Heimilisritið - 01.06.1948, Blaðsíða 13

Heimilisritið - 01.06.1948, Blaðsíða 13
íás við nefið á lionum. „Þú vogar ekki að láta sjá þig hérna oftar. Ég vil ekki sjá þig, sem bæði ert þjófur og smyglari og ættir réttilega lieima í svart- holinu“. „En þú mundir ef til vill opna fyrir mér ef ég væri tollþjónn“, sagði hann ofur rólega fyrir utan. „En því er nú ekki að heilsa. . . . Snautaðu burtu! Nei, annars, það er bezt að þú fáir að vita það fyrst, að ég hef sagt konu kaupmannsins frá því, að það varst þú og enginn annar sem brauzt inn í búðina. Ég sagði það til þess að þú yrðir settur inn, svo að þú fengir næði til að iðrast skammarstrika þinna“. „Já, en elsku Fríða, lofaðu mér að sýna þér þetta bréf sem ég fékk frá sýslumanninum í dag“. „Mig varðar ekkert um á- kæruskjöl þín“. „Já, en þetta bréf er um allt annað ...“ Fríða gat ekki stillt forvitni sína, hún greip eftir bréfinu og hann heyrði að hún las það fyrir innan. Eftir nokkur augnablik reif hún hurðina upp og vafði handleggjunum um hálsinn á honum og kyssti hann. „Elsku Sölvi minn! Fyrirgefðu mér“, ságði hún. En þegar þau voru komin inn fyrir og höfðu setzt í sófann, mundi hún allt í einu eftir því sem hún hafði gert og fór að gráta. „Þú ferð sjálfsagt í svartholið samt sem áður“, snökti hún. „Hvað áttu við. ... ?“ „Ég sagði frá öllu saman“. Nú var eins og hann hefði átt- að sig til fulls; hann þaut út úr herberginu og linnti ekki á hlaupunum fyrr en hann kom heim til Jóhanns í Xotinu. Hann var sá einasti sem ef til vill gæti hjálpað honum út úr þessari klípu. En þegar hann kom til Jó- hanns var hann ekki einn heima. I stofu hans sátu allir þekktustu smyglarar þorpsins og voru að skipta feng sínum. Sölvi hlust- aði dálitla stund fyrir utan dyrn- ar. Svo hratt hann allt í einu upp dyrunum og stóð mitt á meðal þeirra. „Það gekk ágætlega“, heyrði hann að einn þeirra sagði. „Og það á eftir að ganga enn- þá betur“, skaut Sölvi fram í. „Hvaðan ber þig að?“ spurði Jóhann og reis upp úr sæti sínu. Sölvi sagði: „Ég kem frá sýslumanninum“. „Og kannski hefur hann boðið þér staup af vatni“, sagði einn þeirra, og svo skellihlógu þeir allir. En Sölvi gat ekki tekið gamni. Allt í einu fann hann að liann átti ekki heima í þessum hóp. Hann læddist út og gekk rak- HEIMILISRITIÐ 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.