Heimilisritið - 01.07.1954, Side 6

Heimilisritið - 01.07.1954, Side 6
túngarðinn. Það' verpir þúfu- tittlingur í móunum fyrir ofan lilöðuna. .. . Og svo eru lömbin . .. Það er allt fullt af lömbum fyrir vestan núna. ... I fyrravor fann ég lambið hennar Golsu hálfdautt á eyrunum hjá honum Hvannalæk. Eg setti það á brjóstið á mér ... innan undir peysuna og ... og Dyrnar voru opnaðar og frök- en Gunnþóra kom inn með morgunblöðin handa mér. Hún hvessti augun á þessa nýju vin- konu mína. „Hvað eruð þér að slæpast? Hypjið yður strax fram! Daman á 649 er búin að hringja tvisv- ar.“ Stúlkan þaut út eins og byssu- brennd, en fröken Gunnþóra hristi höfuðið. „Mikil mæð’a er að þurfa að hafa þetta í þjónustu sinni,“ sagði hún. „En það verður nú vonandi ekki mjög lengi.“ „Nú? Er nokkuð athugavert við þessa stúlku?“ spurði ég. „Athugavert! Sjáið þér ekki, að stúlkan er fífl? Hún rekur sig á allt og brýtur allt og getur ekkert verk gert óbrjálað. Og þó — hún býr sómasamlega um rúm. Hún á að búa um rúmið yð’ar núna á eftir. En —“, hér lækkaði frökenin róminn, „skilj- ið ekkert fémætt eftir hérna, — ég er viss um, að hún er þjóf- gefin.“ Eg gat ekki annað en hugsað um það meðan ég var að klæða mig, hvort þessi unga stúlka gæti verið þjófur. Þá hlaut mannþekking mín að vera göt- óttari en ég hélt. Aður en ég fór út, kastaði ég hundrað króna seðli á gólfið, rétt inn undir rúmstokkinn, það leit út eins og hann hefði dottið' út af náttborðinu. Þegar ég gekk niður, sat stúlk- an á hækjum sínum hjá hand- riðinu í stiganum og hlúði að nokkrum blómum í löngum, hvítum leirpotti. Hún hafð'i lok- ið við að vökva þeim og var nú að losa um moldina næst stöngl- inum. Hún var svo önnum kaf- in, að hún tók ekkert eftir mér. Þegar ég kom aftur í herbergið mitt um hádegið, var 100 króna seðillinn hvergi sjáanlegur. Svona er það þá, hugsaði ég með nokkurri beiskju. Þekking mín á mannfólkinu er þá ekki staðbetri en þetta eftir allt sam- an. Undir þessum einfeldnislega og saklevsislega svip bjó þá þjófseðli. En það var bezt að vera ekki að ergja sig yfir því. Mi irgt fólk hafði valdið mér sár- ari vonbrigðum en þessi blá- ókunnuga og umkomulitla stúlkukind. — F.g tók Morgun- 4 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.