Heimilisritið - 01.07.1954, Side 17

Heimilisritið - 01.07.1954, Side 17
Illir ctndcxr, lyf og læknar /------------------------------------------N Framhald bókarinnar um þróun læknavísindanna, eftir dr. med. HOWARD W. HAGGARD Svartidauði SAGNFRÆÐIN GURINN Gibbon, sem uppi var A seinni hluta átjándu aldar, segir á ein- um stað í ritum sínum: „Ef nefna ætti það tímabil sögunnar, er mannkynið hafi notið mestrar velsældar og ham- ingju, yrði vafalaust fyrir valinu tíminn frá dauða Dómitianusar til ríkistöku Commodusar.“ Tímabilið, sem þannig er skil- greint, nær frá árinu 96 til 180 eftir Krists burð. Látum oss nú athuga nokkur fyrirbæri þessa tímabils og vita, hvort við get- um orðið Gibbon sammála í dag. Arið 68 e. Kr. gaus upp drep- sóttarfaraldur í Rómaborg. Ell- efu árum síðar kom önnur drep- sóttarplága. Arið 125 og aftur 164 geisaði sóttin enn; í seinna sinnið sextán ár samfleytt. Þetta tímabil „hvað nrestrar velsæld- ar og hamingju“ hófst með drep- sótt, sem drap tíu þúsund manns á dag í Rómaborg þegar hæst stóð. Um þetta segir róm- verski sagnfræðingurinn Tacit- us: „Húsin voru full af líkum og strætin af jarðarförum.“ Þetta sama tímabil endaði með sextán ára drepsótt svo skæðri, að við sjálft lá, að hún eyddi rómverska hernum. Annar rithöfundur þeirra tíma segir: „Mannskæð drepsótt geisaði þá um alla Italíu, en þó hvað mest í borg- inni (Róm).......Að læknaráði fluttist keisarinn til Lárentium.“ Um þetta sama leyti breiddist malaría (mýrakalda) um alla Ítalíu. Það er hægt fyrir þjóð að ná sér aftur fftir þá blóðtöku og spillingu, sem pest. eða drepsótt hefur í för með sér, en hún er mergsogin og úttauguð' eftir malaríufaraldur. Pestirnar koma í hviðum, en milli þeirra getur endurreisn átt sér stað. Malaría á hinn bóginn er linnulaus. Sjúk- lingarnir devja ekki strax, en sjúkleiki þeirrá og stöðug hnign- JÚLÍ, 1954 15

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.