Heimilisritið - 01.07.1954, Síða 23
auðvitað að flýja undan þeim.
Slíkir flóttar voru óskipulagðir.
Menn flýðu undan drepsóttum
eð'a földu sig fyrir þeim, eins og
þeir væru að flýja fárviðri. Þeir
forðuðust hina sjúku sem aug-
Ijós tákn þeirra staða, sem pest-
arregnið féll á, eða sem þann
miðdepil, sem hið eitraða pest-
arloft blés frá.
Trúin á yfirnáttúrlegar orsak-
ir sjúkdóma færði óhjákvæmi-
lega trúarbrögð'unnm í hendur
allar gagnráðstafanir. Læknis-
fræðinni var ekki ætlað að
koma í veg fyrir sjúkdóma, held-
ur að lækna þá. Hún hafði ein-
ungis aukahlutverki að gegna
við hliðina á guðfræðinni. Hún
reyndi að' lina þjáningar eða
bjarga lífi þeirra, sem prestun-
um hafði mistekizt að vernda
gegn pestinni.
Oft var læknisstarfið og
prestsstarfið sameinað. Þessi
sameining læknisfræði og guð-
fræði hefur þekkzt frá elztu
tímum, allt frá dögum hinna
egypzku presta til töfralækna
Indíánanna, hefur þessi samein-
ing átt sér stað í einhverju
formi. A 15. öld skrifar Mr.
AVard sóknarpresturinn í Strat-
ford-on-Avon:
„ .. . A dögum Ríkharðs II.
voru læknar og andlegrar stétt-
ar menn ekki að'skildar stéttir,
----------------------------->
Sagt
Karlmaður skyldi aldrei slá
konu með blómum; það á bann
að gera með staf.
Etienne Rey.
_____________________________J
því að Tydeman nokkur, biskup
af Landaph og Worcester, var
hirðlæknir Ríkharðs II.“
Thomas Thacher, fyrsti prest-
ur Old Oouth kirkjunnar í Bost-
on, ritaði hið fyrsta, sem út, kom
um læknisfræði í Bandaríkjun-
um.
Hinn kreddufasti hræsnari
Cotton Mather var ekki læknir,
en engu að síður fékkst hann við
læknisfræði jafnhliða guðfræð-
inni. Þar sem hann var prestur,
rakti hann auðvitað orsök sjúk-
dóma til syndarinnar.
Hann segir: „Sjúkdómar eru í
rauninni svipa Guðs vegna synda
mannanna.“
I ritum sínurn um meðferð
ungbarna, hughreystir hann
móðurina í áhyggjum hennar út
af veikindum barnsins með þess-
um hugleiðingum: „Hugsið; ó,
hinar þungu Afleiðingar Syndar-
innar! Þessi aumi Hvítvoðungur
hefur ekki ennþá náð þeim skiln-
ingi eða aldri, að hann geti fram-
ið' syndir í líkingu við Yfirsjónir
Adams. Engu að síður hefur Yf-
irsjón Adams ... flækt þennan
JÚLÍ, 1954
21