Heimilisritið - 01.07.1954, Blaðsíða 50
Hinni eðalbornn Lady Susannah.
Þú manst þó eftir henni?
— Ja, hvað er nú annars langt
síð'an?
— Það var veturinn níutíu og
þrjú. Henni ættirðu að muna
eftir. Hún var vön að aka niður
til Harlington tvisvar í viku, á-
samt ökumanni og í veiðivagni.
Oft var hún í svartri kápu með
rauðdoppóttum köntum.
— Dökkhærð stúlka?
— Alveg rétt. Svart mikið
hár, og löng svört augnhár. Al-
veg töfrandi.
— Já, Silas, þegar þú segir
það', þá ...
— Bíddu nú hægur, Cosmo.
Þú veizt náttúrlega, hvað fólk
var vant að segja um þessa
stúlku?
— Ja ...
— Að hún hefði aldrei litið
hýru auga til nokkurs karlmanns
á ævinni, mælti Silas frændi.
Ekki viljað það, heldur. Verið
köld eins og fiskur í sjó. Enginn
þorði að snerta hana. Karlmenn
höfðu þyrpzt að henni úr öllum
áttum, frá London og hvaðan-
æva. Allt kom fyrir ekki, Cosmo.
Hún hélt bara kyrru fyrir í höll
sinni, horfði út um gluggann og
málaði mvndir. Þú manst þétta?
— Já, ég . . .
— Þú kannast Við höllina í
Stoke? Hún stendur niðri við
fljótið.
— Ojájá, Silas, mjög vel, mjög
vel.
— Landareignirnar liggja svo
til niður að ánni, mælti Silas.
Sem sagt, þennan vetur hafði ég
stundað’ smávegis veiðiþjófnað á
þessum slóðum, lagt þar álanet
og fáeinar vörpur að auki. Og
um sexleytið einn morguninn
kom ég gangandi meðfram 'hall-
armúrunum með svo sem þrjá-
ítu ála í körfu, þegar hún stöðv-
aði mig.
— Ja, hún. Stúlkan sú. Hún
sat í gróp í múrnum með mál-
aragrindina sína og málaði. Það
var einmitt tekið að' birta, og
þegar í stað gaf hún mér þær
upplýsingar, að hún væri að
mála sólaruppkomu yfir ánni. —
Jæja, svo þér hafið verið að veiða
í óleyfi, karlinn! sagði hún. En,
hvað átti ég að segja? Eg átti
einskis úrkosta. Hún hafði tekið
mig í hnakkadrambið, og það
vissi hún.
— Hvað gerði hún?
— Jahá, Cosmo, hún gerði
nokkuð skrýtið. Hún segir: Eg
skal engum segja frá þessu, ef
þér viljið koma upp með mér í
höllina og leyfa mér að mála vð-
ur eins og þér komið fyrir. T
þessum gamla klæðnaði og með
álana — allt eins og það leggur
48
HEIMILISRITIÐ