Heimilisritið - 01.02.1944, Side 56

Heimilisritið - 01.02.1944, Side 56
in. Hún var úti í garðinum allan tímann. Hún gat ckki hreyft sig úr felustað sínum, því að þá átti hún á hættu að sjást frá húsinu. En þegar þeir fóru, læddist hún inn um bakdyrnar. Hún var með öxi í hendinni og ég sá hana í eld- húsdyrunum, þegar ég kom inn uin forstofudyrnar“. Bill leit á Carol. „Ég ætlaði ekki að nota hana — Bill“, sagði Carol. „Pete var Iíka fyrri til að ráðast á manninn“. „Og kom Worthington ekki ait- ur?“ „Það getur vel verið, að hann hafi komið, en ef svo hefur verið, þá hefur honum sennilega ekki þótt árennilegt hérna, því að ég fékk nokkra samverkamenn mína til þess að standa vörð við húsið. Worthington kemur ekki að tóm- um kofanum, ef hann ræðst aftur tfl inngöngu“. Bill kastaði ofan af sér sænginni og steig fram úr. Hann var í rónd- óttum náttfötum af Pete. Þegar hann reis á fætur sortnaði honum fyrir augum. Hann settist aftur og lokaði augunum litía stund. „Afsakið okkur stúlkur. Ég ætla? að hjálpa honurn Bill til að klæða sig“, sagði Pete. Þær gengu fram. „Þið fáið bita eftir tíu mínútur“, kallaði Bol>bie. „Og látið þið okkur nú ekki bíða“. Bill þreifaði framan í sig. „Eg gæti trúað því, að ég væri ekkert sérdeilislega frýnilegur“, tautaði hann. „Hvernig er augað í mén?“ „O, ætli að það hafi ekki farið eitthvað upp í það“, svaraði Pete kímileitur. „Reyndu að losa þig úr þessum náttfötum. Þú verður skárri, þegar þú hefur fengið þér bað, etið nokkra aspirínskammta og eitthvað matarkyns“. Bill efaðist um það. Hann var aurnur um allan skrokkinn og gat sig varla hrært. Hann staulaðist þó inn í baðherbergi. „Ég hefði kannske átt að spjalla við lögregluna í gærkvöldi“, sagði Pete. „Ég lét nú samt ekki verða úr því. Og á meðan ég var að smala strákunum saman hingað, slapp hann í burtu, blókin, sem ég sló kalda. En í tilefni af hverju geng- ur allt þetta á?“ Bill hristi höfuðið. „Ég held, að það sé ekki vert að þú vitir það“. „Ekki samþykki ég það“, svar- aði Pete. „Eins og þú veizt, voru þessir kumpánar ekkert mjúkhent- ir við konuna mína í gærkvöldi. Ég vil ekki láta slíkt koma fyrir aftur. Hvort sem þér fellur betur eða verr, verðurðu að gera mig að þátttakanda í leiknum. Um annað er ekki að ræða“. Bill fór undir steypuna og lét vatnið streyma vfir sig. Hann hafði það eins heitt og hann þoldi og svo ískalt. Honum leið miklu betur og hann þurrkaði sér vandlega. „Jæja. komdu með það,“ sagði* 54 HEIMILISRms

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.