Heimilisritið - 01.07.1954, Side 27

Heimilisritið - 01.07.1954, Side 27
kaupsýslumaður og áreiðanlega vel efnum búinn, því hún var óvenjulega vel búin — eitt kvöldið' sáum við hana með perlufesti um hálsinn, sem áreið- anlega hefur verið nokkurra þús- unda punda virði. Það eru nú rúm nítján ár síð- an, en ég sé hana greinilega fyrir mér, eins og við hefðum hitzt í gær. Hún var fjarska hlédræg, gekkst ekki upp við gleðilæti og vildi helzt vera ein, gleðjast við sólskinið' og blómin og allt þetta furðulega líf við Níl, sem birtist þarna á þrepum hótelsins. Stundum sat ég hjá henni að kvöldi, og hún sagði mér frá lífi sínu í Englandi. Hún hafði haft lungnabólgu, og læknarnir höfðu ráðlagt henni að fara hingað suð- ur eftir. Allir á hótelinu höfðu miklar mætur á henni, en Donald Stew- art meiri en nokkur annar. Hún hafði viðað að sér safni af bók- um um egypzk frteði, og daglega fór hún og Stewart — því hann lagði stund á fornfræði eins og ég — vfir Níl til hótelsins í Felucca, héldu síðan áfram á ösnum til Ramesseum, Medinet Habn eða inn í Konungadal. Stewart var vel heima í þessum hlutum, og hvaða kona tók ekki ungan lærðan mann sem leið- sögumann, fram yfir árans inn- fæddu túlkana, sem varla kunna tvö orð í ensku óbrengluð og þjást af linnulausum lófakláða! Það' var hann Lazenby gamli, sá sem birti hið fræga papyrus- handrit um æðstaprestinn Senubbeb — þú kannast við hann, er það ekki? — liann dvaldist við að endurskrifa rúnaristur í klettagröfunum við Qurna — það var sem sagt gamli Lazenby, sem fyrstur vakti at- liygli mína á því, sem var að gerast. Við sátum úti í hótel- garð'inum um sólarlagsbilið, frú Barton, Lazenby og ég, og vor- um einmitt að ræða þá hluti, sem fengu mig til að minnast á þetta nú, nefnilega afl hinna fornu egypzku guða, sem enn má sín svo mikils. — Þeir hljóta að hafa verið fjarska trúhneigð þjóð, þessir fornegyptar, sagði frú Barton, að eiga öll þessi glæsilegu must- eri fyrir Amon-lía, Hathar og alla hina guðina. — Eg virði ekki þau trúar- brögð mikils, mótmælti Lazen- by, sem voru það afturhaldssöm að viðhalda öllurn erfðavenjum breytingalaust, og þeir guðir, sem þeir tilbáðu og óttuðust, voru engar tignarlegar stærðir, heldur vondir og hættulegir eins og til dæmis Sekhmet, gyðjan með ljónshöfuoið, sem var sér- JTJLÍ, 1954 25

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.