Heimilisritið - 01.01.1949, Page 25
Smúsaga ejlir
WALTER WHITE
GUÐM. G. HAGALÍN
þýddi
BOBB VAIl að búa sig undir
brottför sína til Cambridge-há-
skóla. Hann var í bezta skapi og
blístraði glaðlega, meðan hann
var að taka saman dótið sitt.
Það var ekki aldeilis dónalegt að
eiga þess kost að fara að heim-
an og stunda háskólanám í
Boston. Hann hafði alltat' þráð'
að komast þangað norður, dvelja
þar langdvölum og fá að kynn-
ast allri þeirri dýrð, sem hann
Ungur blökkumaður
fram að þessu hafði einungis
heyrt talað um eða kynnzt af
bókum. Hann skyldi sannarlega
gæta sín á því að láta sig ekki
henda nein af þeim bat-nalegu
heimskupörum, sem hann hafði
lesið um í sögum, er fjölluðu uin
líf nemenda í heimavistarháskól-
um. Hann hafð'i kynnzt of
mörgum af skuggahliðum lífsins
til þess að hann færi að eyða
sínum tíma í barnabrek. Já,
hann ætlaði sér að stunda námið
af eins miklu kappi og honum
væri unnt og taka hvert prófið
öðru betra, svo að ma'mma hans
og Kennett gætu verið stolt af
honum. Hann ætlaði sér meira
að segja að taka þátt í náms-
skeiðum á sumrin, svo að hann
gæti lokið öllu náminu á tveim
HEIMILISRITIÐ
23