Heimilisritið - 01.02.1944, Qupperneq 34

Heimilisritið - 01.02.1944, Qupperneq 34
þingskríl, að þýzkir hersveitir séu þegar á göngu inn í Rínarlöndin. Hernaðarandinn, sem brennur í hinu germanska blóði þeirra, stíg- ur þeim til höfuðs. Þeir stökkva enn upp, æpandi og öskrandi. Gestir á áheyrendapöllum gera hið sama. allir nema nokkrir erlendir stjórnarerindrekar og um fimmtíu fréttamenn. Þeir hefja hendur til kveðju í þýborinni lotningu, and- litin afmynduð af sefasýki, gapandi munnar æpa, — æpa, og augun, logandi af æsingu, stara á þennan nýja guð, þennan Messías. Og Messías leikur hlutverk sitt af snilli. Hann lýtur höfði eins og í mikilli auðmýkt og bíður þess þol- inmóður að hljóðni. Þá hefur hann heitin tvö, og röddin er lág og titrandi af klökkva: „I fyrsta lagi sverjum vér að láta ekkert vald í veröldinni hindra oss í að rétta við heiður þjóðar vorrar og þola heldur hinar þyngstu þjáningar en að gefast upp. í öðru lagi heitum vér því, að nú skulum vér framar en nokkru sinni fyrr berjast fyrir bættri sambúð Evrópuþjóða, eink- um hinna vestrænu nábúa vorra ----------. Vér gerum engar kröf- ur til landa í Evrópu! Þýzkaland mun aldrei rjúfa friöinn!" Löng stund leið áður en fagnað- arópunum linnti. Frammi í saln- um og biðstofunni voru menn eins og töfrum bundnir og úthelltu ást- úð sinni hver yfir annan. Nokkrir •hershöfðingjar smeygðu sér út. Bak við brosin á andlitum þeirra var óróinn auðsær. Við biðum úti fyrir Óperuhöllinni þangað til Hitler og hoffinnar hans óku burt, því að S. S. verðirnir slepptu okk- ur ekki út fyrir varðhringinn. Eg gekk í gegnum Tiergarten með John Elliot og við fengum okkur hádegisverð á Adlon. Við vorum svo furðu lostnir, að fátt var sagt. ..Kosningar" eiga að fara fram 29. marz, „svo að þýzka þjóðin geti fellt dóm um forystu mína“, eins og Hitler orðar það. Úrslitin eru auðvitað fyrirfram ákveðin. en það var tilkynnt í kvöld, að Hitler mundi halda tólf „kosningaræður“ og byrja á morgun. , Hann reyndi mjög kænlega að friða Pólverja í dag: ,,Eg vil, að þýzka þjóðin skilji það, að þótt oss sé ekki sársaukalaust að sjáv- argata þrjátíu og fimm milljóna þjóðar skuli skera í sundur þýzkt land. þá er ósanngjarnt að neita svo mikilli þjóð um slík réttindi“. Svo mælti hann. Eftir hádegisverðinn gekk ég einn um Tiergarten til þess að ná aftur jafnvægi. Nálægt Skagerak- platz gekk ég fram á vori Blom- berg hershöfðingja, þar sem hann labbaði með tvo hunda í bandi. Hann var enn fölur sem nár og titringum í vöngunum. „Hefur eitthvað gengið afskeiðis?“ hugs- \ 32 HEIMILISRITIB
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.