Heimilisritið - 01.02.1944, Síða 51

Heimilisritið - 01.02.1944, Síða 51
Anuars rifjaðist dálítið upp fyrir mér áðan, sem ég hugsa að geti haft talsverða þýðingu". „Hvað?“ „Það fór maður, sem ég kannast við, til Barsilíu fyrir árið síðan. Hann lofaði 'að reyna að hafa spurnir af Worthington. Hann kom aftur, einmitt um líkt leyti og faðir Jims dó, og áður en ég fékk tæki- færi til þess að tala við hann, kom Jim sjálfur heim, eða sá sem þótt- ist vera hann. Ef hann hefur fund- ið Jim sjálfan í Brazilíu. þá gæt.i hann orðið okkur til hjálpar. Hann gæti ef til vill sannað. að maðurinu, sem þykist vera Worthington, er svikari og falsari“. „Hvaða maður er bað?“ „Hann heitir IJugh Pollard og er lögfræðingur“.. „En heldurðu ekki að hann hefðí gert einhverjar ráðstafanir, ef hann hefði grun um svikin?" ..Ég veit ekki. Pollard er oft at- •anboígar. Hann þekkir marga og hefur mikið að gera. Sennilega hef- ur hann ekki hitt Jim Worthing- ton, síðan hann kom heim“. Veðrið var milt og kyrrt. Rósa- ilminn lagði þeim að vitum. Bill sagði: „Carol, bíddu svolitla stund. Ég þarf að skreppa inn og hringja. Ég kem strax aftur“. „Já, hér er gott að vera“, sagði Carol. Bill flýtti sér inn. Hann tók HEIMILISEITIÐ símann og hringdi á spæjaraskrií- stofurnar. Hann skrifaði þær upp- lýsingar hjá sér, sem hann fékk við fýrstu upphringingu. Svo hringdi hann til næsta spæjara, en var ekki svarað. Sá þriðji anzaði, en hafði lítið markvert að segja. Bill leit yfir það. sem hann hafði skrifað hjá sér af þeim upplýsing- um, sém einkaspæjararnir höfðu veitt honum. Þær voru ekki svo ■miklar að hægt væri að finna nokk- urn Akkillesarhæl á þessum Wor- thington. Eignir Worthingtons gamla höfðu verið virtar á eina og kvart milljón dollara. Arfurinn skiptist jafnt á milli Jim og Sadi. Jiin hafði verið skipaður umráða- maður yfir eignunum, og eftir að hann kom frá Suður-Ameríkuhafði hann tekið öll fjármálin í sínar hendur. Öllum bar saman um, að hann væri ábyggilegur maður og vel þokkaður. Hann var dálítið léttúðugur, en ekki svo að sakaði. Hann liafði aðeins hug á tveimur stúlkum, Carol Adams og Marry Smith. Systir hans var mjög hrif- in af honum. Nokkurra manna var getið, sem taldir voru honum ná- kunnugastir, én Hugh Pollard var hvergi nefndur. Ekki var heldur minnst á Faris eða Knowles. Það var yfirleitt ekkert á þessum skýrslum að græða. Bobbie hafði lieyrt hann hringja. „Nokkuð gott að frétta, Bill?“ spurði hún. 49

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.