Heimilisritið - 01.07.1954, Page 60
ferðir alein. Það skil ég líka mætavel.
Hver skyldi ekki vera glaður yfir að
geta komizt burt úr þessu húsi! Ja, hun
Jósefína mín, að minnsta kosti! “
Hún leit á mig, þegar ég sagði:
„Guði sé lof!"
„Hvað er nú að?“ vildi hún fá að
vita.
„Vitið þér, hvcrt hún fór?“ spurði
%
„Hvernig ætti ég að vita það? Eg læt
hana í friði. Hún hefur leyfi til að fara,
hvcrt, sem hún vill fyrir mér. Eg . .
Ég tók fram í fyrir hcnni. ,,I hvaða
átt fór hún?“
Það vissi Jósefína ekki.
Ég bað hana unt að hugsa sig um.
Hún leit rannsakandi á mig. Allt í
cinu fór hún að hlæja. Hún hallaði sér
fram og benti út um gluggann.
„Þarna situr hjartadrottningin yðar,“
sagði hún. „Hún situr niðri við tjörn-
ina, eins og hún væri áhyggjulausasta
kona í heimi.“
Ég tók sprettinn út um dyrnar.
Þarna sat Linda við bakkann á tjörn-
inni, varla fimmtíu metra frá ntér.
Mig langaði mest til að reka upp
gleðiöskur — til að syngja sigursöng.
Ég varð að stilla mig um að hlaupa
ekki þennan spöl á mettíma. Og samt
tók ég eftir því, hvað veðrið var unaðs-
legt, og hversu fagurgræn tréin voru
eftir næturregnið. Þegar ég var hálfn-
aður, tók Linda eftir mér og veifaði til
mín. Ég veifaði á móti, en ég riðaði á
fótunum. Þctta var of gott til að vera
satt. Linda var heil á húfi.
Þegar ég nálgaðist hana, sagði hún:
„Góðan daginn, ástin. Mikið skelfing er
að sjá, hvað þú lítur illa út! En finnst
þér þetta ekki guðdómlegur dagur?“
Ég reyndi að brosa. Mér var ljóst,
að ég átti crfitt erindi fyrir höndum.
Hún hafði ekki hugmynd um, hvað
komið hafði fyrir Daisv. Ég vissi ekki,
hvemig ég átti að skýra henni frá því.
„Ástin mín,“ sagði ég. Meiru gat ég
ekki stunið upp.
„Hvað cr um að vera?“ spurði hún
og stóð upp. Hún sá, að mér var bmgð-
ið.
„Ástin mín,“ endurtók ég alveg cins
og bjáni.
„Hvað hefur komið fyrjr?“ spurði
' hún. „Segðu mér það.“
„Við skulum setjast,“ sagði ég.
Við settumst, og ég dró upp saman-
pressaðan sígarettupakka úr vasa mín-
um og bauð henni.
„Ástin mín,“ sagði ég. „Líður þér
vel?“
„Ég hef það sæmilcgt, til þess að gera.
Ég hef ekki einu sinni timburmenn. En
hvað í ósköpunum gengur eiginlega að
þér? Hefurðu svona voðalega tirnbur-
rnenn? Og þú þarft að raka þig. I guðs
bænum, hvað er eiginlega að?“
Ég þreifaði ósjálfrátt um skeggbrodd-
ana á mér.
„Heyrðu Tom, dragðu mig nú ekki
lengur á þessu. Hcfur verið framið
rnorð, eða hvað?“ spurði hún hlæjandi.
Ég hló ekki.
„Það er ekki útilokað,“ sagði hún,
„fyrst allir þessir vitleysingar ganga
lausir hérna.“
Ég saug lengi sígarettuna. „Linda,“
sagði ég og skaut sígarettustúfnum frá
mér út í grasið. „Það hefur vcrið fram-
ið morð.“
„Vertu ekki með ncina vitleysu,
Tom.“
Ég lét hana vita, að það væri ekki
nein vitleysa.
„Daisy Vane er dauð,“ sagði ég.
„Hvað segirðu?“ sagði hún, en hún
hafði skilið mig. Hún var náföl í and-
liti.
58
HEIMILISRITIÐ