fyrra. Hershöfðingjar Ríkis- varnarliðsins eru órólegir. en þó ekki eins og þeir voru í morgun. Ég ætla að rekja atburði dags- ins. Klukkan tíu í rnorgun afhenti Neurath sendiherrum Frakka, Breta. Belga og ítala tilkynningu. Við komumst undir eins á snoð- ir um þessi tíðindi, því að dr. Dickhoff, utanríkisráðherra, kall- aði til sín Freddy ðlayer, ráðu- »aut í amerisku sendisveitinni, og HEIMILISRITJE 29

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.