Heimilisritið - 01.06.1948, Blaðsíða 8

Heimilisritið - 01.06.1948, Blaðsíða 8
valdið, gæti það orðið dýrt spaug. Sölvi var allt annað en í góðu skapi þegar þeir skildu félagarn- ir. Og í hjarta sínu sór hann þess dýran eið að hefna þessa á Jó- hanni. DAGINN eftir var Sölvi árla á fótum. Hann slangraði út um eyjuna góða stund og lét líta lit eins og hann liefði ekkert sér- stakt í huga. Hann var að vona að þessi bátur, sem Jóhann hafði talað um, væri grilla ein. Hon- um varð léttara í skapi eftir því sem frá leið, en þá kom hann allt í einu auga á bát sem var róið hægt og hljóðlega inn í litla vík rétt undir fuglabjarginu. Sölva féll allur ketill í eld. Hann var eins og mús undir fjalaketti. Hamingjan mátti vita hvern enda þetta ævintýri tæki! En þótt það kostaði hann ótal óþægindi, þorði hann ekki fyrir sitt líf að svíkja Jóhann. Báturinn var nú kominn alveg inn í víkina. Sölvi gekk niður einstigi nokkurt og kom niður að sjónum í því að báturinn lenti. Þrír menn voru í bátnum. Þeir stukku þegar á land. Þeir skiptu sér ekkert af Sölva. Hann gerð- ist nú djarfari þegar liann sá að þeir grunuðu hann ekki og tók að hnýsast í bátinn. Fljótt á litið virtist hann vera tómur. En þegar hann gætti betur að, sá hann rönd af kvarteli sem stóð útundan fremstu þóftu bátsins. Smyglararnir voru auðsjáanlega svo öruggir um sig, að þeim hafði ekki fundizt ómaksins vert að fela það betur. Sölva var órótt. Hann var eins og milli tveggja elda. Samvizka hans sagði honum að hann ætti ekki að skipta sér af þessu. Það væri Ijótt, að svíkja menn, sem var eins ástatt um og hann sjálf- an. En á hinn bóginn mundi hann allt of vel hótanir Jóhanns, og þekkti hann svo, að hann gat ekki verið í efa um að Jóhann mundi ekki hika við að fram- kvæma hótun sína ef liann brygðist. En hver gat tilgangur Jóhanns verið með þessu uppátæki? Sölva varð litið niður í bátinn aftur. Það flaug í gegnum huga lians að hann ætti að reyna að ná í kvartelið handa sjálfum sér. Hann gæti svo selt það í laumi. ... En hann varð brátt vakinn til veruleikans aftur við það að einn bátverja kallaði til hans í höstugum rómi: „Geturðu ekki snautað heim til þín! Hvaða bölvað ráp er þetta á þér?“ „Mér er víst jafn frjálst að vera hér og ykkur“. „Farðu, eða við segjum til þín!“ 6 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.