Heimilisritið - 01.07.1954, Síða 49

Heimilisritið - 01.07.1954, Síða 49
mælti: — Þú skilur mig víst ekki. Það er ekki aðeins þessi kven- maður í Monte Carlo, Silas. Það er önnur í Montana, sú þriðja í Marseilles og sú fjórða í Feneyj- um. Eina hef ég sem býr í gam- alli höll í Neapel, tvær þekki ég í Hóm, sem ég get alveg vafið nm íingur mér, gríska stúlku í Aþenu og tvær smámeyjar sýr- lenzkar í Port Said. Þær kné- krjúpa fyrir mér, allar. Svo er það bróðurdóttir greifa eins í Colombo og norsk stúlka í Singa- ])ore, og ég man ekki, hvort held- ur þær eru fjórar eða fimm í Shangliai. Og svo að sjálfsögðu í Japan .. . —- Dokaðu við andartak, mælti Silas, ég hefði haldið að þú færir utan þér til heilsubótar? — Og svo er það rússnesk stúlka í Hong Kong, sem hef- ur látið tattóvera á sig skjald- böku . . . — Æjájá, ég sé heldur ekkert merkilegt við' það. Niðri á Svan- inum í Harlington var á sinni tíð bar-stelpa með gauk eða eitt- hvað þessháttar tattóverað á sig .. . — Já, það var einmitt gauk- ur, anzaði Cosmo frændi, ég ætti að vita það, því það var ég sem fékk liana til að láta gera það'. IJenni féll vel við mig. Jájá, það var einmitt gaukur. Þess vegna var það líka sem menn sögðu, að gaukurinn sæist alltaf fyrr í Harlington en annars staðar í Englandi. Silas frændi lét sér fátt um finnast. Hann saup drjúgan sopa úr glasi sínu og var hugsi, pírði rauð augun upp í rjáfrið og var óaflátanlega tortrygginn, mein- fýsinn og þrjózkur á svip. Þegar svo Cosmo frændi hélt áfram með því að' segja sögu af tveim nunnum í Bologna, gekk Silas feti framar með því að segja frá hinum þrem Sjöundadagsaðvent- istum á baðhúsi í Skegness. Þeg- ar Cosmo i'rændi sagði frá því, hvernig honum hefði verið stilit frammi fyrir marghleypukjafti í náttskyrtunni einni saman af frönskum eiginmanni í Biarritz, g'róf Silas frændi upp eina af sín- um góðu og gömlu frásögnum af því, þegar skógarvörður í Bed- fordshire blés af honum hattinn með einni tvíhleyptri. Því mergjaðri sem sögur Cosmos frænda urðu, þeim mun liðugar krítaði Silas. Hef ég nokkurn- tíma, spurði Cosmo frændi, sagt þér frá þeim þrem vikum, sem ég dvaldist í höll í Arles ásamt franskri greifaynju? — Nei, anzaði Silas, en hef écj nokkru sinni talað við þig um mánuðinn, sem ég var með dótt- ur hertogans í Stoke Castle? JÚLÍ, 1954 47

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.