Heimilisritið - 01.01.1949, Síða 38

Heimilisritið - 01.01.1949, Síða 38
LIB FÓR strax inn í svefn- herbergið, en kom að vörmu spori út það'an aftur. „Það er ekki nema einn fataskápur og ein kommóða“, sagði hún nærri því hranalega, og Johnny yppti öxlum. „Þér megið hafa svefn- herbergið, við vorum búin að koma okkur saman um það“. Hann leit á dótið sitt. „Ur því að við tókum þetta til bragðs, verðum við að koma okkur eins haganlega fyrir og hægt er“. Johnny leit á hana stórum augum. „Við' verðum að hafa allt sameiginlegt. Önnur réttlát lausn er ekki til á mál- inu“. Þegar hún sá glettnis- glan^pann í augunum á honum, bætti hún við: „Allt, nema rúm- ið!“ „Það hefðuð þér ekki þurft að taka fram“, svaraði hann. „Eg tek það samt fram — þá er ekki um neitt að villast!“ Johnny tók verkfæraskrínið sitt og gekk út, þangað sem bíll- inn var. Skömmu síðar heyrði Lib þaðan hamarshögg. Hún tók til lök, koddaver og ábreið'- ur og bjó um rúmið sitt, síðan bar hún sængurföt inn í setustof- una og lét þau í dívanskúffuna, og hengdi handklæði í baðher- bergið. Að lokum tók hún töskuna sína og fór í niatvöru- búðina á horninu og keypti sína ögnina af hverju. Þegar hún kom aftur, kom hún vörunum snyrti- lega fyrir í ísskápnum. Síðan rak hún höfuðið út um gluggann og kallaði: „John, eruð þér búinn?“ „Hlustið þér á!“ svaraði hann og setti bílinn í gang. „Hljóðið í honum er prýði- legt“, kallaði hún stórhrifin. Þegar hann hafði lokið við- gerðinni settust þau inn í setu- stofuna með sitt glasið hvort fyrir framan sig. Lib kveikti á útvarpinu og þau hlustuðu á það. Þetta er notalegt, hugsaði hún, og fannst hún vera að gera eitthvað, sem hún mátti ekki gera — miklu notalegra en vera ber. Og þá evðilagði John allt. „Það er nú að ýmsu leyti skemmtilega að lifa í svnd!“ sagði hann. Lib slökkti strax á útvarpinu og stóð upp. „Eg tek bílinn. Þér eigið að hafa hann á morgun. Ég ætla að fara og fá mér eitthvað að borða“. Hún hafði ekki ætlað sér að fara, en hún varð' að sýna í verki, að hún væri sjálfstæð manneskja, það var ekki nóg að tala um það. „Ea má það, vænti ég“, bætti lnin við. „Auðvitað“, svaraði Johnny og varð hugsað til matarins, sem hann hafði séð' í ísskápnum. Þegar hún var komin í káp- una sagði hann: „Ég skal setja lás fyrir dyrnar á morgun, en þér verðið að láta vður lynda þótt 36 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.