Heimilisritið - 01.07.1954, Qupperneq 30

Heimilisritið - 01.07.1954, Qupperneq 30
það. En daginn eftir kom frú Barton og bað hann um að fara með sér út að Ivamah, til þess að skoða musteri Sekhmets í tunglsljósinu. Iíann afsakaði sig með því, að' liann yrði að fara til Kaíró, en hún bað hann um að fresta ferðinni, þar sem hún vildi ekki ganga inn í Ivarnah- musterið með neinum öðrum en honum. Stewart stóð við ákvörðun sína, og heilan sólarhring sáust þau ekki. En hann fór ekki. Og næsta kvöld, skömmu fyrir kvöldverð, er hann stóð' úti und- ir stjörnubjörtum himni og reykti pípuna sína, kom hún út til hans og spurði, hvað hún hefði gert honum, úr því að hann sniðgengi hana. Og Stewart gleymdi öllu öðru en þeirri löng- un sinni að gleðja hana. Hann tók um hönd hennar og hét því að koma með henni til Karnah um kvöldið. Ilún lét liann lialda í hönd sér nógu lengi til þess, að hann vissi að hún hafði fyrirgef- ið honum. Strax á eftir gekk hann inn til yfirþjónsins og pantaði kaldan mat handa tveimur og kampavín í ísfati, sem flytja skyldi út í vagninn . .. ----------------o--- Þau sáu mánann rísa upp að baki hinu volduga. hliði Kamah- hofsins; digrar súlurnar í must- erissalnum vörpuðu biksvörtum skuggum á jarðveginn fyrír neð- an þau. I fjarlægð geyjuð'u sjak- alarnir á bökkum vatnsins helga. Nú reyndi hún ekki að dylja óskir sínar lengur. Hún talaði ekki meira um mann sinn og börn, heldur lét hann tala um sjálfan sig og þær konur, sem hann hafði orðið hrifinn af; og þau ræddu ráðgátur mannlífsins og ástarinnar og veltu því fyrir sér, í hverju lífshamingjan væri í raun og veru fólgin hér á jörð. Þau nutu máltíðarinnar uppi við hliðið' og skröfuðu þar sam- an líkt og garnlir trvggðavinir. Stewart hafði ákveðið að segja henni ekki sínar tilfinningar. Er þau liöfðu lokið snæðingi, tók hann í hönd hennar til að' leiða hana niður að missignum þrep- um musteristrappanna. Tunglið skein. súlurnar gnæfðu hátt eins og ógnþrungnir beljakar, þar sem þau gengu þögul, lömuð af áhrifum kyrrðarinnar, gegnum súlnasalinn, þar sem næturhim- inninn breiddi út stjarnvoð sína hátt uppi yfir höfðum þeirra. Hún lét hönd sína liggja í greip hans, meðan þau reikuðu um hof Amrnons. Blóðið suðaði í höfði hans, og hjarta hans barð- ist af þrá eftir henni. Hann gat engu orði upp komið, og hann þorði ekki að líta á hana. Hann 28 HEIMILISRITIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.