Heimilisritið - 01.06.1948, Side 51

Heimilisritið - 01.06.1948, Side 51
efnaða foreldra á lífi, sem kost- uðu nám hans. Hvernig þekktir þú hann? Ég? Já. Júsko, við vorum miklir vinir. Vorum sam- an í skóla, drukkum og döðruð- um — alltaf saman. Hann borg- aði oftast; ég er fátækur og bý í kjallaraíbúð. Svo veiktist hann og lá tvær vikur, þá dó liann. Eiginlega ósköp eðlilegt. Hann fékk bráða-berkla. Hvernig? Það vissi enginn, ja, nema þá helzt ég. Hann sagði mér alltaf hvern- ig það fór, þegar liann fylgdi ein- hverri stúlkunni heim. Jæja? Já, það er alveg satt: ÞAÐ VAR á Hótel Borg. Hún hét Alma, með brún augu og kolsvart, liðað hár og fallegan líkamsvöxt. Andlitið var fallegt og reglulega lagað. Hún var með hökuskarð og yndislega spé- koppa í kinnunum. — Bjarni faðmaði hana að sér í hugan- um; hann skalf og ölvíman rann töluvert af honum. Máttleysið hrislaðist um hann allan. Bíðum við, hvar varst þú? Ég? Já. — Ég var þá farinn heim með stúlku, auðvitað. Dans- leiknum var lokið. Nóttin varir svo stutt, að ég reyni alltaf að fara sem fyrst heim með döm- una. Ég borða hádegisverð klukkan tólf á hádegi og þarf þess vegna að vera vaknaður þá. Jæja. Hún var að tala við HEIMILISRITIÐ nokkra drukkna slána og einn þeirra var að hjálpa henni í grænu kápuna hennar. Þeir vildu allir fá að fylgja henni heim, en hún virtist ekkert kæra sig um þá; ekki neinn þeirra. Nú, þetta var lagleg stúlka og Bjarni, sem var undir áhrifum áfengis, varð samstundis ástfanginn af henni. Og hann fylgdi henni heim, — auðvitað. Hún átti heima inní Norður- mýri í stóru húsi, á annarri hæð. Bjarni fékk ekki að fara lengra en inní ganginn í kjallaranum. Þar settust þau í stigann. Hann spurði: Fannst þér gam- ah í kvöld? Já, svaraði hún. Ferðu oft á böll? Nei. Ég má það ekki og get það ekki. Hversvegna? Langar þig ekki? Jú, en það er svolítið í vegin- um. Jæja. Hvað gerirðu? spurði hún eft- ir stutta þögn. Ekkert. Finnst þér þá ekki tírainn lengi að líða? Ég var að ljúka námi í lög- fræði fyrir tveimur mánuðum. En þú? Hvað gerir þú? Ekkert. Finnst þér þá ekki tíminn lengi að líða? Jú. Ég tel stundum sekúnd- 49

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.