Heimilisritið - 01.02.1944, Síða 60

Heimilisritið - 01.02.1944, Síða 60
MIKILS VIRTUR MAÐllR Gamansaga eftir KRÍSTEN GUNDELACH Fyrir nokkrum árum dvaldi ég um vikutíma í litlum og afskckkt- um dal í Noregi, scm Grautardal- urinn nefnist. Hann er þakinn skógi og að honum liggja mikil fjöll. Aðeins í botni (Jalsins, með- fram ánni, voru nokkrir strjálir og kumbaldarlegir sveitabæir. Fólkið, sem þarna bjó, stundaði eingöngu landbúnað, nema presturinn — hann lifði á því að göfga menn- ina, og kirkjugarðsvörðurinn, sem lifði af því að grafa þá. í þennan dal kom Olsen, sem lifði á peningunum sínum. Hver var Olsen? „01sen“ var mest notaða orðið í mállýsku dalsbúanna — það var á allra vörum og borið fram með dýpsta virðingarhreim og lotning- arsvip: „Ég hef heyrt að Olsen hafi sagt“ — „að Olsen hafi gert“ — ..Olsen kvu álíta að —“. Þessar setningar voru algengar. En það var fyrst sunnudaginn — nokkrum dögum eftir komu mína, að ég spurði gestgjafa minn, hver Olsen væri. Gestgjafinn var bóndi, sem jafnframt búskapnum 58 hafði á hendi greiðasölu. Við urð- um samferða til kirkju, án þess að eiga orðaskipti svo tcljandi sé — og það var fyrst þegar við vorum komnir á áfangastaðinn og ég ætl- aði inn í kirkjuna, að gestgjafi minn stöðvaði mig með þessum orðum: „Við þurfum víst að bíða. — Olsen er ekki kominn ennþá“. „01sen?“ „Já, við erum ekki vön því hérna að fara inn í kirkjuna á und- an Olsen — okkur finnst eins og að það sé ekki tilhlýðilegt — við erum vön að bíða fyrir utan, þar til hann er kominn“. Ég leit í kring um mig og sá, að söfnuðurinn stóð í smáhópum fvrir utan kirkjuna. Við gengum að einum hópnum. Þeir sem í hon- um voru kölluðust, af veikum mætti, stórbændur sveitarinnar. Þá var það. að ég bar fram spurninguna: „Hver er Olsen eiginlega? — Hann virðis't vera maður i miklu áliti". Það kom hátíðasvipur á alla HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.