Heimilisritið - 01.12.1948, Page 24

Heimilisritið - 01.12.1948, Page 24
S£ nýkomni var hár, grann- vaxinn náungi með ljóst hár og ferkantað andlit, sem kom mér kunnuglega fyrir, en ég gat ekki í augnablikinu munað hver hann var. Hann var manndráparaleg- ur á svipinn, og ég sá hólk undir flagsandi sportjakkanum, sem hann var í, festan í reim undir handleggnum. Hann leit í kringum sig og spurði: ,,Hvar eru hinir þrír, Roseoe?“ Roscoe Miller, það er ég- „Hvert í......!“ Þarna kom hann mér alveg á óvart. „Hvern- ig veiztu hver ég er?“ „Hvað er að, Roscoe, ætlarðu að telja mér trú um, að þú þekk- ir ekki gæjann, sem kom þér fyrst á sporið í þessari starf- semi?“ Þú hefðir getað' slegið mig í rot með fjöðurstaf, svo forviða varð ég. „Þú meinar þó ekki hann Víga-Rogers?“ En ég sá nú að sá var maðurinn. „Hvar hef- ur þú alið hundinn síðastliðin tíu ár? Ég hélt að þú hefðir fengið þinn skammt í Chicago“. Hann svaraði: „Oh! Ég hef tekið' hvíld frá störfum, til þess að láta þau mistök gleymast, svo að ég hafi ekki lögguna á hæl- unum alla ævi. Ég hef haldið mig utan landhelgi þessi tíu ár síðan“. „Jæja þá, hvað segirðu í frétt- 22 um?“ segi ég sí-svona, „og hvað er þér nú á höndum?“ „Ö, ég á eftir að ljúka einu verki, og svo dreg ég mig aftur í hlé“. „Akkúrat! Hvernig verk er það? Verið getur að þú þurfir kannske hjálpar, og hérna hef ég fjóra góða stráka. Ég hugsa að þú kannist við Mílu-fjarlægð hérna, og Joe. Og svo eru það þeir Jinks Maddox, og Bill Chevers sem verið hefur með mér í fjögur ár“. Þetta sagði ég, eftir að strákarnir voru aftur komnir fram úr felustöðum sín- um. „Halló, strákar“. Jinks sagði: „Þú veizt, Rog- ers, ég hef heyrt margt um þig og ef þú þarfnast aðstoðar þá reiknaðu með mér“. „Ég læt þig vita seinna, ef ég þarf á hjálp þinni að halda. En í auknablikinu skulum við minn- ast liðinna daga, hinna gömlu, góðu daga“. Svo settust allir niður, en ég fer fram í eldhúsið og sæki dá- lítinn ís, sódavatn og whisky- lögg, og fer síðan inn til þeirra aftur. Þegar ég er búinn að fá mér stól, setztur út við gluggann og lít á Rogers, segir hann: „Heyrðu, Roscoe, hefurðu gleymt því, sem ég sagði þér um manndráp við vinnu þína?“ HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.