Heimilisritið - 01.02.1944, Qupperneq 37

Heimilisritið - 01.02.1944, Qupperneq 37
baðað, þéttskipað hjálmbúnum hermönnum, og heldu þeir á gunn- fánum, sém bar við laufgrænan bakvegg og hékk þar á kross mikill úr silfri og svörtu járni. A salar- gólfi og veggsvölum blikaði hvar- vetna á forna keisaraliðsbúninga og broddhjálma. Hitler sat hnar- reistur í keisarastúkunni og um- hverfis hann herstjórar eldri og yngri. Þar sat Mackensen yfirhers- höfðingi í riddaraforingjabúningi sínum með hauskúpumerkinu, Göring í glitrandi búningi flugfor- ingja, bláum og skarlatslitum, vón Scekt hershöfðingi, stofnandi Rík- isvarnarliðsins,von Fritsch, núver- andi foringi þess. von Raeder að- míráll, yfirforingi hins hraðvax- andi herflota, og von Krausz hers- iiöfðingi í einkennisbúningi frá dögum keisarahers Ungverjalands og Austurríkis, enda var ásjónan prýdd geysimiklu Franz Jósefs skeggi. Fjarverandi voru ekki aðr- ir en Ludendorff gamli, sem fær- ist undan að friðmælast við fyrr- verandi liðþjálfa sinn og afþakk- aði nafnbót yfirhersliöfðingja, og svo ríkiserfinginn. Blomberg yfirhershöfðingi flutti ávarp, kynlegan bíending af blekk- ingum, ögrunum og lofgerð um hið dýrðlega hlutverk hermannsins. „Vér viljum ekki árásarstyrjöld“, sagði hann, „en óttumst ekki lield- ur varnarstyrjöld". Þó veit hver maður hér, að hann gerir jiað, en þeiií vita það ekki í París og London, og í gær var hann logandi hrædd- ur um, að ófriður skylli á. Ber- sýnilega var það að boði Hitlers. að Blomberg seildist til þess í ræðu sinni, og það á óhermannlegan liátt, að þagga niður orðróm um, að foringjar ríkisvarnarliðsins hefðu verið mótfallnir hernámi Rínarlandanna og hefðu litla sam- úð með nazismanum. Mér fannst ég sjá, hvernig Fritsch kveinkaði sér, þegar vfirmaður hans afneit- aði öllum „gróusögum, sem ganga meðal manna um ósamkomulag hersins og nazistaflokksins“. Síðan hélt hershöfðinginn áfram og herti á: „Vér í hernum erum Þjóðernis- jafnaðarmenn. Flokkurinn og her- inn standa nú fastar saman“. Hann tók svo að greina ástæður til þess. „Bylting Þjóðernisjafnað- armanna sundraði ekki gamla hernum, eins og títt er í bylting- um, heldur endurskapaði hún hann. Ríki Þjóðernisjafnaðar- manna leggur yður í hendur gerv- öll augæfi sín. fólkið, alla æsku- menn sína“. Síðan lítil bending um framtíðina: „Stórkostleg ábyrgð hvílir á herðum yðar. Og hún er mun þyngri fyrir það, að ný hlut- verk kunna að híða vor“. Meðan Blomberg talaði, lét Göbbels varpljósin dansa og film- vélarnar mala, fyrst um sviðið og síðan stúkuna, þar sem foringinn sat. Eftir þessa „messugerð“ kom HEIMILISRITIÐ 35
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.