Heimilisritið - 01.07.1954, Síða 41
henni, að þessar hvatir gætu
leitt hana í hættu. Vegna þess,
að við höfðum báðar tekið þátt
í þeim unaði, sem fyrsti kossinn
veitir, gætum við feimnislaust
talað um hættu þá, sem kyn-
hvötunum eru samfara. Um það
var ég viss, og ég var hamingju-
söm kona, er ég fór að hátta.
Eins og Dídí.
TVEIM VIKUM seinna koui
tækifæri til að taka næsta skref-
ið. Mamma hafði komið í eina
af sínum fáu heimsóknum og
varð skelfingu lostin vfir því, að
Dídí skyldi „vera með pilti“ að-
eins fjórtán ára gömul. Eftir
kvöldverð var ég uppi í herbergi
hjá Dídí að hjálpa henni að
ganga frá pilsi, sem hún ætlaði
að vera í, þegar lnin sagði allt í
einu: „Hvað er að ömmu? Af
hverju finnst henni svona ótta-
leg't, að ég skuli fara út með
Jim?“
„Amma þín er tortryggin,
góða mín,“ sagði ég.
„En því skyldi hún ekki
treysta mér?“ spurði Dídí ringl-
llð.
Þessu var ekki auðvelt að
svara, en ég reyndi það. „Sumir
geta ekki skilið, að unglingar
liafi neina heilbrigða skynsemi
eða siðsemi til að bera. Þeim
finnast einhvern veginn tímarn-
ir svo breyttir frá því, er þeir
voru ungir, og halda, að allir
unglingar séu nú ósiðsamir og
agalausir. Við pabbi þinn hugs-
um ekki þannig. Við höfum leit-
ast við að ala þig upp í sjálfsaga.
Og ég held þú sért skynsöm og
eins aðgætin og ungar stúlkur
geta verið. Svo ég vona, að þú
sért það einnig í kynferðismál-
um“.
„Kynferðismálum?“ Dídí leit
á mig eins og hún héldi að ég
væri orðin rugluð.
„Já, kvnferðismálum. Á einn
eða annan hátt verður kynferðið
stór þáttur í lífi þínu héðan i
frá. En reyndar eru kyntilfinn-
ingar til staðar hjá litlum börn-
um, en þær valda sjaldan nokkr-
um vandræðum. En þegar ung-
lingarnir þroskast, breytist við-
horfið. Manstu hvað þið telpurn-
ar urðuð allar hrifnar af ensku
kennslukonunni í fvrra, af þvi
hún var svo falleg og vel klædd,
hún varð ykkur eins konar fyrir-
mynd, sem ykkur langaði allar
til að líkjast?“
Dídí skríkti.
„Ykkur þótti gaman að vera
með henni og gefa henni gjafir.
Að vissu leyti voruð þið allar
ástfangnar af henni, og það var
ekki nema skiljanlegt. En venju-
legar stúlkur hverfa frá því stigi
og fara að fá áhuga á piltum, rétt
JÚLÍ, 1954
39.