Heimilisritið - 01.02.1944, Qupperneq 40

Heimilisritið - 01.02.1944, Qupperneq 40
Telurðu kjark úr börnum? BARNIÐ var að reyna að kom- ast yfir girðingu úr timbri, til þess að ná í rauða boltann sinn. Girðingin var lág, en bamið var ekki heldur hátt í loftinu. >að var örfárra hundraða daga gam- alt, kunni fáein orð og hafði iitla lífsreynslu. Ég hljóp til og ætlaði að hjálpa litla stúfnum mínum, en móðir hans aftraði mér frá því. „Lofaðu honum að glíma við það einum“, sagði hún blíðlega, „En girðingin er alltof há fyrir hann“. „Já, það sjáum við bæði, en ekki hann“, svaraði hún. ,,Það dásamlega í fari barna, er ein- mitt, að þau þreytast aldrei á því að glíma við óviðráðanleg viðfangsefni og tekst stundum að sigrast á þeim. Þau biðja grátandi um að fá tunglið, og ef til vill mun sá dagur renna upp“, sagði hún og brosti lítið eitt, „þegar einhverju þeirra tekst að ná því“. Á meðan við vorum að tala saman hafði litli kúturinn borið lítinn stól, sem hann átti, að girðingunni og klifrað upp á hann, En hann komst að raun um að stóllinn var ekki nógu hár, svo að hann náði í smákassa og lét hann upp á stólinn. Síðan klöngraðist hann með miklum bægslagangi upp á allt saman, tókst að komast upp á girðing- una, vóg þar salt litla stund, rjóður og móður, lét sig svo falla hiður í hinn garðinn og greip boltann sinn sigri hrósandi. Girðingin var of há fyrir hann en hann vissi það ekki. Frank Moseley. --★--- SKOPSÖGUR UM BERNHARD SHAW Það var verið að sýna eitt af leikritum Bernhards £>haw. Eftir sýninguna kom Shaw fram til þess að þakka hinar ágætu viðtökur gestanna. A efstu svölum sat per- visinn náungi, sem flautaði og lét öllum illum látum. Sliaw lyfti annarri liöndinni og áhorfendurnir liættu að' klappa. Hann leit upp á svalirnar, liorfði á óánægða manninn og sagði: — Kæri vinur. Eg hef nákvæmlega samu álit á leiknum og þér. En hvað getum við tveir áorkað gegn svona mörgum? ★ Bernhard Shaw var eitt sinn gestur í kvöldveizlu. Lélegur fiðluleikari var fenginn til þess að leika nokkur lög fyrir gestina. Húsmóðirin spurði Shaw. livernig lionum líkaði við fiðluleikarann. — Hann minnir mig á Paderewski, svar- aði Shaw. — Paderewski? Hvað eigið ]>ér við? Hann er ekki fiðluleikari. — Það er einmitt þess vegna, sem hann minnir mig á Paderewski. 38 HEIMILISRITIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.