Heimilisritið - 01.07.1954, Qupperneq 51
sig. Þá segi ég: — ég gríp tæki-
færið, og síðan fórum við upp í
höllina, og hún tók þegar í stað
til við að mála. — Öll fjölskyld-
an er farin að heiman og verð'ur
vetrarlangt burtu, og ég er hér
öldungis ein, aðeins með þjón og
ökumann, sagði hún. — Héðan í
frá komið þér á hverjum degi,
veiðið ála, og síðan komið þér
upp í höllina og látið mig mála
yð'ur.
Og Silas frændi hélt áfram
sögu sinni, milli rammra vínsop-
anna, um það, hvernig hann
gerði það, sem hún hafði beðið
hann um, í heila viku, veitt ál
snemma morguns, síðan gengið
upp í höllina, læðzt inn um bak-
dyr og látið stúlkuna mála mynd
af sér uppi í herberginu hennar.
Allt þar til dálítið kom fyrir.
Það var dembirigning heilan dag
og næstu nótt, og þegar hann
kom niður að ánni morguninn
eftir, hafði hlaupið vöxtur í
hana, og léleg steinbrúin, sem lá
að' höllinni, hafði sópazt burt í
flóðinu. Það leiddi af sér, að
ganga varð sex mílna krók, og
klukkan var nærri átta, þegar
hann kom að’ höllinni. Hann
skauzt inn um bakdyrnar og
gekk upp í herbergið hennar, og
þar stóð þá stúlkan fyrir fram-
an spegil og málaði mynd af
sjálfri sér nakinni.
— Og var þá allt búið? spurði
Cosmo.
— Nei, Cosmo, þá fyrst byrj-
aði það.
— Jæja, anzaði Cosmo, hvað
gerði hún þá?
— Merkilegan hlut, Cosmo,
mælti Silas frændi, merkilegan
lilut. Hún hélt bara áfram með
myndina af sjálfri sér. Líkar þér
hún? Jæja, ég stóð þarna þann-
ig, að ég sá hana sjálfa aftan frá,.
myndina á lilið, en framanverða
í speglinum, og nú féll ég sann-
arlega í stafi. — Þér líkar hún
kannske ekki vegna þess að hún
er ekki fullgerð? sagði stúlkan..
Nú klæði ég mig, við étum
steiktan ál, og síðan segirðu mér,.
hvað þér finnst um hana.
Því næst sagði Silas frá því,.
hversu þau átu steikta álinn og
röbbuðu um myndina, og að
hann hefði haft orð á því, að
hann væri ekki dómbær um mál-
verkið eftir svo stutta viðkynn-
ingu við fyrirmyndina.
— Við sjáumst aftur á morg-
un, mælti hún, og þannig héldu
þau áfram, hún að mála sjálfa
sig nakta, Silas að horfa á, þang-
að til, eftir því sem Silas sagði,.
að mánuður var liðinn og hann
hafði veitt svo til hvern einasta
ál í fljótinu.
— Þú manst, að ég sagði að
hún hefði verið köld, mælti
JÚLÍ. 1954
49)