Heimilisritið - 01.06.1948, Blaðsíða 7

Heimilisritið - 01.06.1948, Blaðsíða 7
honum á herðarnar. „Koma dag- ar koma ráð, sagði gamla fólkið! Ef það er svo, að sýslumaðurinn eigi sök á óhamingju þinni, finnst mér að það væri nær fvrir þig að hefna þín en að vera að væla eins og krakki“. „Mér heyrist að ekki sé betur ástatt fyrir þér en mér“, sagði Sölvi. „Að vísu, en ég ætla ekki að láta það fara með mig, kunn- ingi!“ Sölvi glennti upp augun. „Við hvað áttu, maður?“ „Ég á við, að við höfum tapað öllu, setið í tugthúsinu og kær- astan þín vill hvorki heyra þig né sjá! Við erum ekki menn ef við hefnum ekki slíkrar smánar og skaða“. „Ég get að minnsta kosti aldr- ei orðið samur maður á eftir“, sagði Sölvi. „Það er einmitt það sem ég er að meina. Og þessvegna verðum við að hefna okkar á Torfa“. „Það er allsendis ómögulegt“. „Láttu mig um það, Sölvi! Taktu eftir því sem ég segi! A morgun kemur bátur inn í vík- ina við fuglabjargið. Báturinn fer laumulega. Þú ert á vakki þar nálægt. Og allt í einu flýgur þér í hug að hér muni vera um smyglara að ræða. Þú ferð beina leið til sýslumannsins og segir honum frá því. Hann verður himinlifandi, því að nú er langt síðan hann hefur náð í nokkurn lögbrjótanna, þótt allir viti að þeir séu á vakki hér í kring. Þú vinnur tvennt með þessu. Sýslu- maðurinn verð'ur þá hrifinn af því hve vandaður þú ert, og verður fús til að fyrirgefa þér ýmislegt annað. Ef til vill biður hann þig að aðstoða sig og það skaltu gera“. Sölvi stóð með opinn munn og hlustaði. Hann skildi hvorki upp né niður. „Ég held að þú sért að gera að gamni þínu, kunningi!“ „Gerðu eins og ég segi!“ Jó- hann leit skipandi á félaga sinn. Svo bætti hann við í vingjarn- legri tón: „Ef þú hlýðir mér nú muntu ekki sjá eftir því! Kannski verður það til þess að þú fáir Fríðu“. „En ef ég nú segi nei?“ „Þá fer ég beina leið til sýslu- mannsins og segi honum frá því að það hafi verið þú og enginn annar sem framdir innbrotið í búðinni í fyrra“. Þetta reið baggamuninn. Jó- hann hafði allt ráð Sölva í hendi sér síðan hann komst að þessu lítilræði, og Sölvi sá þann kost- inn vænstan að ganga inn á allt sem Jóhann krafðst af honum. En honum var gjörsamlega ó- mögulegt að botna í þessu. Ef það var meiningin að gabba yfir- HEIMILISRITIÐ 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.