Heimilisritið - 01.07.1954, Side 3

Heimilisritið - 01.07.1954, Side 3
HEIMILISRITIÐ JÚLÍ 12. ÁRGANGUR 1954 ...EN SUMT FÉLL í GRÝTTA JÖRÐ Smásaga eítir RAGNAR JÓHANNESSON sj_______________) „HERBERGI nr. 632? Gerið þér svo vel.“ Vikapilturinn opnaði lyftu- dyrnar upp á gátt og hneigði sig. Ivotroskinn strákur með öryggi borgarbúans í öllum hreyfing- um. Lyftan fór af stað með létt- um kipp og þokaðist upp í hæð- irnar — síð'asta farartæki mitt á langri ferð. Við námum staðar á sjöttu hæðinni, og lyftusveinninn tók töskurnar mínar. Þetta var lang- ur gangur og tómlegur. Dumb- rauður gólfdregill, óralangur, eins og mannlaust stórborgar- stræti á næturþeli, lokaðar dyr* á báðar hendur, dauf birta inn um gaflgluggann í fjarska. Yfirþernan beið mín við dyrn- ar á 632. Hún er gamall kunn- ingi, miðaldra piparmey með kuldalegan ráð'skonusvip, inni- föl, kattþrifin og regluföst. „Velkominn, herra minn. Eg bjóst við, að þér vilduð gjarnan búa í sama herberginu og þér höfðuð síðast. Gerið þér svo vel.“ „Þakka yður fyrir hugulsem- ina, fröken Gunnþóra.“ „Eg vona, að þér getið orðið' ánægður hérna hjá okkur. Ann- ars höfum við verið óheppin með þjónustufólkið undanfarið.“ Mæðusvipjyirinn á fröken Gunnþóru sýndi, að hún hafð'i staðið í ströngu. „Já, það er þreytandi, þegar l

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.