Heimilisritið - 01.06.1948, Blaðsíða 53

Heimilisritið - 01.06.1948, Blaðsíða 53
, sem mér varð að orði, þegar ég kom inn í stofuna, var að spyrja: Nú, hvað hefur eiginlega kom- ið fyrir? Andartak horfði allt. þetta fólk á mig í ógnþrunginni þögn, síðan svaraði Sigmundur mér, en hin tóku andköf af æs- ingu. Bjarni er genginn aftur, sagði Sigmundur. Ha? Hann koin hingað fyrir klukkustund og sagðist hafa ver- ið í ferðalagi uppí sveit. Hann sefur núna-í herberginu sínu, — sem vár, bætti hann svo við. Hvað ertu að segja maður! hrópaði ég. Bjarrii kominn heim! Eruð þið öll gengin af vit- inu? Hann var jarðaður í gær og ég horfði á þegar líkið var kistu- lagt. — Nú greip Guðrún framm í fyrir mér: Já, við sáum það líka, en við sáum liann koma áðan, fyrir klukkutíma, í gömlu, dröfnóttu ferðafötunum sínum með tvær ferðatöskur, og hann sagðist hafa verið uppí sveit. Já, það er satt, eins og ég sit hér, að það var hann Bjarni minn — og enginn annar, sagði hún fullvissandi, og hin tóku undir í sama tón. Ég hristi höfuðið vantrúaður og liugsaði: Þau eru öll orðin hvínandi vitlaus. Þau hafa tekið það svo nærri sér að missa dreng- inn, að þau sjá hann afturgeng- inn urn hábjartan daginn. Drott- inn minn dýri! Hvílík hörmung að vita annað eins og þetta! A næstu mínútum fékk ég að heyra eftirfarandi skýringu: Klukkan tvö þennan dag var dyrabjöllu hússins hringt, og þegar vinnustúlkan opnaði liti- dyrnar stóð Bjarni úti fyrir. Stúlkan hafði rekið upp nístandi neyðaróp og komið æðandi inn. Móðir Sigmundar var þá, ásamt mágkonu hans og manni henn- ar, í heimsókn og sátu öll inní setustofunni. Þau stukku óðara á fætur, er þau heyrðu veinið í vinnustúlkunni, Sigmundur með formælingar á vörum, en móðir hans sat kyrr; hún var gömul kona. En þau sem upp stóðu, komust ekki lengra en að dyrun- um, sem lágu fram í ganginn, því að þá kom Bjarni blaðskell- andi á móti þeim í dröfnóttum ferðafötum og rjóður í kinnum. Þau viku til hliðar fyrir honum, en hann gekk inn í stofuna og heilsaði. — Það var þá, sem leið yfir ömmu hans; hin krossuðu sig, og móðir hans settist niður í einn stólinn. Bjarni sagði frá því, að hann hefði verið uppí sveit (hann sagði ekki hvar) og að sér iiði dásamlega vel. Hvort þau hefðu verið farin að óttast um sig. Fjölskyldan starði dol- fallin á hann og enginn hreyfði sig. Orðaskipti urðn ekki önn- HEIMELISRITIÐ 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.