Heimilisritið - 01.06.1948, Blaðsíða 51

Heimilisritið - 01.06.1948, Blaðsíða 51
efnaða foreldra á lífi, sem kost- uðu nám hans. Hvernig þekktir þú hann? Ég? Já. Júsko, við vorum miklir vinir. Vorum sam- an í skóla, drukkum og döðruð- um — alltaf saman. Hann borg- aði oftast; ég er fátækur og bý í kjallaraíbúð. Svo veiktist hann og lá tvær vikur, þá dó liann. Eiginlega ósköp eðlilegt. Hann fékk bráða-berkla. Hvernig? Það vissi enginn, ja, nema þá helzt ég. Hann sagði mér alltaf hvern- ig það fór, þegar liann fylgdi ein- hverri stúlkunni heim. Jæja? Já, það er alveg satt: ÞAÐ VAR á Hótel Borg. Hún hét Alma, með brún augu og kolsvart, liðað hár og fallegan líkamsvöxt. Andlitið var fallegt og reglulega lagað. Hún var með hökuskarð og yndislega spé- koppa í kinnunum. — Bjarni faðmaði hana að sér í hugan- um; hann skalf og ölvíman rann töluvert af honum. Máttleysið hrislaðist um hann allan. Bíðum við, hvar varst þú? Ég? Já. — Ég var þá farinn heim með stúlku, auðvitað. Dans- leiknum var lokið. Nóttin varir svo stutt, að ég reyni alltaf að fara sem fyrst heim með döm- una. Ég borða hádegisverð klukkan tólf á hádegi og þarf þess vegna að vera vaknaður þá. Jæja. Hún var að tala við HEIMILISRITIÐ nokkra drukkna slána og einn þeirra var að hjálpa henni í grænu kápuna hennar. Þeir vildu allir fá að fylgja henni heim, en hún virtist ekkert kæra sig um þá; ekki neinn þeirra. Nú, þetta var lagleg stúlka og Bjarni, sem var undir áhrifum áfengis, varð samstundis ástfanginn af henni. Og hann fylgdi henni heim, — auðvitað. Hún átti heima inní Norður- mýri í stóru húsi, á annarri hæð. Bjarni fékk ekki að fara lengra en inní ganginn í kjallaranum. Þar settust þau í stigann. Hann spurði: Fannst þér gam- ah í kvöld? Já, svaraði hún. Ferðu oft á böll? Nei. Ég má það ekki og get það ekki. Hversvegna? Langar þig ekki? Jú, en það er svolítið í vegin- um. Jæja. Hvað gerirðu? spurði hún eft- ir stutta þögn. Ekkert. Finnst þér þá ekki tírainn lengi að líða? Ég var að ljúka námi í lög- fræði fyrir tveimur mánuðum. En þú? Hvað gerir þú? Ekkert. Finnst þér þá ekki tíminn lengi að líða? Jú. Ég tel stundum sekúnd- 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.