Heimilisritið - 01.01.1949, Síða 27

Heimilisritið - 01.01.1949, Síða 27
Ivarl Allen . . . og tveir eða þrír Itðrir hvítir strákar . .. sem stóðn á stéttinni fyrir utan búð- ina og voru að slæpast . . . þeir . . . þeir voru dónalegir við mig . .. þegar ég kom út . . . Eg flýtti mér . . . þeir hafa vist farið á eftir mér . ..“ Nú náði gráturinn slíku valdi á henni á nýjan leik, að hún kom engu orði upp. Móðirin reyndi að róa hana, talaði af blíðu og nærfærni, bað hana, blessað barnið sitt, að gráta ekki svona mikið. Og Mumma hætti að gráta, nema hvað ekkinn tók öðruhverju fyrir kverkar henni, — og hún hélt áfram að segja frá. Ohugnanlegur svipur færð'- ist yfir andlit Bobbs. Hann liékk þarna fram á handriðið, og beið þess með öndina í hálsinum að heyra það, sem hann óttaðist, en hins vegar fann á sér að koma mundi. „Á gamla túninu . . . rétt hjá járnbrautinni . þar þutu þeir allt í einu í . . . í veg fyrir mig . . . og . . . og tóku mig . . . og . . . Æ, guð, æ guð minn almáttugur! Af liverju drápu þeir mig ekki? — Nú æpti Mumma svo átakan- lega sárt, að það fór í gegnum merg og bein. — „Svo . . . Æ, guð minn góð'ur! Hjálpaðu mér“. Nokkur andartök stóð Bobb eins grafkyrr og hann væri gró- inn við þrepið. Svo greip hann ofsalega heift. Hann hentist upp stigann og inn í herbergi Kennets — og náði í skamm- byssuna og skotin, sem hann vissi, að Ivennet hafði falið þar. Berhöfð'aður og frakkalaus hljóp hann niður stigann og út 'á götu. Móðir hans og Mumma urðu ákaflega hræddar, þegar þær heyrðu til hans, og gerðú sér grein fyrir því, af asanum, sem á honum var, hvað honum bjó í brjósti. Mumma lá á gólf- inu — með höfuðið í kjöltu móð- ur sinnar. Kjóllinn, sem hún var í, var rifinn og blóðugur, og hún var blóðug í framan — og mar- in á leggjum og brjósti. Nú staulaðist hún á fætur — eins fljótt og henni var unnt, og síð- an hljóp hún út um opnar dyrn- ar á eftir Bobb. Og svo afmvnd- að sem andlitið hafði verið af skelfingu, var nú ef til vill enn- þá meiri ógn og hryllingur í augnaráði hennar og andlits- dráttum. „Bobb, Bobb! Komdu! Snúðu við!“ kallaði hún aftur og aftur og varð meir og meir skræk- róma, eftir því sem hún kallaði oftar. „Bobb, Bobb!“ En Bobb var kominn svo langt frá húsinu, að hann heyrði ekki til hennar. Uti fyrir búð Andrésar höfðu tíu menn safnazt saman. Sumir HEIMILISRITIÐ 25

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.