Heimilisritið - 01.07.1954, Side 31

Heimilisritið - 01.07.1954, Side 31
fann ylinn frá handlegg hennar gegnum þunna skyrtuna, og titr- aði. Litlu síð'ar stóðu þau frammi fyrir altari Sekhmets. Þú kann- ast vel við það, þú veizt, að það stendur örskammt frá helgidómi Ptahs. Grafarinn, eða eftirlits- maðurinn, sem hélt vörð um musterið, nálgaðist með ljósker sitt, en Stevvart gaf honum fimm piastera og bað hann að hafa sig brott. Arabinn hvarf í myrkrinu, og alein gengu þau nær altarinu. Jack Lazenby hafði á réttu að standa. Þetta er skuggsýn og ó- hugnanleg hvelfing, lítil ummáls og hulin myrkri, fábreytt í skrauti, maður sér ekki annað en risastórar steinhellur, sem halda uppi hvolfþakinu. Og þarna inni, við gaflvegginn, gegnt þeim sem inn koma, stendur líkneski gyðj- unnar. Á loftinu eru fjórar rauf- ir, og skær ljósglampi féll á and- lit gyðjunnar og afhjúpaði alla þess viðurstyggð. Þarna stóð' lnin með ljónshöfuðið, krýnt sól- skífunni, og kóngakobraslöngu uppreista sem til árásar milli upptypptra kattareyrnanna, en augun lítil og grimm, trýnið stutt og breitt, en hvassar tenn- urnar stóðu berar undan há- vöxnum kömpunum. Þarna gnæfði hún hátt upp yfir þau með horn höfuðbúnaðarins hvíl- t--------------------------------' Sagt Það er ekki meira frjálsræði i stjórnmálum en í fangelsi. — Will Rogers. Stjórnmál eru heimska hinna mörgu til hagsbóta hinum fáu. — Alexander Pope. Þú ert eins ungur og von þín og trú þín, og eins gamall og efi þinn og vantraust. — Enskur málsháttur. Lúxus er allt það, sem okkur er hugþekkt, en við höfum ekki efni á. — Seattle Times. Það er sagt, að hægt sé að lesa karakter konunnar með því að líta á baðföt hennar. Við álítum að það hljóti að vera málum blandað, því konan nú á dögum hlýtur að hafa meiri karakter en svo. — Verden Idag. v________________________________j andi sitt á hvoru brjósti, sem voru smá og stinn; langir og spengilegir útlimirnir komu í ljós gegnum nærskorinn kyrtil- inn; vinstri fótur steig fram á við, vinstri hönd hélt um lótus- prýddan veldissprotann, sú hægri um lykil jarðlífsins. Hér stóð hún, grá, í bleikum granít, grá og uggvænleg, en geislar mánans kveiktu líf í grimmdar- legum augnasteinunum. Mary Barton bældi niður þann óhugnað, sem hún fylltist við sýn gyðjulíkneskisins í þess- JTJLÍ, 1954 29

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.